A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1298 í Strandabyggđ, 17.01.20

Sveitarstjórnarfundur 1298 í Strandabyggð

Fundur nr.  1298 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn föstudaginn 17. janúar 2020 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:03. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Jón Gísli Jónsson, Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Jón Jónsson sem varamaður fyrir Ástu Þórisdóttur og Pétur Matthíasson. Þorgeir Pálsson ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Breytingar í sveitarstjórn; skipan í nefndir
 2. Forstöðumannaskýrslur
 3. Fundargerðir nefnda
  1. Ungmennaráð, 19.12.19
  2. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 16.1.20
  3. Umhverfis- og skipuagsnefnd, 15.1.20
 4. Starfsáætlun Strandabyggðar, 2020
 5. Rekstraráætlun Sorpsamlagsins
 6. Hafnarsjóður, ný gjaldskrá
 7. Úthlutun byggðakvóta 2020-2021
 8. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundur 877
 9. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 418
 10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundargerðir 125 og 126
 11. Vegagerðin; stefna 2020-2025 – til kynningar

 

 

Þá var gengið til dagskrár.  Oddviti setti fundinn kl. 16.03 og bauð fundarmenn velkomna.

 

Því næst boðaði oddviti afbrigði: Þátttaka sveitarfélagsins í Brothættum byggðum.  Sveitarstjórn samþykkti afbrigðið og verður þetta liður nr. 12 á fundardagskrá.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

 1. Breytingar í sveitarstjórn; skipan í nefndir

Sveitarstjórn bauð Pétur Matthíasson velkominn til starfa að nýju og oddviti lagði til að hann tæki í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd og yrði þar formaður.  Sveitarstjórn samþykkir þá tillögu.

 1. Forstöðumannaskýrslur

Gerð var athugasemd við skýrslur áhaldahúss og byggingarfulltrúa.  Rætt var um upplýsingagildi og miðlun. Sveitarstjóra er falið að leiðbeina forstöðumönnum um gerð forstöðumannaskýrslna.  Sveitarstjóri einnig hvattur til að miðla formlegar þeim verkefnum sem eru á hans borði á hverjum tíma.

 1. Fundargerðir nefnda
  1. Ungmennaráð, 19.12.19.  Tómstunda- og íþróttafulltrúi nefndi frestun ungmennaþings vegna veðurs.  Ný dagsetning ekki ákveðin.  Eins þarf að finna dagsetningu fyrir fund sveitarstjórnar með ungmennaráði.  Vilji stendur til að halda þann fund í byrjun febrúar og er sveitarstjóra falið að boða til fundarins.  Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
  1. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 16.1.20. Formaður rakti fundinn.  Rætt um verkefni Tómstunda- og íþróttafulltrúa og nefndin leggur áherslu á að starfshlutfall sé 100%.  Einnig var rætt um að endurtaka Félagadaginn í vor með öflugri dagskrá og kynningu.  Rætt var um stefnu og hlutverk nefndarinnar.  Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
  1. Umhverfis- og skipuagsnefnd, 15.1.20.  Formaður nefndi umræðu um bílastæði á Skeiði og kolefnisjöfnun sveitarfélaga.  Varðandi lið 3 um  bílastæði á Skeiði voru rædd ýmis atriði varðandi umsjón og ábyrgð með bílastæðinu.  Sveitarstjóra er falið að vinna áfram að reglum fyrir bílastæðið.

Varðandi kolefnisjöfnunina er lagt til samstarf við Náttúrustofu Vestfjarða um styrkumsókn.

 

Spurning kom upp um nýtingu á skólabíl til almenningssamgangna og átak í meðferð lífræns úrgangs. Sveitarstjóra falið að sækja um styrk í Loftslagssjóð. 

 

Sveitarstjórn samþykkir að öðru leyti fundargerðina.

 1. Starfsáætlun Strandabyggðar, 2020

Sveitarstjórn samþykkir starfsáætlunina.

 1. Rekstraráætlun Sorpsamlagsins

Umræða spannst um urðun sorps og heimildir til urðunar.  Eins var rætt um hugsanlegt samstarf við Reykhólahrepp um sorphirðumál. 

Sveitarstjórn samþykkir rekstraráætlunina.

 1. Hafnarsjóður, ný gjaldskrá

Sveitarstjórn samþykkir nýja gjaldskrá og felur sveitarstjóra fullnaðarfrágang hennar í samræmi við athugasemdir á fundinum.

 1. Úthlutun byggðakvóta 2020-2021

Pétur Matthíasson víkur af fundi.  Strandabyggð var úthlutað 140 tonnum og hefur sveitarstjórn þegar samþykkt á fundi 12. nóvember s.l. og skilað inn til ráðuneytisins óskum um sérreglur, m.a. vegna ákvæðis um vinnsluskyldu.  Pétur Matthíasson tekur sæti á fundinum að nýju.

 1. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundur 877

Lögð fram til kynningar.

 1. Hafnarsamband Íslands, fundargerð 418

Lögð fram til kynningar.

 1. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, fundargerðir 125 og 126

Lögð fram til kynningar.

 1. Vegagerðin; stefna 2020-2025 – til kynningar

Lögð fram til kynningar.

 1. Þátttaka sveitarfélagsins í Brothættum byggðum

Strandabyggð stendur til boða að taka þátt í verkefni Byggðastofnunar; Brothættar byggðir og samþykkir sveitarstjórn að taka þátt í verkefninu.  Einnig er samþykkt að gefa íbúum Strandabyggðar tækifæri til að gefa kost á sér í verkefnastjórn verkefnisins. Sveitarstjóra er falið að kynna verkefnið fyrir íbúum og taka á móti tilnefningum. Frestur til að skila inn tillögum er ákveðinn 31. janúar n.k.  Sveitarstjórn samþykkir þessa tilhögun.

 

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:13.

 

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

Pétur Matthíasson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón