A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1245 - 9. febrúar 2016

Fundur nr.  1245 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli boðar afbrigði við boðaða dagskrá . Fresta þurfti fundi Fræðslunefndar sem vera átti  8/2/2016 og verður því ekki fjallað um fundargerð nefndarinnar að sinni. Oddviti óskar eftir því að  fundargerð vinnuhóps vegna svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar frá 27/1/2016 verði sett undir lið nr. 8 og undir lið 9. komi svarbréf frá Ingimundi Sigurpálssyni forstjóra Íslandspósts, vegna ályktunar sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 19/1/2016 um skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, dagsett 29/1/2016. Liður númer 10 verður afgreiðsla styrkveitingar til Skíðafélags Strandamanna  og liður númer 11 fjalli um styrkveitingu til HSS. Var það samþykkt samhljóða.

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:  

 1. Drög að Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar lög fram til samþykktar
 2. Bréf frá Guðmundi Björgvini Magnússyni, ósk um lausn úr kjörnefnd, dagsett 16/1/2016
 3. Erindi frá Ingibjörgu Emilsdóttur um verðskrá íþróttamiðstöðvar dagsett 5/2/2016
 4. Styrkumsóknir utan styrktarsamninga, afgreiðsla
 5. Fundargerð 99. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 12/1/2016
 6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 8/2/2016
 7. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 3/2/2016
  --------
 8. Fundargerð vinnuhóps vegna svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar frá 27/1/2016
 9. Svarbréf frá IngimundiSigurpálssyni forstjóra Íslandspósts, vegna ályktunar sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 19/1/2016 um skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, dagsett 29/1/2016
 10. Afgreiðsla styrkveitingar til Skíðafélags Strandamanna, var áður á dagskrá á fundi 1243 þann 14/12/2015
 11. 11.     Afgreiðsla á styrkveitingu til HSS, var áður á dagskrá á fundi 1243 þann 14/12/2015

Þá var gengið til dagskrár. 

 1. Drög að Samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar lögð fram til samþykktar

  Varðandi lið 17 þá samþykkir sveitarstjórn að miðað verði við „að einum lið“ til hliðar
  Varðandi lið 39 þá samþykkir sveitarstjórn að hafa ákvæðið óbreytt.
  Varðandi lið 55 þá þarf að breyta „bæjarstjórn“ í „sveitarstjórn“
  Varðandi lið 56 þá þarf að breyta „Skagabyggð“ í „Strandabyggð“

  Að þessum breytingum gerðum samþykktir sveitarstjórn Strandabyggðar Samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Strandabyggðar samhljóða.

 2. Bréf frá Guðmundi Björgvini Magnússyni, ósk um lausn úr kjörnefnd, dagsett 16/1/2016

  Sveitarstjórn samþykkir lausnarbeiðni Guðmundar Björgvins úr kjörnefnd og þakkar honum fyrir vel unnin störf. Sveitarstjórn mun kjósa fulltrúa í kjörstjórn á næsta fundi.

 3. Erindi frá Ingibjörgu Emilsdóttur um verðskrá íþróttamiðstöðvar dagsett 5/2/2016

  Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir tillögum frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur um verðskrá íþróttamiðstöðvarinnar.

 4. Styrkumsóknir utan styrktarsamninga, afgreiðsla

  Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Taekwondo deild Geislans um 70 þúsund krónur til kaupa á búnaði skv. styrkumsókn.

 5. Fundargerð 99. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 12/1/2016

  Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða lögð fram til kynningar.

 6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 8/2/2016

  Fundi var frestað og því ekki fjallað um fundargerð.

 7. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 3/2/2016

  Varðandi lið 5 þá er hann samþykktur sérstaklega. Að öðru leyti er fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.

 8. Fundargerð vinnuhóps vegna svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhóla og Strandabyggðar frá 27/1/2016

  Fundargerð vegna svæðisskipulags DRS lögð fram til kynningar

 9. Svarbréf frá IngimundiSigurpálssyni forstjóra Íslandspósts, vegna ályktunar sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 19/1/2016 um skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, dagsett 29/1/2016

  Svarbréf lagt fram til kynningar

 10. Afgreiðsla styrkveitingar til Skíðafélags Strandamanna, var áður á dagskrá á fundi 1243 þann 14/12/2015

  Sveitarstjórn samþykktir að veita Skíðafélagi Strandamanna 1.200.000 krónur í styrk til uppbyggingar á skíðaskála í Selárdal.

  Sveitarstjórn samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 og verður fjárhæðin sótt í eigið fé sveitarfélagsins.

 11. Afgreiðsla á styrkveitingu til HSS, var áður á dagskrá á fundi 1243 þann 14/12/2015

  Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við HSS um árlegan styrk til þriggja ára að fjárhæð 225.000 kr.


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:17

 

Ásta Þórisdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón