A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1282 - 13. nóvember 2018

Sveitarstjórnarfundur 1282 í Strandabyggð

Fundur nr.  1282 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. nóvember 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:05. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn:  Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson.  Skrifstofustjóri, Salbjörg Engilbertsdóttir, sat einnig fundinn að hluta.  Fundarritari Þorgeir Pálsson.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrri umræða
  2. Erindisbréf umhverfis-, náttúruverndar og skipulagsnefndar
  3. Flugstöð – minnisblað
  4. Samstarf Strandabyggðar, Dalabyggðar og Reykhóla um slökkviliðsmál – minnisblað frá 9.11.18
  5. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fundargerð frá 13.9.18
  6. 6.      Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fundargerð frá 5.11.18
  7. Fundargerð US nefndar frá 5.11.18
  8. Fundargerð Ungmennaráðsfundar frá 16.10.18
  9. Ályktanir haustþings FV.

 

Oddviti setti fundinn kl 16:05 og óskaði eftir að tekin yrðu fyrir tvö afbrigði:

Afbrigði 1. Liður nr. 6, fundargerð Byggðasamlags Vestfjarða frá 5.11 er dregin tilbaka

Afbrigði 2. Lántaka vegna veitustofnunar, liður nr. 10.

 

Þá var gengið til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrri umræða

Skrifstofustjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlanagerðar og útskýrði viðeigandi gögn og áætlanalíkan fyrir árin 2019-2022. Unnið verður áfram í áætlanagerðinni milli funda, og leitað eftir aðkomu forstöðumanna, gerist þess þörf.  Samþykkt var að vísa fjárhagsáætlun 2019-2022 til seinni umræðu.  Salbjörg Engilbertsdóttir víkur af fundi.

 
2. Erindisbréf umhverfis-, náttúruverndar og skipulagsnefndar

Fram kom að ef breyta á nafni á nefnd, þarf að breyta samþykktum sveitarfélagsins.  Varð umræða um nafn nefndarinnar og var vísað í þá þróun víða að taka orðið „náttúruvernd“ inn í nefndarheitið. Formaður nefndarinnar rakti umræðuna og rökin fyrir nafnabreytingartillögunni.  Fram kom það sjónarmið að orðið „náttúruvernd“ gæti unnið á móti hlutverki nefndarinnar. Fram kom að ólíkir lagabálkar lúta að umhverfismálum og náttúruvernd og var sérstaklega bent á náttúruverndarlögin, sem styðja við skipulagsmál.  Rætt var um orðalagsbreytingar í erindisbréfinu.

Samþykkt var að vísa í náttúrvernd og náttúruverndarlögin í erindisbréfinu, en halda nafni nefndarinnar óbreyttu. Samþykkt með fjórum atkvæðum; Eiríkur Valdimarsson, greiddi atkvæði á móti.  Frágangi erindisbréfs vísað til formanns nefndarinnar.


3. Flugstöð – minnisblað

Salbjörg Engilbertsdóttir kom aftur inn á fundinn og gerði grein fyrir starfsemi í flugstöðinni.  Rætt um hver skuli vera umsjónarmaður flugstöðvarinnar og hvar í stjórnskipulagi Strandabyggðar húsið skuli vera.  Fram kom sú skoðun að umsjón með húsinu væri best fyrir komið hjá umsjónaraðila félagsheimilis.  Bent var á að gera þurfi gjaldskrá fyrir húsið.  Samþykkt var einróma að vísa málinu til TÍM nefndar, sem skyldi skilgreina notkun hússins og móta tillögur. Salbjörg Engilbertsdóttir vék síðan af fundi.


4. Samstarf Strandabyggðar, Dalabyggðar og Reykhóla um slökkviliðsmál – minnisblað frá 9.11.18

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með sveitarstjórum Dalabyggðar og Reykhólahrepps. Gerð var athugasemd við minnisblað sveitarstjóra og lögð áhersla á að ef auglýst yrði eftir sameiginlegum slökkviliðsstjóra, væri búsetusvæði opið.  Samþykkt að sveitarstjóri haldi áfram viðræðum við Dalabyggð og Reykhólahrepp.


5. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fundargerð frá 13.9.18

Lagt fram til kynningar.

 
6.      Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, fundargerð frá 5.11.18


7.Fundargerð US nefndar frá 5.11.18

Formaður nefndarinnar rakti fundinn og erindi þess fundar.  Sagði frá umhverfisátaki sem stendur til að ýta af stað á næstunni. Sveitarstjórn lagði til að sveitarstjóri, Áhaldahús og Sorpsamlag ásamt sveitarstjórn myndu funda 19 nóvember n.k. kl. 16 og ákveða farveg fyrir verkefnið.  Sveitarstjóri boðar til fundarins.

Þorgeir Pálsson víkur af fundi við umræðu við lið 3 og Ingibjörg Benediktsdóttir tekur við að rita fundargerð.

Þorgeir kemur aftur til fundar.

Formaður sagði m.a. frá umræðu í nefndinni um styrkjahóp, þar sem fleiri aðilar ynnu að styrkumsóknum en verið hefur, og mætti þannig efla reynslu í umsóknargerð í Strandabyggð.

Sveitarstjórn samþykkti fundargerðina.


8.Fundargerð Ungmennaráðsfundar frá 16.10.18

Sveitarstjórn vill boða ungmennaráð til fundar í desember.  Oddviti boðar til fundarins.

Gerð var athugasemd við skipan áheyrnarfulltrúa á TÍM-nefndarfundum á þá vegu að núverandi áheyrnarfulltrúi er þegar skipaður í nefndina og er því ekki í hlutverki áheyrnarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leyti.


9.Ályktanir haustþings FV.

Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjórn áréttar mikilvægi þess að koma innstrandarvegi nr 68 (Heydalsá-Þorpar) aftur inn á vegaáætlun.  Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart stjórnvöldum.


10. Lántaka vegna veitustofnunar. 

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 19.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til að fjármagna kaup á slökkvibíl, fjárréttir, endurbætur við grunnskóla og íþróttahúsi, hönnun á götum og opnum svæðum og lagningu ljósleiðara sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er sveitarstjóra, Þorgeiri Pálssyni, kt. 100463-5989, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 18.17.

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón