A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1271 - 13. mars 2018

Fundur nr.  1271 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. mars 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir (J), Haraldur V. A. Jónsson (F) og Ingibjörg Benediktsdóttir (E). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Jón Gísli boðar afbrigði við fundardagskrá og óskar eftir því að fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 12/3/2018 verði tekin inn undir lið 10 og liður 11 fjalli um ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Afgreiðsla styrkumsókna
  2. Bréf frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett 21/2/2018
  3. Tillaga að sameiginlegri brunavarnaráætlun Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar, dagsett 8/3/2018
  4. Erindi frá oddvita Kaldrananeshrepps, ósk um afstöðu sveitarstjórnar til útgefins reiknings nr. 0001665, dagsett 26/2/2018
  5. Skýrsla sveitarstjóra og forstöðumanna - febrúar
  6. Fundargerð stjórnar BsVest frá 7/2/2018
  7. Fundargerð stjórnar NAVE frá 29/1/2018
  8. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 26/2/2018
  9. Fundargerð Velferðarnefndar frá 7/2/2018
  10. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 12/3/2018
  11. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

 

Þá var gengið til dagskrár.

  1. Afgreiðsla styrkumsókna

    Jón Gísli Jónsson og Ingibjörg Benediktsdóttir víkja af fundi.

    Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu styrkja á eftirfarandi hátt:
    1) Brynhildur Sverrisdóttir – ljósmyndasýning á Hamingjudögum: 25.000
    2) Náttúrubarnaskólinn – styrk fyrir náttúrubarnahátíð á Ströndum: 80.000
    3) Jón Jónsson – menningararfur í myndum: 80.000
    4) Kómedíuleikhúsið – vegna útgáfu og útgáfuhófs:  80.000

    Jón Gísli og Ingibjörg koma aftur til fundar.

  2. Bréf frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett 21/2/2018

    Erindi lagt fram til kynningar.

  3. Tillaga að sameiginlegri brunavarnaráætlun Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar, dagsett 8/3/2018

    Sveitarstjórn Strandabyggðar  samþykkir að láta vinna sameiginlega brunavarnaáætlun fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð með fyrirvara um samþykki hinna sveitarfélaganna.  Sveitarstjórn samþykkir að fela Kristjáni Inga Arnarssyni tæknifræðingi að gera drög að  áætluninni með aðstoð slökkviliðsstjóra Dalabyggðar og í samvinnu við slökkviliðsstjóra Reykhólahrepps og Strandabyggðar og Mannvirkjastofnun.  Gert verði ráð fyrir að fyrstu drög áætlunarinnar verði lögð fyrir fundi sveitarstjórna í maí 2018.

    Gert verði ráð fyrir sameiginlegri yfirstjórn og eldvarnaeftirliti en slökkviliðin verði að öðru leyti rekin af hverju sveitarfélagi fyrir sig.  Gert verði ráð fyrir fullburða útkallseiningum í Búðardal, Reykhólum og Hólmavík en náið samstarf haft um stærri útköll, bakvaktir og æfingar eftir því sem kostur er.  Slökkviliðunum verði falið að hafa umsjón með mengunarvörnum í höfnum  sbr. reglugerð nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.

    Samþykkt samhljóða.

  4. Erindi frá oddvita Kaldrananeshrepps, ósk um afstöðu sveitarstjórnar til útgefins reiknings nr. 0001665, dagsett 26/2/2018

    Sveitarstjórn samþykkir að taka umræddan reikning til endurskoðunar. Jafnframt verði skoðað að gera samning um samstarf slökkviliða sveitarfélaganna.

  5. Skýrsla sveitarstjóra og forstöðumanna – febrúar

    Lögð fram til kynningar.

  6. Fundargerð stjórnar BsVest frá 7/2/2018

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  7. Fundargerð stjórnar NAVE frá 29/1/2018

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  8. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 26/2/2018

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  9. Fundargerð Velferðarnefndar frá 7/2/2018

    Fundargerð lögð fram til samþykktar.

    Sveitarstjórn samþykkir sérstaklega lið 1, hækkun á fjárhagsaðstoð.

    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  10. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 12/3/2018

    Fundargerð lögð fram til samþykktar.
    Varðandi lið 6 sem fjallar um stuðning í frítíma í samfelldum degi. Sveitarstjórn samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til að mæta þörf fyrir stöðugildi stuðningsfulltrúa í frístundastarfi í samfelldum degi, gert er ráð fyrir 2.000.000 í þennan lið og færist af sjóðum sveitarfélagsins.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  11. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 40.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2033, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Er lánið tekið til að  fjármagna uppgjör á lífeyrisskuldbindingum við lifeyrissjóðinn Brú, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er sveitarstjóra, Andreu Kristínu Jónsdóttur, kt 070766-3299, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18.42

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón