A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1249 - 31. maí 2016

Fundur nr.  1249 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 31. maí 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) , Jóhann L. Jónsson (J),  Jóhann Björn Arngrímsson (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri  ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitar afbrigða við boðaða dagskrá og óskar eftir því að undir lið 9 verði fjallað um fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 30/05/2016 og undir lið 10 verði fjallað um erindi frá Viðari Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir að láta af störfum í sveitarstjórn. Var það samþykkt samhljóða.

 

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:

 

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2015 – síðari umræða
 2. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga varðandi vinnu við landsáætlun um uppbyggingu innviða – greining á uppbyggingarþörf. Óskað er eftir skipun tengiliðs sveitarfélags við verkefnið. Dagsett 2/5/2016
 3. Frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, beiðni um umsögn á skýrslu um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, fyrstu skref. Dagsett 24/5/2016
 4. Ræða Smára Haraldssonar forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða sem hann flutti á síðasta ársfundi fræðslumiðstöðvar þann 4/5/2016
 5. Þinggerð 61. Fjórðungsþing Vestfirðinga frá 4/5/2016
 6. Fundargerð 385 fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 17/5/2016
 7. Fundargerð Fræðslunefndar frá 25/5/2016
 8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 30/5/2016
 9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 30/05/2016
 10. Erindi frá Viðari Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir að láta af störfum í sveitarstjórn, dagsett 30/05/2016

 Þá var gengið til dagskrár. 

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2015 – síðari umræða

  Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt samanteknum ársreikningi  A og B hluta, var neikvæð um 8,0 millj. kr en rekstrarniðurstaða  A hluta var neikvæð um 16,2 millj. kr samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2015 nam 333,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé  A hluta 404,4 millj. kr.

  Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða ársreikning Strandabyggðar 2015.

 2. Bréf frá Sambandi sveitarfélaga varðandi vinnu við landsáætlun um uppbyggingu innviða – greining á uppbyggingarþörf. Óskað er eftir skipun tengiliðs sveitarfélags við verkefnið. Dagsett 2/5/2016

  Sveitarstjórn skipar Ástu Þórisdóttur sem tengilið sveitarfélagsins við þetta verkefni.

 3. Frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, beiðni um umsögn á skýrslu um stefnumörkun sveitarfélaga á Vestfjörðum, fyrstu skref. Dagsett 24/5/2016

  Oddviti leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

 4. Ræða Smára Haraldssonar forstöðumanns Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða sem hann flutti á síðasta ársfundi fræðslumiðstöðvar þann 4/5/2016

  Ræða lögð fram til kynningar.

 5. Þinggerð 61. Fjórðungsþing Vestfirðinga frá 4/5/016

  Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2016 um hækkun á árstillagi til Fjórðungssambands Vestfirðinga um kr. 115.342 og verður sótt í eigið fé sveitarfélagsins.

 6. Fundargerð 385 fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 17/5/2016

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

 7. Fundargerð Fræðslunefndar frá 25/5/2016

  Fundargerð lögð fram til samþykktar.
  Varðandi liði 1 og 2 þá eru þeir samþykktir sérstaklega. Fundargerð samþykkt í heild sinni að öðru leyti.

 8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 30/5/2016

  Fundargerð lög fram til samþykktar.
  Sveitarstjórn tekur heils hugar undir lið 5.d varðandi Umhverfis- og hreinsunardag í Strandabyggð og leggur til að mánudaginn 13. júní verði garðaúrgangur sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk hirtur og að dagana 13. – 16. júní verði farið í sérstaka umhverfishreinsun í kringum bæinn. Skipulag hreinsunardaga verður auglýst nánar í byrjun næstu viku. Fundargerð að öðru leiti samþykkt samhljóða.

 9. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 30/05/2016

  Fundargerð lögð  fram og samþykkt í heild sinni.

 10. Erindi frá Viðari Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir að láta af störfum í sveitarstjórn, dagsett 30/05/2016

  Sveitarstjórn samþykkir erindi Viðars og þakkar honum samstarfið í sveitarstjórn.


Oddviti leggur til að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn 21. júní 2016Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:27

 

Ásta Þórisdóttir

Jóhann Björn Arngrímsson

Jóhann L. Jónsson

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón