A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1212 - 10. september 2013

 

Fundur nr.  1212 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 10. september  2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Ásta Þórisdóttir, Viðar Guðmundsson og Bryndís Sveinsdóttir. Jón Jónsson hafði boðað forföll og Kristjana Eysteinsdóttir kom inn sem varamaður í hans stað.  Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Oddviti leitar afbrigða við dagskrá fundar og gerir að tillögu sinni að liður 6 verði erindi frá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur vegna dreifnáms á Hólmavík og liður 7 verði erindi frá Huldu Ingibjörgu Rafnarsdóttur vegna starfssviðs skólabílstjóra við grunnskólann.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá SÍBS, ósk um útgáfustyrk eða kaup á bókinni, dagsett 23/08/2013
  2. Ósk um umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa á ríkisjörð í Strandabyggð, dagsett 23/08/2013
  3. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps 2012 lagður fram til kynningar
  4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar.
    25. júní 2013
    21. ágúst 2013
  5. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefndar
  6. Erindi frá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur vegna dreifnáms á Hólmavík
  7. Erindi frá Huldu Ingibjörgu Rafnarsdóttur vegna starfsviðs skólabílstjóra við grunnskólann.

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Erindi frá SÍBS, ósk um útgáfustyrk eða kaup á bókinni, dagsett 23/08/2013

    Erindi hafnað.
  2. Ósk um umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa á ríkisjörð í Strandabyggð, dagsett 23/08/2013

    Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið. Magnús stundar jörð sína vel og er sveitarstjórn Strandabyggðar meðmælt því að Magnús fái jörðina keypta.
  3. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps 2012 lagður fram til kynningar

    Ársreikningur lagður fram til kynningar.
  4. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar.

    Fundargerð TÍM nefndar frá 25. Júní lögð fram og samþykkt í heild sinni.

    Fundarerð TÍM nefndar frá 21. ágúst lögð fram.

    Varðandi lið 2 þá samþykktir sveitarstjórn að Ásta Þórisdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Andrea Kristín Jónsdóttir taki að sér undirbúning og framkvæmd könnunar vegna Hamingjudaga.

    Varðandi lið 3 þá leggur sveitarstjórn til að reglur ungmennaráðs séu óbreyttar en hvetur jafnframt ungmennaráð til að senda erindi til viðeigandi nefnda og sveitarstjórnar eftir því sem þurfa þykir.


Fundargerð samþykkt í heild sinni að öðru leiti.

  1. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefndar.

    Varðandi lið 1 þá óskar sveitarstjórn eftir nánari útfærslum og leggur til að þessu verði vísað til fjárhagsáætlunar.

    Fundargerð samþykkt að öðru leiti í heild sinni.
  2. Erindi frá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur vegna dreifnáms á Hólmavík.

    Varðandi lið a þá samþykkir sveitarstjórn að fela umsjónarmanni dreifnáms og sveitarstjóra að útfæra liðinn nánar.

    Varðandi lið b þá vísar sveitarstjórn honum til fjárhagsáætlunar.

    Varðandi lið c þá tekur sveitarstjórn jákvætt í liðinn og samþykkir.
  3. Erindi frá Huldu Ingibjörgu Rafnarsdóttur vegna starfsviðs skólabílstjóra við grunnskólann.

 

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir frekari útfærslu og upplýsingum áður en erindið er afgreitt. Erindi frestað.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:13

 

Jón Gísli Jónsson                                                                      Kristjana Eysteinsdóttir

Ásta Þórisdóttir                                                                        Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

 

 

10. september 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón