A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1261 - 23. maí 2017

Fundur nr.  1261 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2016 lagður fram til síðari umræðu
 2. Erindi frá slökkviliðsstjórum í Strandabyggð; Tillaga að skipun nýrra starfsmanna í liðið, dagsett 17/5/2017
 3. Drög að gjaldskrá vegna tenginga ljósleiðara í Strandabyggð, dagsett 18/5/2017
 4. Fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 3/5/2017 og 15/5/2017

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2016 lagður fram til síðari umræðu

  Rekstraraniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 5,8 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 10.6 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2016 nam 338,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé í A hluta nam 415,0 millj. kr.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða ársreikning Strandabyggðar 2016.

 2. Erindi frá slökkviliðsstjórum í Strandabyggð; Tillaga að skipun nýrra starfsmanna í liðið, dagsett 17/5/2017

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framkomna tillögu um skipan nýrra starfsmanna í slökkvilið Strandabyggðar.

 3. Drög að gjaldskrá vegna tenginga ljósleiðara í Strandabyggð, dagsett 18/5/2017

  Vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins á næstu mánuðum, samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að tengigjald  hvers styrkhæfs staðar verði 310,000- kr  með vsk fyrir hverja  tengingu.

  Vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins á næstu mánuðum, samþykkir sveitarstjórn Strandabyggðar að bjóða eigendum sumarhúsa og annarra fasteigna á sem ekki falla undir skilgreiningar fjarskiptasjóðs um styrkhæfa staði sunnan Hólmavíkur, að tengjast ljósleiðarakerfinu. Tengigjald verði 360,000 kr. á hverja tengingu. Fari raunkostnaður við lagningu og tengingu ljósleiðara  yfir fyrrgreinda upphæð  greiðir fasteignaeigandi mismuninn (verður reiknað sérstaklega fyrir hverja tengingu).

  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir stjórnarfunda Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 3/5/2017 og 15/5/2017

  Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:12

 

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V.A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón