A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1315 í Strandabyggđ, 09.03.21

 

Sveitarstjórnarfundur 1315 í Strandabyggð

Fundur nr.  1315 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3. kl. 16:00.  Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Samningur við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
 2. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra
 3. Nefndarfundir
  1. Ungmennaráð, 24.02.21
  2. Velferðarnefnd, 01.03.21
  3. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.03.21
  4. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 08.03.21
 4. Styrkumsókn frá Strandagaldri
 5. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi
 6. Minnisblað frá skrifstofustjóra, vegna styttingar vinnuviku; afgreiðsla sveitarstjórnar
 7. Drög að reglum um birtingu fundargagna
 8. Sterkar Strandir, fundargerð staðarfundar frá 28.01.21 – til kynningar
 9. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 33, frá 27.01.21 – til kynningar
 10. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 895, frá 26.02.21 – til kynningar
 11. Samband íslenskra sveitarfélaga – staðfesting á þátttöku í stafrænu verkefni
 12. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerðir 61 og 62 frá 08.02.21 og 22.02.21 – til kynningar
 13. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 432 frá 19.02.21– til kynningar.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.05 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Oddviti tilkynnti um afbrigði vegna endurskoðunar samstarfssamnings sveitarfélaganna Árneshrepps, Dalabyggðar, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, sem verður númer 14 í dagskrá.  Sveitarstjórn samþykkir afbrigðið.

 

 1. Samningur við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Farið var yfir samningsdrög ráðuneytisins.  Sveitarstjórn samþykkti samningsdrögin.  Varðandi aðkomu ráðgjafa óskar sveitarstjórn eftir fleiri tilboðum og felur sveitarstjóra að afla þeirra.  Skipan vinnuhóps verður ákveðin á síðari stigum.

 

Varðandi valkostagreiningu, samþykkir sveitarstjórn að ganga til samninga við RR Ráðgjöf.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum.

 

 1. Forstöðumannaskýrslur og verkefni sveitarstjóra

Sveitarstjóri lagði til að haldinn yrði fundur sveitarstjórnar og forstöðumanna á næstunni til að ræða þá stöðu sem nú er framundan.  Sveitarstjórn fagnar hugmyndinni.  Rætt um ástand í íþróttamiðstöð, vaktaálag, bilanir ofl. og lagt til að formaður TÍM nefndar ræði við forstöðumann íþróttamiðstöðvar og fari yfir stöðuna.

 

Sveitarstjóri sagði frá samskiptum við Opna forlagið. 

Rætt um breytingar á fulltrúa sveitarfélagsins í Svæðisskipulagsnefnd og er lagt til að Eiríkur Valdimarsson taki sæti Jóns Gísla Jónssonar.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna. 

Rætt um skráningar vegna gáma- og geymslusvæðis.

 

 1. Nefndarfundir
  1. Ungmennaráð, 24.02.21

Formaður TÍM nefndar rakti efni fundarins.  Rætt um fjölda funda og að tengja erindisbréf við fjárhagsálætlun hvers árs.  Varðandi lið 6 í fundargerð, er gert ráð fyrir að fulltrúi ungmennaráðs taki málið upp á næsta fundi fræðslunefndar.

Varðandi lið 9, lýsir sveitarstjórn sig viljuga til að kanna möguleika á að breyta þessu.

Rætt um mikilvægi þess að ungmenni komi að mótun verkefna tengd vinnuskóla.

Varðandi lið 10 er gert ráð fyrir að fulltrúi ungmennaráðs fylgi málinu eftir á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. 

Rætt um fund með ungmennaráði og undirbúning sveitarstjórnar fyrir hann. 

 

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

Sveitarstjórn býður nýtt ungmennaráð velkomið til starfa og hlakkar til samstarfsins.  

 

  1. Velferðarnefnd, 01.03.21

Formaður rakti efni fundarins.  Rætt um fjárhæðir í grunnþjónustu Félagsþjónustunnar.

 

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.03.21

Formaður rakti efni fundarins.  Varðandi lið 2, víkur Ásta Þórisdóttir af fundi.  Formaður rakti málið.  Ásta tók sæti á fundinum að nýju. 

Varðandi lið 4 í fundargerð, vill oddviti benda á að það eru Hornsteinar sem óska eftir breytingu á húsnæðinu, vegna stækkunar á útleigurými, ekki Vínbúðin.  Að svo búnu vék Jón Gísli Jónsson af fundi.  Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.  Jón Gísli Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju. 

Rætt var um umsókn Strandagaldurs um staðsetningu skilta.  Umræða spannst um mikilvægi þess að undirstrika tengingu galdra við sveitarfélagið, í markaðssetningu almennt.  Varðandi lið 6 vék Eiríkur Valdimarsson af fundi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.  Eiríkur tekur sæti á fundinum að nýju. 

Varðandi lið 7, umsókn um lögheimilisflutning óskar sveitarstjórn eftir formlegri umsókn um breytta nýtingu á húsnæði og hvetur umsækjendur til að hafa samráð við byggingarfulltrúa.

 

Varðandi varnargarðinn eru skoðanir um frágang og lögun garðsins og sveitarstjóra falið að ræða málið við Vegagerðina.

 

Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina að öðru leyti.

 

  1. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 08.03.21

Formaður rakti efni fundarins.  Varðandi lið 2 var rætt um mikilvægi réttarsmíði í Staðardal og þær hugmyndir sem komu fram í erindinu.  Einnig rætt um ábendingar varðandi fjallskil og samvinnu við nágrannasveitarfélögin þar um.  Sveitarstjórn fagnar umræðu um flokkunarrétt og telur það fyrirkomulag sem vert sé að skoða til framtíðar.

Varðandi lið 3 og ábendingu nefndarinnar um að staðsetja ílát fyrir dýrahræ, samþykkir sveitarstjórn að kanna fyrirkomulag þess og kostnað.  Formanni og sveitarstjóra er falið að kanna málið. 

Varðandi lið 4 fór formaður nefndarinnar, Pétur Matthíasson yfir fyrirkomulag veiða og verðlagningu, en vék síðan af fundi.  Stuðst er við viðmið Umhverfisstofnunar.  Oddviti leggur til að greiðslur vegna refaveiða haldist óbreyttar en að stuðst sé við viðmið Umhverfisstofnunar varðandi minkaveiðar.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.  Pétur Matthíasson tekur sæti á fundinum að nýju.

Varðandi lið 5 í fundargerð, umfjöllun um markmið og framtíðarsýn Sterkra Stranda fagnar sveitarstjórn ítarlegri umfjöllun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að kalla til hlutaðeigandi aðila til þeirrar vinnu að svara þeim spurningum og tilmælum sem þarna koma fram og koma þeim í farveg eða áframhaldandi úrvinnslu.

Varðandi lið 5.b samþykkir sveitarstjórn tilmæli nefndarinnar um að kalla eftir skýrum svörum ráðuneytisins. Sveitarstjóra falið að senda erindi til ráðuneytisins.

 

Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.

 

 1. Styrkumsókn frá Strandagaldri

Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun sína um samning við Strandagaldur til þriggja ára, 2021-2023, líkt og umsókn Strandagaldurs kvað á um.

 

 1. Umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi

Sveitarstjórn samþykkir í ljósi breyttra aðstæðna, umsókn um skólavist í öðru sveitarfélagi, með fjórum atkvæðum.  Guðfinna Lára Hávarðardóttir situr hjá.

 

 1. Minnisblað frá skrifstofustjóra, vegna styttingar vinnuviku; afgreiðsla sveitarstjórnar

Sveitarstjórn fór yfir minnisblaðið og ræddi breytingarnar.  Sveitarstjórn samþykkir það fyrirkomulag sem þessi stytting vinnuviku hefur í för með sér.

 

 1. Drög að reglum um birtingu fundargagna

Sveitarstjórn fagnar þessum drögum og felur sveitarstjóra að klára reglurnar og leggja fyrir næsta fund.

 

 1. Sterkar Strandir, fundargerð staðarfundar frá 28.01.21 – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

 

 1. Vestfjarðastofa, stjórnarfundur nr. 33, frá 27.01.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samband íslenskra sveitarfélaga – fundargerð 895, frá 26.02.21 – til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samband íslenskra sveitarfélaga – staðfesting á þátttöku í starfrænu verkefni

Sveitarstjórn staðfestir þátttöku í verkefninu.

 

 1. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerðir 61 og 62 frá 08.02.21 og 22.02.21 – til kynningar

Lagðar fram til kynningar.

 

 1. Hafnarsamband Íslands – fundargerð 432 frá 19.02.21– til kynningar

Lögð fram til kynningar.

 

 1. Endurskoðun samstarfssamnings sveitarfélaganna Árneshrepps, Dalabyggðar, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um embætti skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa

Sveitarstjórn fór yfir samningsdrögin en frestar staðfestingu samningsins.  Rætt var um mikilvægi þess að greitt sé ávallt fyrir þá vinnu sem innt er af hendi.  Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna og leggja fyrir næsta fund.

 

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 19.30

 

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Pétur Matthíasson

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón