A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1219 - 11. mars 2014

Fundur nr.  1219 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 11. mars  2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir.   Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli oddviti leitar afbrigða við dagskrá og leggur til að eftirfarandi dagskrárliðum verði bætt við dagskrána:

Liður 8 verði erindi frá oddvita um að fengin verði ráðgjöf um stjórnskipulag sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við íbúa og leita eftir hagræðingu í rekstri.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá BsVest, óskað er eftir heimild Strandabyggðar til að samþykkja samning BsVest og Ísafjarðarbæjar um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði, dagsett 20/02/2014
  2. Bréf frá Veiðifélagi Langadalsárs, varðandi umsóknir um fyrirhugað sjókvíaeldi á laxfiskum í Ísafjarðardjúpi, dagsett 25/02/2014
  3. Erindi frá Bridgefélagi Hólmavíkur, styrkbeiðni vegna kjördæmamóts sem haldið verður í Færeyjum 16. – 19. maí, dagsett 09/02/2014
  4. Kynning á framkvæmda- og rekstraráætlun Sauðfjárseturs á Ströndum árið 2014.
  5. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 05/03/2014
  6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 14/02/2014
  7. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 27/02/2014

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 

  1. Erindi frá BsVest, óskað er eftir heimild Strandabyggðar til að samþykkja samning BsVest og Ísafjarðarbæjar um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði, dagsett 20/02/2014

    Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
  2. Bréf frá Veiðifélagi Langadalsárs, varðandi umsóknir um fyrirhugað sjókvíaeldi á laxfiskum í Ísafjarðardjúpi, dagsett 25/02/2014

    Erindið lagt fram til kynningar.
  3. Erindi frá Bridgefélagi Hólmavíkur, styrkbeiðni vegna kjördæmamóts sem haldið verður í Færeyjum 16. – 19. maí, dagsett 09/02/2014

    Jón Jónsson víkur af fundi.

    Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Bridgefélagið um 50.000 kr.

    Jón Jónsson mætir aftur til fundar.
  4. Kynning á framkvæmda- og rekstraráætlun Sauðfjárseturs á Ströndum árið 2014.

    Framkvæmda- og rekstraráætlun Sauðfjársseturs á Ströndum fyrir árið 2014 lögð fram til kynningar.
  5. Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu frá 05/03/2014

    Fundargerð Sorpsamlags Strandasýslu lögð fram til kynningar.
  6. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 14/02/2014

    Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða lögð fram til kynningar.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
  7. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 27/02/2014

    Sveitarstjórn samþykkir fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar.
  8. Liður 8 verði erindi frá oddvita um að fengin verði ráðgjöf um stjórnskipulag sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við íbúa og leita eftir hagræðingu í rekstri.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar  samþykkir að fengin verði ráðgjöf um stjórnskipulag sveitarsfélagsins og felur sveitarstjóra að leita samninga við þess tilbæra aðila.

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 17:19

 

Jón Gísli Jónsson                                                                      Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                        Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

 

 

11. mars 2014
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón