A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1320 í Strandabyggð 13.07.2021


Sveitarstjórnarfundur nr. 1320 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. júlí 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3 og hófst kl. 16:00. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Jón Jónsson. Salbjörg Engilbertsdóttir ritaði fundargerð. Pétur Matthíasson boðaði forföll.


Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Lántaka Hólmavíkurhafnar vegna framkvæmda
2. Lántaka Veitustofnunar vegna framkvæmda
3. Lántaka Strandabyggðar vegna framkvæmda
4. Viðauki I við fjárhagsáætlun Strandabyggðar
5. Verndarsvæði í byggð, samningur við Minjastofnun um styrk úr húsafriðunarsjóði
6. Samfélagssáttmáli um fiskeldi
7. Forstöðumannaskýrslur
8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 10.júní 2021 og skóladagatöl leik-og grunnskóla lögð fram til samþykktar
9. Fundargerð Ungmennaráðs frá 16.júní 2021
10. Fundargerð Tómstundanefndar frá 21.júní 2021
11. Fundargerð Umhverfis-og skipulagsnefndar frá 8.júlí 2021
12. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni
13. Þinggerð Fjórðungsþings frá 2.júní 2021
14. Fundargerðir Náttúrustofu 29. mars 2021 og 19.maí 2021


Oddviti bauð fundarmenn velkomna og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðið og óskar eftir að tekin verði fyrir afbrigði á fundinum sem verða þá liður 15, minnisblað frá Fjórðungsssambandi Vestfjarða og nr. 16, styrkveiting frá Vestfjarðastofu.


Þá var gengið til dagskrár:


1. Lántaka Hólmavíkurhafnar vegna framkvæmda. Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Hólmavíkurhafnar frá Lánasjóði sveitarfélaga: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr.69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Hólmavíkurhafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 4.000.000.- , með lokagjalddaga þann 05. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við hafnarmannvirki sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Salbjörgu Engilbertsdóttur, skrifstofustjóra, kt. 300767-4359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.


2. Lántaka Veitustofnunar vegna framkvæmda. Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánasamningi vegna láns Veitustofnunar Strandabyggðar frá Lánasjóði sveitarfélaga: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Veitustofnun Standabyggðar hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstólsfjárhæð allt að kr. 3.500.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir Veitustofnunar sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Salbjörgu Engilbertsdóttur, skrifstofustjóra, kt. 300767-4359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.


3. Lántaka Strandabyggðar vegna framkvæmda. Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 6.800.000.-, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Salbjörgu Engilbertsdóttur, skrifstofustjóra kt. 300767-4359, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Strandabyggðar að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Samþykkt samhljóða.


4. Viðauki I við fjárhagsáætlun Strandabyggðar. Viðauki 1 lagður fram til samþykktar:


Tekjur:
A. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2021 að fjárhæð 30 millj. Um er að ræða framlag ráðherra skv. samningi Strandabyggðar við sveitarstjórnarráðuneytið um aðgerðir í fjármálum Strandabyggðar. Ekki hafði verið gert ráð fyrir þessum tekjum í áætlun 2021.
B. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna staðgreiðslutekna umfram áætlun árið 2021 að fjárhæð 17 millj. til viðbótar við það sem gert var ráð fyrir í áætlun fyrir 2021 og eru tekjur þá í heild áætlaðar 250.200.000.- Breyting er gerð í ljósi niðurstaðna á árinu 2020 og tekjuáætlun hækkuð sem þessu nemur.
C. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2021 sem færðar eru á Veitustofnun vegna uppgjörs á verkefninu Ísland ljóstengt að upphæð 10.690.000.- og framlags frá Fjarskiptasjóði að upphæð 1.760.000.- Ekki hafði verið gert ráð fyrir þessum tekjum í áætlun 2021.
D. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2021 að upphæð 3 millj. sem er tekjufærður á árinu 2021. Sótt var um styrk til Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við smalavegi og fleiri vegaslóða 2021 og fékkst styrkur að upphæð 3 millj.
E. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2021 að upphæð 887.500.- vegna framkvæmda við skrifstofuhúsnæði í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Um er að ræða greiðslu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga í tengslum við uppgjör Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
F. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2021 að upphæð 2 millj. sem er styrkur frá Vestfjarðastofu, í tengslum við eflingu starfsemi Þróunarsetursins sem samfélagsmiðstöðvar.
G. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2021 vegna verkefnavinnu, rannsókna og skráningar, í tengslum við verkefnið Hólmavík – Verndarsvæði í byggð, að upphæð 4.022.500.- á árinu 2021 sem er hluti af styrk Húsafriðunarsjóðs til verkefnisins.

Útgjöld:
H. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna samnings við ráðgjafaþjónustuna Ráðrík ehf, samkvæmt samningi við ráðuneyti, að upphæð 4.825.000.- Fjármagnið er tekið frá samningi við sveitarstjórnarráðuneytið um aðgerðir í fjármálum Strandabyggðar.
I. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna framkvæmda við ráðhús Strandabyggðar, að upphæð 925.000.-, sem eignfærist. Skipt um hitatúbu, netbúnað og unnið í skjalageymslu. Í áætlun 2020 var gert ráð fyrir 2,5 milljónum í endurbætur, en framkvæmt var þá fyrir 1.575.000.- Framlagið er fjármagnað af eigin fé sveitarfélagsins.
J. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna aukins kostnaðar við Slökkvilið Strandabyggðar, bæði vegna námskeiða nýliða og samnings um Brunavarnir Stranda, Dala og Reykhólahrepps. Gert var ráð fyrir kr. 10.725.000 í upphaflegri áætlun, en áætlaður kostnaður hækkar um 6 millj. Framlagið er fjármagnað af eigin fé sveitarfélagsins.
K. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna útgjalda að upphæð 3 millj. vegna framkvæmda við smalavegi og fleiri vegaslóða í sveitarfélaginu á árinu 2021. Framlagið er fjármagnað með sérstökum styrk frá Vegagerð ríkisins sem samþykktur hefur verið.
L. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna framkvæmda við skrifstofuhúsnæði í Þróunarsetrinu á Hólmavík, að upphæð 887.500.- Framlagið er fjármagnað með sérstakri greiðslu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga í tengslum við uppgjör Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.
M. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna útgjalda í tengslum við eflingu starfsemi Þróunarsetursins sem samfélagsmiðstöðvar, að upphæð 2 millj. Framlagið er fjármagnað með sérstakri styrkveitingu frá Vestfjarðastofu.
N. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 vegna verkefnavinnu, rannsókna og skráningar, í tengslum við verkefnið Hólmavík – Verndarsvæði í byggð að upphæð 4.022.500.- á árinu 2021. Framlagið er fjármagnað með sérstakri styrkveitingu frá Húsafriðunarsjóði.
Viðaukinn er samþykktur samhljóða.

5. Verndarsvæði í byggð, samningur við Minjastofnun um styrk úr húsafriðunarsjóði. Jón Jónsson víkur af fundi vegna samnings við Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Um er að ræða styrkumsókn frá Strandabyggð til Minjastofnunar sem Sigurður Líndal Þórisson vann fyrir hönd sveitarfélagsins. Í styrkumsókninni var gert ráð fyrir að Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa myndi vinna að verkefninu í samræmi við úthlutun. Sveitarstjórn samþykkir að gerður verði samningur við Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Guðfinnu Láru Hávarðardóttur varaoddvita er falið að ganga frá samningnum.


6. Samfélagssáttmáli um fiskeldi. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða og oddvita falið að skrifa undir sáttmálann.


7. Forstöðumannaskýrslur. Lagðar fram til kynningar.


8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 10. júní 2021 og skóladagatöl leik- og grunnskóla lögð fram til samþykktar. Varðandi lið 2 þá leggur sveitarstjórn til að Ásgarður verði fenginn til að fara yfir starfsmannaþörf og skipulag innan skólans í samvinnu við skólastjóra og með hliðsjón af hugmyndum Ráðrík ehf. um sparnaðaraðgerðir. Varðandi lið 3 þá er skóladagatölum vísað aftur til fræðslunefndar vegna síðari breytinga og til frekari umræðu. Jafnframt er samþykkt sú breyting að leikskóli opni á ný eftir sumarleyfi miðvikudaginn 11. ágúst kl. 12. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.


9. Fundargerð Ungmennaráðs frá 16. júní 2021. Sveitarstjórn leggur til að fundað verði með Ungmennaráði þriðjudaginn 24. ágúst kl. 16 í Hnyðju. Fundargerð samþykkt.


10. Fundargerð Tómstundanefndar frá 21. júní 2021. Sveitarstjórn gerir athugasemd varðandi dagsetningu fundarins en hann var 21. júní en ekki 23. mars. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.


11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 8. júlí 2021. Varðandi lið 6 þarf að bæta við að viðeigandi gögnum þurfi að skila til byggingafulltrúa. Varðandi lið 7b þá leggur sveitarstjórn til aðra staðsetningu á listaverkinu og þá á húsnæði í eigu sveitarfélagsins t.d. á girðingu við Íþróttamiðstöð. Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega niðurstöður nefndarinnar varðandi lið 1, 2, 3, 4, 5, 7a, 7c. Fundargerðin samþykkt að öðru leyti.


12. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Tekið var fyrir erindi frá forsætisráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi málaflokksins og samþykkir að taka þátt í verkefninu.


13. Þinggerð Fjórðungsþings frá 2. júní 2021. Lögð fram til kynningar.


14. Fundargerðir Náttúrustofu 29. mars 2021 og 19. maí 2021. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun:


"Sveitarstjórn Strandabyggðar lýsir yfir vonbrigðum sínum og óánægju með að Náttúrustofa Vestfjarða hafi ekki ráðið starfsmann í stöðu á Hólmavík. Til skamms tíma voru tveir starfsmenn Náttúrustofu í hlutastarfi starfandi í Þróunarsetrinu á Hólmavík og mikilvægt hefði verið að samfella héldist í starfseminni á Ströndum. Brothættar byggðir mega ekki við því að missa slík störf."


Oddvita falið að koma bókuninni á framfæri við stjórn og forstöðumann Náttúrustofu og óska eftir sérstökum fundi um hvernig efla megi starfstöð Náttúrustofunnar á Hólmavík.


15. Minnisblað frá Fjórðungssambandi Vestfjarða. Lagt er fram minnisblað frá Aðalsteini Óskarssyni um framlag sem ætlað er til Þróunarseturs. Styrkurinn verður nýttur til úrbóta á skrifstofuhúsnæði í Þróunarsetrinu varðandi hljóðvist og lagfæringar í tengslum við átak um útleigu skrifstofa vegna verkefnisins Störf án staðsetningar.


16. Styrkveiting frá Vestfjarðastofu. Vestfjarðarstofa hefur tilkynnt um styrk til Strandabyggðar vegna nýsköpunar- og samfélagsmiðstöðvar. Styrkt er verkefnið Þróunarsetur á Hólmavík að upphæð kr. 2.000.000. Oddvita falið að skrifa undir samning um verkefnið.


Fleira ekki fyrirtekið, fundi slitið kl. 18.52

Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Jón Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón