A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1264 - 17. ágúst 2017

Fundur nr.  1264, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn fimmtudaginn 17. ágúst 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 18:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ákvörðun sveitastjórnar varðandi Kópnesbæinn
 2. Ákvörðun sveitarstjórnar varðandi kaup á nýrri slökkvibifreið
 3. Skýrslur forstöðumanna fyrir júní og júlí
 4. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 15/08/2017
 5. Fundargerð Fræðslunefndar frá 15/08/2017
 6. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 15/08/2017

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

Andrea og Ásta yfirgefa fundinn og Ingibjörg E. tekur við ritun fundargerðar.

 1. Ákvörðun sveitastjórnar varðandi Kópnesbæinn

  Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Þóru Þórisdóttur og Sigurð Magnússon um uppgerð Kópnesbæjarins.
  Andrea og Ásta koma inn á fundinn og Andrea tekur við ritun fundargerðar.
   
 2. Ákvörðun sveitarstjórnar varðandi kaup á nýrri slökkvibifreið

  Sveitarstjórn samþykkir að fela slökkvistjóra að fá tilboð í nýja slökkvibifreið sem lagt verður fyrir næsta sveitarstjórnarfund til samþykktar.

 3. Skýrsla forstöðumanna fyrir júní og júlí

  Skýrsla forstöðumanna lögð fram til kynningar.

 4. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 15/08/2017

  Sveitarstjórn tekur eindregið undir ályktun Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefndar og áréttar hana hér:
  Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd lýsir þungum áhyggjum vegna erfiðleika hjá sauðfjárbændum. Sauðfjárbúskapur er næst stærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu. Ef fram fer sem horfir mun afkoma fjölda íbúa í Strandabyggð versna um 40-50% á tveimur árum. Ekkert samfélag þolir það án þess að skaðast efnahags- og félagslega. Þau sveitarfélög þar sem sauðfjárbúskapur er aðal atvinnugreinin munu verða verst úti.

  Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd Strandabyggðar tekur heils hugar undir yfirlýsingu landssamtaka sauðfjárbænda frá 11. ágúst og treystir því að stjórnvöld muni grípa til allra mögulegra aðgerða til hjálpar sauðfjárbændum, afurðastöðvum og sveitarfélögum til að komast yfir þá tímabundnu erfiðleika sem nú blasa við. Að gera ekkert í þeirri stöðu sem nú er uppi væri ótrúlegt skeytingarleysi og fyrirlitning gagnvart byggðum landsins.

  Fundargerð samþykkt samhljóða.

 5. Fundargerð Fræðslunefndar frá 15/08/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir sérstaklega lið númer fjögur um að skólabörn í sveitarfélaginu fái ókeypis ritföng.

  Fundargerð samþykkt samhljóða.

 6. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 15/08/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið 20:20

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón