A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1267 - 12. júní 2018

Sveitarstjórnarfundur 1276 í Strandabyggð

Fundur nr.  1276 og jafnfram fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. júní 2018 á  Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir. Ingibjörg Benediktsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Kosning oddvita
  2. Kosning varaoddvita
  3. Erindi frá Jafnréttisstofu, Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, dagsett29/5/2018
  4. Kosning í nefndir og ráð
  5. Ráðning sveitarstjóra
  6. Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
  7. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí
  8. Fundargerð Velferðarnefndar frá 6/6/2018

 

Þá var gengið til dagskrár.

  1. Kosning oddvita

    Jón Gísli leggur til að farið verði eftir atkvæðafjölda í kosningum til sveitarstjórnar í Strandabyggð sem fram fóru þann 26. maí síðastliðin og hann verði kosinn oddviti. Tvö atkvæði eru greidd með og þrjú á móti. Jón Gísli og Aðalbjörg greiða atkvæði með og Eiríkur, Guðfinna og Ingibjörg greiða atkvæði á móti.

Ingibjörg Benediktsdóttir býður sig fram til embættis oddvita. Þrjú atkvæði eru greidd með það eru Ingibjörg, Eiríkur og Guðfinna. Á móti með tveim atkvæðum greiða Jón Gísli og Aðalbjörg.

Ingibjörg Benediktsdóttir er kosin oddviti Strandabyggðar til næstu fjögurra ára og tekur við stjórn fundarins.

Aðalbjörg óskar eftir eftirfarandi bókun: Mín skoðun er sú að við kjör á oddvita  eigi að fara eftir atkvæðafjölda í sveitarstjórnarkosningum 26. maí síðastliðin.

  1. Kosning varaoddvita

    Lagt er til að Eiríkur Valdimarsson verði varaoddviti í Strandabyggð. Þrjú atkvæði eru greidd með tillögunni. Á móti greiða Jón Gísli og Aðalbjörg.

Jón Gísli óskar eftir eftirfarandi bókun: Mín skoðun er sú að við kjör á varaoddvita  eigi að fara eftir atkvæðafjölda í sveitarstjórnarkosningum 26. maí síðastliðin.

Ingibjörg leggur til að að nýkjörin sveitarstjórn vinni saman að málefnum sveitarfélagsins sem ein heild. Heldur leggi sveitarstjórn áherslu á gott og farsælt samstarf. Sveitarstjórn tekur undir það.

 

  1. Erindi frá Jafnréttisstofu, Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, dagsett29/5/2018


Lagt fram til kynningar.

  1. Kosning í nefndir og ráð

Guðfinna Lára Hávarðardóttir hefur óskað eftir formennsku í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd.

Eiríkur Valdimarsson hefur óskað eftir formennsku í Umhverfis-, og skipulagsnefnd.

Aðalbjörg Sigurvaldadóttir hefur óskað eftir formennsku í Tómstunda-, íþrótta-, og menningarnefnd.

Jón Gísli Jónsson hefur óskað eftir formennsku í Velferðarnefnd.

Ingibjörg Benediktsdóttir hefur óskað eftir formennsku í Fræðslunefnd.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða.

 

Í Atvinnu-, dreifbýlis-, og hafnarnefnd eru eftirtaldir skipaðir:

Aðalmenn: Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Pétur Matthíasson, Viktoría Rán Ólafsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir.

Varamenn: 1. Valgeir Örn Kristjánsson, 2. Hlíf Hrólfsdóttir 3. Marta Sigvaldadóttir, 4. Sigurður Vilhjálmsson,  5. Jóhanna B. Ragnarsdóttir.

 

Í Umhverfis- og skipulagsnefnd eru eftirtaldir skipaðir:

Aðalmenn: Eiríkur Valdimarsson, Jón Jónsson, Hafdis Sturlaugsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Ásta Þórisdóttir.

Varamenn: 1. Ingimundur Jóhannsson, 2. Atli Már Atlason, 3. Jóhann Björn Arngrímsson, 4. Ágúst Helgi Sigurðsson, 5. Júlíana Ágústsdóttir

 

Í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd eru eftirtaldir skipaðir:

Aðalmenn: Aðalbjörg Sigurvaldadóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Angantýr Ernir Guðmundsson, Júlíus Freyr Jónsson og Matthías Lýðsson.

Varamenn: 1. Esther Ösp Valdimarsdóttir, 2. Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir, 3. Lýður Jónsson, 4. Rósmundur Númason og 5. Hjördís Hjörleifsdóttir.

 

 

Í Velferðarnefnd eru eftirtaldir skipaðir:

Aðalmenn: Jón Gísli Jónsson og Íris Björg Guðbjartsdóttir

Vara: 1. Björk Ingvarsdóttir og 2. Þröstur Áskellsson

 

Í Fræðslunefnd eru eftirtaldir skipaðir:

Aðalmenn: Ingibjörg Benediktsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir,  Egill Victorsson, Vignir Rúnar Vignirsson

Varamenn: 1.  Birna Karen Bjarkadóttir, 2. Sigurður Marínó Þorvaldsson, 3. Sólrún Jónsdóttir,  4. Ágúst Þormar Jónsson, 5. Röfn Friðriksdóttir

 

Sveitarstjórn samþykkir nefndarskipan samhljóða.

  1. Ráðning sveitarstjóra

    Lagt er til að Hagvangur verði fengin til að sjá um ráðningarferli sveitarstjóra Strandabyggðar.  

Samþykkt samhljóða. Oddvita er falið að hafa samband við Hagvang hið fyrsta.

  1. Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Er lánið tekið til að fjármagna kaup á slökkvibíl, fjárréttir, endurbætur við grunnskóla og íþróttahúsi, hönnun á götum og opnum svæðum og lagningu ljósleiðara sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er oddvita Ingibjörgu Benediktsdóttir kt:201076-3749, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
  2. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí

    Lagt fram til kynningar.
  3. Fundargerð Velferðarnefndar frá 6/6/2018

    Lagt fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:15

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón