A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1302 í Strandabyggđ, 14.04.20

 

Sveitarstjórnarfundur 1302 í Strandabyggð

Fundur nr.  1302 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:03. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Ásta Þórisdóttir (í fjarfundi), Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson (í fjarfundi) og Pétur Matthíasson. Guðfinna Lára Hávarðardóttir boðaði forföll.  Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ákvörðun um notkun fjarfunda á sveitarstjórnar- og nefndarfundum
 2. Breytingar í sveitarstjórn og nefndum
 3. Aðgerðaráætlun Strandabyggðar vegna Covid-19
 4. Bréf frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar
 5. Niðurfelling leikskólagjalda og matarkostnaðar, staðfesting á fyrri ákvörðun
 6. Forstöðumannaskýrslur
 7. Nefndarfundir
  1. Velferðarnefnd, 02.04.2020
  2. Fræðslunefnd, 07.04.20
  3. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.04.20
  4. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 08.04.20
 8. Brothættar byggðir
 9. Samstarfssamningur við Strandagaldur – endurgerð drög
 10. Samningur við Hvatastöðina – endurgerð drög
 11. Samband íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 880 frá 27.03.20
 12. Samband Íslenskra sveitarfélaga; Aðgerðaráætlun sveitarfélaga, Covid-19
 13. Vestfjarðastofa, fundargerð nr. 24 frá 17.03.20
 14. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, ársreikningur 2019
 15. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 421 frá 20.03.20
 16. Siglingaráð, fundargerð nr. 22 frá 06.02.20
 17. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna; tengiliðafundur sveitarfélaga.

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16:03 og bauð fundarmenn velkomna.

 

 1. Ákvörðun um notkun fjarfunda á sveitarstjórnar- og nefndarfundum

Sveitarstjórn vísar í lagabreytingar varðandi fundarhöld sem gerðar hafa verið vegna Covid-19 og samþykkir að nýta tímabundið ákvæði í lögum til að halda sveitarstjórnar- og nefndarfundi með fjarfundabúnaði, enda sé öllum skilyrðum laganna fylgt í hvívetna.  Sveitarstjórn samþykkir notkun fjarfundabúnaðar á fundum.

 

 1. Breytingar í sveitarstjórn og nefndum

Oddviti tilkynnti að Eiríkur Valdimarsson tæki nú sæti í sveitarstjórn að nýju.  Jafnframt lagði oddviti til að Eiríkur yrði formaður Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar og tæki við af Jóni Jónssyni.  Aðrar breytingar verða ekki að svo stöddu.  Sveitarstjórn samþykkir þessar breytingar.

 

 1. Aðgerðaráætlun Strandabyggðar vegna Covid-19

Oddviti rakti lauslega stöðu og aðstæður sveitarfélagsins hvað varðaði breytingar í kjölfar Covid-19.  Lagði oddviti til að sveitarstjórn héldi vinnufund um málið. Sveitarstjóri rakti forsendur þess að gera þyrfti aðgerðaráætlun og tók undir þörfina um vinnufund.  Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að fá upplýsingar um stöðu mála.

 

Oddviti lagði til vinnufund aðal- og varamanna sveitarstjórnar 20. apríl n.k. kl 16.  Sveitarstjóra falið að boða til fundarins.

 

 1. Bréf frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar

Oddviti opnaði málið er varða tilfærslur á fjármagni innan áætlunar.  Oddviti leggur til að bréfið fái formlega umfjöllun á boðuðum vinnufundi sbr. lið 3.  Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu.

 

 1. Niðurfelling leikskólagjalda og matarkostnaðar, staðfesting á fyrri ákvörðun

Sveitartjórn staðfestir fyrri ákvörðun.

 

 1. Forstöðumannaskýrslur

Umræða spannst um einstaka liði en almennt voru fundarmenn sáttir við skýrslurnar, sem eðlilega eru litaðar af ástandinu.

 

 1. Nefndarfundir
  1. Velferðarnefnd, 02.04.2020

Formaður rakti efni fundarins og ítrekaði niðurstöðu nefndarinnar um að sveitarfélagið skipi sérstaka jafnréttisnefnd. Verður skipan í nefndina tekin fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.  Rætt var um Hjólasöfnun Barnaheilla og fram kom tillaga um að sveitarfélagið hvetji til söfnunar í sveitarfélaginu í því skyni að safna hjólum.  Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu.  Varðandi lið 3.b, samþykkir sveitarstjórn skipan jafnréttisnefndar og samþykkir fundargerðina að öðru leyti. 

 

  1. Fræðslunefnd, 07.04.20

Oddviti rakti efni fundarins.  Varðandi lið 4; þar er lagt til að leikskólinn sé lokaður milli jóla og nýárs 2020.  Fram kom sú skoðun að opið yrði samt fyrir þá sem nauðsynlega þyrftu þessa þjónustu. Sveitarstjórn samþykkir þessa tillögu með þessum formerkjum.  Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd, 08.04.20

Formaður rakti efni fundarins.  Unnið verður áfram að reglum varðandi auglýsingaskilti.  Rætt um gerð göngustíga frá kirkjunni.  Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

 

  1. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 08.04.20

Oddviti fór yfir fundargerðina.  Varðandi lið 1 var ákveðið að skoða á vinnufundi starfslýsingu tómstundafulltrúa. Rætt var um óvissu með framkvæmd Hamingjudaga.  Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.

 

 1. Brothættar byggðir

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samstarfssamningur við Strandagaldur – endurgerð drög

Rætt var um að endurskoða samninginn á haustmánuðum, m.t.t. upplýsingamiðlunar almennt.  Oddviti lagði til að samningsdrögin verði samþykkt.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum.

 

 1. Samningur við Hvatastöðina – endurgerð drög

Eiríkur Valdimarsson víkur af fundi.  Oddviti lagði til að samningsdrögin verði samþykkt.  Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum. Eiríkur Valdimarsson tekur sæti á fundinum að nýju.

 

 1. Samband íslenskra sveitarfélaga; fundargerð 880 frá 27.03.20

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Samband Íslenskra sveitarfélaga; Aðgerðaráætlun sveitarfélaga, Covid-19

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Vestfjarðastofa, fundargerð nr. 24 frá 17.03.20

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, ársreikningur 2019

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 421 frá 20.03.20

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Siglingaráð, fundargerð nr. 22 frá 06.02.20

Lagt fram til kynningar.

 

 1. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna; tengiliðafundur sveitarfélaga.

Fram kom ábending um gagnlega framsetningu í gögnum Mosfellsbæjar varðandi innleiðingu Heimsmarkmiðanna í starfsemi sveitarfélagsins og er sveitarstjórn sammála að hafa slík gögn til viðmiðunar í sinni vinnu.

 

Fundargerð lesin yfir og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17.45.

 

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Jón Gísli Jónsson

Pétur Matthíasson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón