A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar 1188 - 27. september 2001

Fundur nr. 1188 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 27. september 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins. Fundurinn hófst kl. 16:00. Oddviti sveitarstjórnar, Jón Gísli Jónsson, bauð fólk velkomið og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Jónsson varaoddviti, Bryndís Sveinsdóttir, Katla Kjartansdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð.

 

Fundarefni:

1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2011

2. Gatnagerðargjöld Strandabyggðar, seinni umræða

3. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundasköp Strandabyggðar

4. Tillaga um breytingu á nefndum í Strandabyggð

5. Gjaldskrá vegna útleigu á borðbúnaði í Félagsheimilinu á Hólmavík

6. Úthlutun á Skólabraut 18, minnismiði Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra frá úthlutunarfundi sveitarstjórnar 20. september 2011.

7. Fjármál sveitarfélaga. Upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga á Íslandi 2010. Erindi frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga, móttekið 22. september 2011

8. Aðgerðaráætlun sveitarfélaga um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, erindi frá Velferðarráðuneytinu, dags. 9. september 2011

9. Ímyndarherferð Vestfjarða, erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða, dags. 23. september 2011

10. Reykhólahreppur í samstarf við Húnþing Vestra og Héraðsnefnd Strandasýslu um barnaverndarnefnd, erindi frá Barnarverndarnefnd Húnaþings Vestra og Héraðsnefnd Strandasýslu, dags. 22. september 2011.

11. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2. - 3. september 2011, minnispunktar Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra

12. Landsfundur jafnréttisnefnda 9.-10. september 2011, minnismiði Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra.

13. Íbúafundur um málefni eldri borgara, minnismiði Hildar Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra

14. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu 2010

15. Fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. september 2011

16. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 19. september 2011

17. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 3. maí 2011. Erindi dags. 13. september 2011.

18. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 15. september 2011

19. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 26. september 2011

 

 

Þá var gengið til dagskrár:


1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar 2011

Afgreiðslu endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2011 frestað til næsta fundar.

 

2. Gatnagerðargjöld Strandabyggðar, seinni umræða

Gatnagerðargjöld Strandabyggðar samþykkt samhljóða.

 

3. Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundasköp Strandabyggðar

Vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.

 

4. Tillaga um breytingu á nefndum í Strandabyggð

Sveitarstjórn óskar eftir athugasemdum og hugmyndum frá nefndarfólki í Strandabyggð um tillögu að breytingu á nefndum í sveitarfélaginu.

 

5. Gjaldskrá vegna útleigu á borðbúnaði í Félagsheimilinu á Hólmavík

Skrifstofu Strandabyggðar falið að ganga frá gjaldskrá vegna útleigu á borðbúnaði í Félagsheimilinu á Hólmavík og birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjórn. Gjaldskráin taki gildi 14. október 2011.

 

6. Úthlutun á Skólabraut 18, minnismiði Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra frá úthlutunarfundi sveitarstjórnar 20. september 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

7. Fjármál sveitarfélaga. Upplýsingar úr ársreikningum sveitarfélaga á Íslandi 2010. Erindi frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga, móttekið 22. september 2011

Lagt fram til kynningar.

 

8. Aðgerðaráætlun sveitarfélaga um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, erindi frá Velferðarráðuneytinu, dags. 9. september 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

9. Ímyndarherferð Vestfjarða, erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða, dags. 23. september 2011.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framlag í ímyndarherferð Vestfjarða árin 2012 og 2013 með fyrirvara um að öll önnur sveitarfélög á Vestfjörðum geri slíkt hið sama. Framlag Strandabyggðar árið 2012 er kr. 427.171 og framlag Strandabyggðar árið 2013 kr. 427.171.

 

10. Reykhólahreppur í samstarf við Húnþing Vestra og Héraðsnefnd Strandasýslu um barnaverndarnefnd, erindi frá Barnarverndarnefnd Húnaþings Vestra og Héraðsnefnd Strandasýslu, dags. 22. september 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2. - 3. september 2011, minnispunktar Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra.
Lagt fram til kynningar.  

 

12. Landsfundur jafnréttisnefnda 9.-10. september 2011, minnismiði Ingibjargar Valgeirsdóttur sveitarstjóra.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Íbúafundur um málefni eldri borgara, minnismiði Hildar Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar íbúafundi með eldri borgurum og tekur ábendingar sem fram komu á fundinum til athugunar.

 

14. Ársskýrsla Héraðsbókasafns Strandasýslu 2010

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn þakkar fyrir ársskýrslu Héraðsbókasafns Strandasýslu 2010.

 

15. Fundargerð Stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 9. september 2011

Lagt fram til kynningar.

 

16. Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 19. september 2011

Lagt fram til kynningar.

 

17. Fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 3. maí 2011. Erindi dags. 13. september 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

18. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 15. september 2011.

Varðandi lið nr. 3b þá er afgreiðslu þess erindis frestað meðan frekari upplýsinga er aflað.

 

19. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 26. september 2011

Varðandi lið nr. 2 þá minnir sveitarstjórn eigendur hússins á að í lóðarleigusamningi er kvöð um aðgengi að lögnum á lóð Kópnesbrautar 3a. Sveitarfélagið mun því ekki bera kostnað af aðgengi að lögnum vegna girðingar eða annarra mannvirkja. Fundargerð samþykkt að öðru leyti. 

 

Fundargerð lesin yfir og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:43.

 

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

Bryndís Sveinsdóttir

Katla Kjartansdóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir        

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón