A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1211 - 13. ágúst 2013

 

Sveitarstjórnarfundur 1211 í Strandabyggð

 

Fundur nr.  1211 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 13. ágúst  2013 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 20:00. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar, bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Ásta Þórisdóttir og Bryndís Sveinsdóttir. Jón Jónsson og Viðar Guðmundsson voru ekki mættir við upphaf fundar.  Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Oddviti leitar afbrigða við dagskrá fundar og gerir að tillögu sinni að liður 10 verði erindi frá Dagbjörtu Hildi Torfadóttur, ósk um greiðslu skólagjalda vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags.

 

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Boð um aðild að samtökum sjávarútvegssveitarfélaga
  2. Umfjöllun um úthlutun leiguhúsnæðis í eigu Strandabyggðar
  3. Erindi frá Hlíf Hrólfsdóttur, ósk um leyfi til að stunda nám með vinnu, 09/08/2013
  4. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, ósk um athugasemdir við frumvarpsdrög, 06/08/2013
  5. Fundargerð ársfundar aðildarfélaga NAVE
  6. Fundargerð 82. fundar NAVE
  7. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar
  8. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefndar
  9. Fundargerð Fræðslunefndar

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Boð um aðild að samtökum sjávarútvegssveitarfélaga

    Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar gott boð en hafnar aðild að svo stöddu.
  2. Umfjöllun um úthlutun leiguhúsnæðis í eigu Strandabyggðar

    Íbúðirnar að Austurtúni 8 og Hafnarbraut 19 eru lausar og verða auglýstar lausar til umsóknar samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Íbúðinni að Lækjartúni 18 hefur verið úthlutað eftir auglýsingu og samkvæmt sömu reglum.
  3. Erindi frá Hlíf Hrólfsdóttur, ósk um leyfi til að stunda nám með vinnu, 09/08/2013

    Erindi frestað og óskað eftir frekari gögnum.
  4. Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, ósk um athugasemdir við frumvarpsdrög, 06/08/2013

    Erindi lagt fram til kynningar.
  5. Fundargerð ársfundar aðildarfélaga NAVE

    Fundargerð lög fram til kynningar.
  6. Fundargerð 82. fundar NAVE

    Fundargerð lögð fram til kynningar.
  7. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar

    Fundargerð lögð fram samþykktar. Liðir 1 og 2 samþykktir sérstaklega, fundargerð að öðru leiti samþykkt í heild sinni samhljóða.

    Jón Jónsson og Viðar Guðmundsson mæta til fundar.
  8. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefndar

    Fundargerð lögð fram og samþykkt samhljóða. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd falið að ljúka gerð fjallskilaseðils og senda hann út.
  9. Fundargerð Fræðslunefndar

    Fundargerð lögð fram til samþykktar. Liðir 1, 2 og 5 eru samþykktir sérstaklega. Varðandi lið 3 samþykkir sveitarstjórn að taka málið til ítarlegrar skoðunar. Fundargerð samþykkt að öðru leiti í heild sinni. Varðandi lið 6 vill sveitarstjórn upplýsa að unnið er að endurbótum á skólalóð.
  10. Erindi frá Dagbjörtu Hildi Torfadóttur, ósk um greiðslu skólagjalda vegna skólavistar utan lögheimilissveitarfélags.

    Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 22:00

Jón Gísli Jónsson                                                                    
Jón Jónsson

Ásta Þórisdóttir                                                                       
Bryndís Sveinsdóttir

Viðar Guðmundsson

 

 

 

13. ágúst 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón