A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1263 - 8. ágúst 2017

Fundur nr.  1263 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 08. ágúst 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
  2. Bréf frá Menntamálaráðuneyti; Ítrekun, ósk um mat og staðfestingu sveitarstjórnar á umbótum í kjölfar úttektar sé lokið, dagsett 14/6/2017
  3. Erindi frá Vegagerðinni; Umsagnarbeiðni vegna niðurlagningar vita, dagsett5/7/2017
  4. Erindi frá Súðavíkurhreppi; Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags, dagsett12/7/2017
  5. Fundargerð Ársfundar aðildarsveitarfélaga NAVE frá 31/5/2017
  6. Fundargerð Ungmennaráðs frá 23/5/2017
  7. Fundargerð Ungmennaráðs frá 27/6/2017
  8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 1/8/2017
  9. Fundargerð Velferðarnefndar frá 20/6/2017

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

    Er lánið tekið til að  fjármagna viðbyggingu við leikskóla, endurbætur við grunnskóla, framkv. við hitaveitu og lagningu ljósleiðara sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

    Jafnframt er sveitarstjóra, Andreu Kristínu Jónsdóttur, kt 070766-3299, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

  2. Bréf frá Menntamálaráðuneyti; Ítrekun, ósk um mat og staðfestingu sveitarstjórnar á að umbótum í kjölfar úttektar sé lokið, dagsett 14/6/2017
    Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfestir að vinnu samkvæmt umbótaáætlun við Grunnskólann á Hólmavík sé lokið. Metur sveitarstjórn það sem svo að vel hafi tekist til við framkvæmd áætlunarinnar.

  3. Erindi frá Vegagerðinni; Umsagnarbeiðni vegna niðurlagningar vita, dagsett 5/7/2017
    Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemdir.

  4. Erindi frá Súðavíkurhreppi; Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags, dagsett 12/7/2017
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir umsókn um skólavist.

  5. Fundargerð Ársfundar aðildarsveitarfélaga NAVE frá 31/5/2017
    Fundargerð lögð fram til kynningar.

  6. Fundargerð Ungmennaráðs frá 23/5/2017
    Fundargerð Ungmennaráðs lögð fram til samþykktar.
    Varðandi lið 3. þá vísar sveitarstjórn því til Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar að skoða frekar að Strandabyggð gerist Heilsueflandi samfélag.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  7. Fundargerð Ungmennaráðs frá 27/6/2017
    Fundargerð Ungmennaráðs lögð fram til samþykktar.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykktir einnig nýtt erindisbréf Ungmennaráðs.

  8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 1/8/2017
    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til samþykktar.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  9. Fundargerð Velferðarnefndar frá 20/6/2017
    Fundargerð Velferðarnefndar lögð fram til samþykktar.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið 17:11

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson           Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir                Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón