A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1258 - 15. mars 2017

Fundur nr.  1258 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 15. mars 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Ingibjörg Emilsdóttir(J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 1. Ákvörðun vegna síðari áfanga leikskólabyggingar, niðurstaða vinnufundar lögð fram til staðfestingar
 2. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins
 3. Erindi frá Ástu Þórisdóttur, ósk um ársleyfi frá störfum sem grunnskólakennari, dagsett 24/2/2017
 4. Erindi frá Kristjönu Eysteinsdóttur og Borgari Þórarinssyni, ósk um ársleyfi frá störfum hjá sveitarfélaginu, dagsett 13/3/2017
 5. Afgreiðslur styrkumsókna
  1. Tómstundafulltrúi – Forvarnarteymi vegna vímuefna
  2. Ásta Þórisdóttir – Hreinsunarátak í fjörum Strandabyggðar
  3. Dagrún Ósk Jónsdóttir – Náttúrubarnaskólinn
  4. Guðrún Elínborg – 4. Fl. karla í Geislanum, Finnlandsferð í samstarfi við Vestra
  5. Ásdís Jónsdóttir – Strandakúnst handverksmarkaður
  6. Jón Jónsson – Ferðamannastaðurinn Hólmavík, hugmyndavinna og tillögusmíð
 6. Fundargerð 102. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 3/2/2017
 7. Fundargerð fundar um vímuefnaforvarnir frá 27/2/2017
 8. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 2/3/2017
 9. Fundargerðir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 9/3/2017
 10. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/3/2017

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1.  Ákvörðun vegna síðari áfanga leikskólabyggingar, niðurstaða vinnufundar lögð fram til staðfestingar

  Jón Gísli Jónsson og Haraldur V. A. Jónsson víkja af fundi en Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir og Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir taka sæti þeirra undir þessum lið.

  Tilboð í 2. áfanga í viðbyggingu leikskólans voru opnuð 1. mars.  Tvö tilboð bárust í verkið, eftir yfirferð eru tilboðin svohljóðandi:
  - Trésmiðjan Höfði ehf. 45.291.088 kr.
  - Skrauthús ehf. 45.917.994 kr.
  Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 29.036.667 kr. 
  Sveitarstjórn hafnar báðum tilboðum og óskar eftir viðræðum við lægstbjóðanda.

  Sigríður Guðbjörg og Guðrún Elínborg  víkja af fundi, Jón Gísli og Haraldur V. A. taka sæti sín á ný.

 2. Ákvörðun sveitarstjórnar um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 35.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

  Er lánið tekið til að  fjármagna viðbyggingu við leikskóla, endurbætur við grunnskóla, framkv. við hitaveitu og lagningu ljósleiðara sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

  Jafnframt er sveitarstjóra, Andreu Kristínu Jónsdóttur, kt 070766-3299, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Strandabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

 3. Erindi frá Ástu Þórisdóttur, ósk um ársleyfi frá störfum sem grunnskólakennari, dagsett 24/2/2017

  Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 4. Erindi frá Kristjönu Eysteinsdóttur og Borgari Þórarinssyni, ósk um ársleyfi frá störfum hjá sveitarfélaginu, dagsett 13/3/2017

  Sveitarstjórn samþykkir erindið.
  Auk þess samþykkir sveitarstjórn að setja reglur um launalaus leyfi.

 5. Afgreiðslur styrkumsókna
  1. Tómstundafulltrúi – Forvarnarteymi vegna vímuefna
  2. Ásta Þórisdóttir – Hreinsunarátak í fjörum Strandabyggðar
  3. Dagrún Ósk Jónsdóttir – Náttúrubarnaskólinn
  4. Guðrún Elínborg – 4. Fl. karla í Geislanum, Finnlandsferð í samstarfi við Vestra
  5. Ásdís Jónsdóttir – Strandakúnst handverksmarkaður
  6. Jón Jónsson – Ferðamannastaðurinn Hólmavík, hugmyndavinna og tillögusmíð

   Vegna tengsla sveitarstjórnamanna við umsækjendur um styrki var ákveðið að  skipa Ingibjörgu Emilsdóttur, Ingibjörgu Benediktsdóttur og Sigríður Guðbjörgu Jónsdóttur í nefnd til að fjalla um og úthluta styrkjum að þessu sinni.

 6. Fundargerð 102. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 3/2/2017

  Fundargerð lögð fram til kynningar

 7. Fundargerð fundar um vímuefnaforvarnir frá 27/2/2017

  Fundargerð rædd og lögð fram til kynningar

 8. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 2/3/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða

 9. Fundargerðir Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 9/3/2017

  Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða

 10. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 13/3/2017

  Það skal tekið fram að Jóhann Björn Arngrímsson vék af fundi undir liðum 1 og 4. Fundargerð lögð fram til samþykktar og samþykkt samhljóða

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:36

 

 

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V.A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón