A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1241 - 10. nóvember 2015

Fundur nr.  1241 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Auk Jóns Gísla sátu fundinn  Ásta Þórisdóttir (J) og Ingibjörg Emilsdóttir (J),  Ingibjörg Benediktsdóttir (E) og Haraldur V. A. Jónsson (F). Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

 

Fundardagskrá er því svohljóðandi:

  1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2016, fyrri umræða
  2. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2017 – 2019, fyrri umræða
  3. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti: Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2015 – 2016, dagsett 20/10/2015
  4. Drög að reglum um innheimtu B-gatnagerðargjalda
  5. Erindi frá Stígamótum, ósk um fjárstuðning, dagsett 07/10/2015
  6. Bréf frá sveitarstjóra Reykhólahrepps, kynning á Öldungaráði Dalabyggðar og Reykhólahrepps, dagsett 20/10/2015
  7. Svæðisskipulag fyrir Reykhólahrepp, Dalabyggð og Strandabyggð – Kostnaðaráætlun og verkefnistillaga frá Alta efh., send 27/8/2015
  8. Fundargerð aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu frá 4/11/2015
  9. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23/10/2015
  10. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8/10/2015
  11. Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 30/10/2015
  12. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5/11/2015
  13. Fundargerð Fræðslunefndar frá 5/11/2015


Þá var gengið til dagskrár.

  1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2016, fyrri umræða

    Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2016 vísað til síðari umræðu.

  2. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2017 – 2019, fyrri umræða

    Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2017 – 2019 vísað til síðari umræðu.

  3. Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti: Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiárið 2015 – 2016, dagsett 20/10/2015

    Ingibjörg Benediktsdóttir lýsir yfir vanhæfi sínu og víkur af fundi.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar eftir að viðbótarreglur verði settar vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiárið 2014/2015.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 605/2015:

    - 25% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa
    - 75% úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2014/2015

    Sveitarstjórn Strandabyggðar leggur til eftirfarandi breytingar á 6. grein reglugerðar 604/2015:

    - Vinnsluskylda samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 604/2015 verði felld  niður.

    Samþykkt samhljóða.

    Ingibjörg tekur sæti sitt á fundinum á ný.

  4. Drög að reglum um innheimtu B-gatnagerðargjalda

    Ingibjörg Emilsdóttir víkur af fundi.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um innheimtu B-gatnagerðargjalda í Strandabyggð.

    Drög að reglum um innheimtu B-gatnargerðagjalda samþykkt samhljóða.

    Ingibjörg tekur sæti sitt á fundi á ný.

  5. Erindi frá Stígamótum, ósk um fjárstuðning, dagsett 07/10/2015

    Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Stígamóta og veita þeim styrk upp á 30.000 kr.

  6. Bréf frá sveitarstjóra Reykhólahrepps, kynning á Öldungaráði Dalabyggðar og Reykhólahrepps, dagsett 20/10/2015

    Bréf frá sveitarstjóra Reykhólahrepps lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að óska eftir fundi með Félagi eldri borgara í Strandabyggð til að heyra hugmyndir þeirra um þessi mál.

  7. Svæðisskipulag fyrir Reykhólahrepp, Dalabyggð og Strandabyggð – Kostnaðaráætlun og verkefnistillaga frá Alta ehf., send 27/8/2015

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða að taka þátt í gerð svæðisskipulags ásamt Reykhólahreppi og Dalabyggð í samstarfi við Alta.

  8. Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu frá 4/11/2015

    Fundargerð aðalfundar Sorpsamlags Strandasýslu lögð fram til kynningar.

  9. Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23/10/2015

    Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.

  10. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 8/10/2015

    Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga lögð fram til kynningar.

  11. Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga frá 30/10/2015

    Fundargerð Samband íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

  12. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 5/11/2015

    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til samþykktar.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

  13. Fundargerð Fræðslunefndar frá 5/11/2015

    Fundargerð Fræðslunefndar lögð fram til samþykktar.
    Varðandi lið 8 þá samþykkir sveitarstjórn að taka reglur um námsleyfi til endurskoðunar.
    Fundargerð samþykkt samhljóða.

 


Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:50

 

Ásta Þórisdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Jón Gísli Jónsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón