A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1262 - 13. júní 2017

Fundur nr.  1262 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. júní 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Guðrún Elínborg Þorvarldsdóttir (J) , Jóhann Lárus Jónsson(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Erindi frá sveitarstjóra um sumarlokun skrifstofu 2017, dagsett 7/6/2017
 2. Erindi frá oddvita, Jóni Gísla Jónssyni varðandi gamla Kópnesbæinn, dagsett 8/6/2017
 3. Erindi frá sveitarstjóra um könnunar- og undirbúningsvinnu vegna hitaveitumála í Strandabyggð, dagsett 9/6/2017
 4. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí 2017
 5. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23/5/2017
 6. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 31/5/2017
 7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 6/6/2017
 8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 8/6/2017
 9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 8/6/2017

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1. Erindi frá sveitarstjóra um sumarlokun skrifstofu 2017, dagsett 7/6/2017

  Sveitarstjórn samþykkir tillögu um sumarlokun á skrifstofu Strandabyggðar og verður skrifstofan því lokuð frá og með 24/7/2017 – 4/8/2017.

 2. Erindi frá oddvita, Jóni Gísla Jónssyni varðandi gamla Kópnesbæinn, dagsett 8/6/2017

  Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um  að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um endurgerð og uppbyggingu bæjarins og finnist ekki slíkir aðilar nú í sumar verði farið í niðurrif/fjarlægingu. Ástand bæjarins er nú þannig að hætta stafar af honum vegna lélegs ástands, t.d. vegna foks í vondum veðrum. Ítrekað hefur þurft að hefta hluti sem hafa verið að fjúka.

 3. Erindi frá sveitarstjóra um könnunar- og undirbúningsvinnu vegna hitaveitumála í Strandabyggð, dagsett 9/6/2017

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að hefja könnunar- og undirbúningsvinnu vegna hitaveitumála í Strandabyggð. Leitað verði til Maríu Maack verkefnastjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og að hún verði fengin í verkefnastýringu í könnunar og undirbúningsferli verkefnisins í samstarfi við sveitarstjóra og sveitarstjórn.

 4. Skýrsla forstöðumanna og sveitarstjóra fyrir maí 2017

  Skýrsla lögð fram til kynningar

 5. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23/5/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar

 6. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 31/5/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar.

  Varðandi lið 3 þá samþykkir Sveitarstjórn Strandabyggðar að tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík, dagsett 6. apríl 2017, fari í lögbundið augslýsinga- og kynningarferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

  Fundargerð að öðru leiti samþykkt samhljóða

 7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 6/6/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 8/6/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 8/6/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða.

 

Sveitarstjórn samþykkir að fella niður reglulegan sveitarstjórnarfund í júlí 2017 skv. 8. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar. Næsti reglulegi fundur sveitarsjtórnar Strandabyggðar verður því þriðjudaginn 8. ágúst 2017.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:05

 

 

Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir

Haraldur V.A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jóhann Lárus Jónsson

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón