A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1248 - 17. maí 2016

 

Fundur nr.  1248 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 17. maí 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri  ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitar afbrigða við boðaða dagskrá og óskar eftir því að undir lið 11 verði fjallað um undirskriftarlista frá Félagsmiðstöðinni Ozon .

 

 

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:

 

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2015 lagður fram til fyrri umræðu.
 2. Erindi frá Salbjörgu Engilbertsdóttur varðandi milligöngu sveitarfélags vegna tónlistarnáms, dagsett 25/4/2016.
 3. Erindi frá Hveraorku ehf / Gunnari Jóhannsyni vegna hitaveituframkvæmda á Hólmavík, dagsett 25/4/2016.
 4. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar.
 5. Fundargerð af sameiginlegum fundi Ungmennaráðs og sveitarstjórnar frá 3/5/2016
 6. Fundargerð 2. Fundar svæðisskipulagsnefndar frá 7/4/2016
 7. Fundargerð 838 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/4/2016
 8. Fundargerð aðalfundar BsVest 2016 frá 4/5/2016
 9. Fundargerð 384. Fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 29/4/2016
 10. Skýrsla sveitarstjóra, forstöðumanna og skrifstofu fyrir apríl ásamt fundargerð fyrsta formlega forstöðumananfundarins.
 11. Undirskriftarlisti frá Félagsmiðstöðinni Ozon.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 1. Ársreikningur Strandabyggðar fyrir árið 2015 lagður fram til fyrri umræðu.

  Kristján Jónasson kemur til fundar.

  Kristján Jónasson frá KPMG og endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir ársreikning 2015 ásamt skýringum með honum og svaraði spurningum sveitarstjórnarmanna. Ársreikningi fyrir árið 2015 er vísað til síðari umræðu.

  Kristján víkur af fundi kl. 17:45


Ritari víkur af fundi. Ingibjörg Emilsdóttir ritar fundargerð í fjarveru ritara

 

2. Erindi frá Salbjörgu Engilbertsdóttur varðandi milligöngu sveitarfélags vegna tónlistarnáms, dagsett 25/4/2016.

 

Erindi samþykkt samhljóða.

 

Ritari mætir aftur til fundar.


3. Erindi frá Hveraorku ehf / Gunnari Jóhannsyni vegna hitaveituframkvæmda á Hólmavík, dagsett 25/4/2016.

 

Samþykkt að halda fund með Gunnari  á næstu dögum.  Skrifstofustjóra falið að boða Gunnar á fund.


4. Ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar.


Ársreikningur lagður fram til kynningar.


5. Fundargerð af sameiginlegum fundi Ungmennaráðs og sveitarstjórnar frá 3/5/2016


Fundargerð lögð fram til kynningar.  Samþykkt samhljóða.


6. Fundargerð 2. Fundar svæðisskipulagsnefndar frá 7/4/2016


Fundargerð lögð fram til samþykktar. Fundargerð samþykkt samhljóða.


7. Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 29/4/2016

Fundargerð lögð fram til kynningar.


8. Fundargerð aðalfundar BsVest 2016 frá 4/5/2016

Fundargerð lögð fram til kynningar. 


9. Fundar gerð 384. Fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 29/4/2016

Fundargerð lögð fram til kynningar.


10. Skýrsla sveitarstjóra, forstöðumanna og skrifstofu fyrir apríl ásamt fundargerð fyrsta formlega forstöðumananfundarins. 

 

Sveitarstjórn fagnar nýju fyrirkomulagi um mánaðarlegar skýrslur frá forstöðumönnum sveitarfélagsins. 

 


Haraldur V.A.Jónsson víkur af fundi kl. 18.10.

 

11. Undirskriftarlisti frá Félagsmiðstöðinni Ozon. 

 

Félagsmiðstöðin Ozon sendir undirskrifarlista og beiðni um að húsnæðisvandi félagsmiðstöðvar verði leystur og að hún fái eigið húsnæði.

 

Formanni Tómstundanefndar er falið að vinna að tillögum til úrbóta í samstarfi við tómstundafulltrúa.

 


Oddviti leggur til að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn 31. maí n.k.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:40

 

Ásta Þórisdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón