A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1215 - 27. nóvembar 2013

Fundur nr.  1215 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar miðvikudaginn 27. nóvember  2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson, Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir.   Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli Jónsson leitaði afbrigða við fundardagskrá og gerði að tillögu sinni að fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar bættist við sem liður 9.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2014, síðari umræða
  2. Breytingar á gjaldskrám Strandabyggðar vegna ársins 2014
  3. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2015 – 2017, fyrri umræða
  4. Viðaukar vegna fjárhagsáætlunar 2013
  5. Umsókn í Húsafriðunarsjóð vegna innsiglingavarða á Hólmavík
  6. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða vegna sameiginlegs markaðsátak fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum, dagsett 12/11/2013
  7. Erindi frá Hlyn Gunnarssyni, ósk um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Strandabyggðar vegna Strandveiðibáta, dagsett 04/12/2012
  8. Fundargerð fræðslunefndar  frá 19/11/2013

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2014, síðari umræða

    Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð jákvæð um kr. 1.515.000.
    Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 5.958.000.

    Afskriftarprósenta vegna fasteigna verður 1,5%.

    Útsvarsprósenta ársins 2014 í Strandabyggð verður 14,48%

    Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2014 hljóða upp á 119.850.000. Helstu verkefni eru gatnaframkvæmdir,  viðbygging leikskóla og viðhald skólahúsnæðis. Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni  upp á 80.000.000 kr. og sölu eigna fyrir tæplega 40.000.000 kr. Á árinu 2013 greiðast upp tvö lán sem veita aukið svigrúm til nýrrar lántöku.

    Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2014 er samþykkt samhljóða.
  2. Breytingar á gjaldskrám Strandabyggðar vegna ársins  2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að jafnaði 3,5% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsins sem ekki eru tengdar vísitölu, til að mæta verðlagsþróun.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir 8% hækkun á sorphirðugjaldi.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.

    Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2014.
  3. Þriggja ára áætlun Strandabyggðar 2015 – 2017, fyrri umræða

    Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árin 2015 – 2017 lögð fram og vísað til síðari umræðu.
  4. Viðaukar vegna fjárhagsáætlunar 2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir viðauka vegna aukinna tekna umfram áætlun árið 2013 að fjárhæð 46.935.000 kr. Einnig er samþykktur viðauki vegna aukinna tekna hafnarsjóðs að fjárhæð 5.200.000 kr.

    Aðrir samþykktir viðaukar:

    a)      Viðbótarframlag til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps vegna ársins 2012.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 2.000.000 kr.

    b)      Viðbótarframlag vegna leikskóla.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna launakostnaðar við Leikskólann Lækjarbrekku.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 5.000.000 kr.

    c)      Viðbótarframlag vegna grunnskóla.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna launakostnaðar við Grunnskóla Hólmavíkur.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 6.000.000 kr.

    d)      Viðbótarframlag vegna sálfræðiþjónustu.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna sálfræðiþjónustu í grunnskóla.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 800.000 kr.

    e)      Viðbótarframlag vegna símenntunar starfsmanna grunnskóla.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags til símenntunar starfsmanna Grunnskóla Hólmavíkur.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 600.000 kr.

    f)       Viðbótarframlag vegna skólabifreiðar.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðhaldskostnaðar og varahluta í skólabifreið og leigu á bifreið í forföllum.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 2.500.000 kr.

    g)      Viðbótarframlag vegna skólaaskturs.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins til skólaaksturs.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 2.000.000 kr.

    h)      Viðbótarframlag vegna skólagöngu barna í önnur sveitarfélög.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna skólagöngu barna með lögheimili í Strandabyggð í öðrum sveitarfélögum.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 2.000.000 kr.

    i)        Viðbótarframlag til vegna stofnunar framhaldsdeildar.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna stofnunar dreifnáms á Hólmavík.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 1.200.000 kr.

    j)        Viðbótarframlag vegna Hamingjudaga 2013.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna Hamingjudaga 2013.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 650.000 kr.

    k)      Viðbótarframlag vegna styrks til Sauðfjárseturs.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna framlags sveitarfélagsins til Sauðfjárseturs á Ströndum.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 600.000 kr.

    l)        Viðbótarframlag vegna 50 ára afmælis skjaldbökunnar og söguritunar.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna 50 ára afmælis skjaldbökunnar og úttektar á söguritun byggðasögu Stranda.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 200.000 kr.

    m)   Viðbótarframlag vegna aukins starfs tómstundafulltrúa og félagsmiðstöðvar.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna aukins starfs tómstundafulltrúa og félagsmiðstöðvar.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 500.000 kr.

    n)      Viðbótarframlag vegna kostnaðar við Upplýsingamiðstöð.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna kostnaðar við Upplýsingamiðstöð.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 400.000 kr.

    o)      Viðbótarframlag vegna snjómoksturs.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins til snjómoksturs.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, 1.500.000 kr.

    p)      Viðbótarframlag vegna aukins launakostnaðar í þjónustumiðstöð.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna aukins launakostnaðar í þjónustumiðstöð.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 4.000.000 kr.

    q)      Viðbótarframlag vegna kaupa á varmadælu í Áhaldahús.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna kaupa á varmadælu í Áhaldahús.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 500.000 kr.

    r)       Viðbótarframlag vegna kaupa á saltdreifara.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna kaupa á saltdreifara í þjónustumiðstöð.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 1.000.000 kr.

    s)       Viðbótarframlag vegna aukins kostnaðar á hafnarvigt.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna kostnaðar á hafnarvigt.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 1.200.000 kr.

    t)       Viðbótarframlag vegna Vatnsveitu.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna kaupa á brunahönum.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 1.500.000 kr.

    u)      Viðbótarframlag vegna Fráveitu.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna holræsahreinsunar.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 1.300.000 kr.

    v)      Viðbótarframlag vegna starfsmannamála.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna starfsmannakostnaðar.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 2.700.000 kr.

    w)    Viðbótarframlag vegna Fjórðungssambands Vestfjarða.
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna viðbótarframlags sveitarfélagsins vegna aukinna framlaga til Fjórðungssambands Vestfjarða.
    Aukaframlagið er fengið af eigin fé sveitarfélagsins, alls 830.000 kr.
  5. Umsókn í Húsafriðunarsjóð vegna innsiglingavarða á Hólmavík

    Sveitarstjórn samþykkir að sækja um framlag úr Húsafriðunarsjóði vegna innsiglingavarða á Hólmavík.
  6. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða vegna sameiginlegs markaðsátak fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum, dagsett 12/11/2013

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að taka þátt í sameiginlegu markaðsátaki fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum að því skilyrtu að önnur sveitarfélög á Vestfjörðum geri slíkt hið sama.
  7. Erindi frá Hlyn Gunnarssyni, ósk um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Strandabyggðar vegna Strandveiðibáta, dagsett 04/12/2012

    Sveitarstjórn Strandabyggðar frestar afgreiðslu þessa erindis til næsta sveitastjórnarfundar meðan frekari gagna er aflað.
  8. Fundargerð fræðslunefndar  frá 19/11/2013

    Varðandi lið 1 þá leggur sveitarstjórn til að haldinn verði vinnufundur í janúar 2014 og stofnaður stýrihópur til að vinna að menntastefnu í Strandabyggð.

    Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.
  9. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar 25/11/2013

    Sveitarstjórn þakkar fyrir góðar ábendingar og  leggur til að í vetur verði aðstaða í Félagsheimili Hólmavíkur nýtt undir margvíslega starfsemi sem fellur undir starfsemi  ungmennahúss og hugmyndir ungmennaráðs. Sveitarstjórn leggur til að ungmennaráð, TÍM nefnd og tómstundafulltrúi geri tillögu um starfsemina til vors.

    Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 19:20

 

Jón Gísli Jónsson                                                                      Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                        Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

 

 

27. nóvember 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón