A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggđar - 16. desember 2010

Sveitarstjórnarfundur nr. 1174 var haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar fimmtudaginn 16. desember 2010. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Strandabyggðar og hófst kl. 18:15. Á fundinum voru Jón Jónsson varaoddviti, Ásta Þórisdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Katla Kjartansdóttir auk oddvita sveitarstjórnar, Jóns Gísla Jónssonar sem setti fundinn og bauð viðstadda velkomna.  Sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Valgeirsdóttir, sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 


Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

Fundarefni:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra


2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010


3. Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða


4. Tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar og vinnureglum í tengslum við sveitarstjórnarfundi, dags. 25. nóv. 2010, önnur umræða


5. Erindi um færslu á tröppum við Borgabraut 4


6. Sameiginleg Félagsmálanefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, samningur, kostnaðaráætlun og erindisbréf


7. Ráðning félagsmálastjóra. Erindi frá félagsmálastjóra Húnaþings vestra, lagt fram til kynningar, dags. 6. desember 2010


8. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, dags. 9. desember 2010:

- Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um starfrækslu byggðasamlags um málefni fatlaðra. Erindi dags. 9. desember 2010
- Þjónustusamningur félagsþjónustusvæða sveitarfélaga á Vestfjörðum. Erindi dags. 9. desember 2010
- Viðauki 1, um tekjur Byggðasamlags
- Viðauki 2, um sundurliðun samningsfjárhæða
- Viðauki 3, um verkefni þjónustusvæða
- Erindisbréf þjónustuhóps félagsþjónustusvæða. Til kynningar
- Erindisbréf verkefnisstjóra Byggðasamlag Vestfjarða. Til kynningar


9. Aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum í Strandabyggð. Úttekt á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, haust 2010

10. Samráðsvettvangur í Strandabyggð um aðgerðir gegn einelti, erindi dags. 15. nóvember 2010


11. Laugarhóll ehf., ársfundur 2010. Til kynningar.


12. Leiga á jörðinni Nauteyri, erindi frá Arnóri H. Hannessyni, dags. 9. desember 2010


13. Landamerki jarða, hnit. Erindi frá Pétri Guðmundssyni


14. Umsókn um styrk. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu Hólmavík, dags. 24. nóvember 2010


15. Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2010. Erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 22. nóvember 2010

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra (sjá hér)


Sveitarstjórn tekur undir að vinnubrögð verði nýjungavædd og áhersla verði lögð á pappírslaus viðskipti. Starfsmenn og notendur þjónustu verði upplýstir um það með fyrirvara.

 

2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2010 skoðast samþykkt.


3. Fjárhagsáætlun 2011, fyrri umræða


Fasteignaálagning A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati. Fasteignaskattur B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og fasteignaskattur C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verði 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Áætlað er að gjaldskrár í sveitarfélaginu Strandabyggð verði almennt hækkaðar um 5-10%. Fjárhagsáætlun 2011 vísað til síðari umræðu.

 

4. Tillögur frá Jóni Jónssyni um breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar og vinnureglum í tengslum við sveitarstjórnarfundi, dags. 25. nóv. 2010, önnur umræða.


Tillögur um breytingar á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar samþykktar með breytingu á lið c) þar sem nafn félagsmálanefndar breytist í Velferðarnefnd. Sveitarstjórn samþykkir að birta Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar á vefsvæði sveitarfélagsins. Atkvæði voru greidd um tillögu um vinnureglu a) um hljóðritun funda. Jón Jónsson greiddi atkvæði með, aðrir greiddu atkvæði á móti.  Tillaga um vinnureglu a) felld. Aðrar vinnureglur um auglýsingu funda, rafræna dreifingu fundargagna og fundadagatal, samþykktar.

 

5. Erindi um færslu á tröppum við Borgabraut 4


Sveitarstjórn samþykkir umsókn frá eigendum að Borgabraut 4 um færslu á tröppum. Sveitarstjórn Strandabyggð fagnar umbótum sem snúa að aðgengi fatlaðra að þjónustufyrirtækjum í sveitarfélaginu.

 

6. Sameiginleg Félagsmálanefnd Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, samningur, kostnaðaráætlun og erindisbréf.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi og undirrita hann. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir kostnaðaráætlun og óskar eftir að tekið verði fram i erindisbréfi hvernig bóka eigi trúnaðarmál. Erindisbréf að öðru leyti samþykkt.

 

7. Ráðning félagsmálastjóra. Erindi frá félagsmálastjóra Húnaþings vestra, lagt fram til kynningar, dags. 6. desember 2010


Lagt fram til kynningar.

 

8. Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, erindi frá Fjórðungssambandi Vestfjarða, dags. 9. desember 2010:

- Samstarfssamningur sveitarfélaga á Vestfjörðum um starfrækslu byggðasamlags um málefni fatlaðra. Erindi dags. 9. desember 2010

Samþykkt samhljóða.

- Þjónustusamningur félagsþjónustusvæða sveitarfélaga á Vestfjörðum. Erindi dags. 9. desember 2010
- Viðauki 1, um tekjur Byggðasamlags
- Viðauki 2, um sundurliðun samningsfjárhæða
- Viðauki 3, um verkefni þjónustusvæða
- Samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
- Erindisbréf þjónustuhóps félagsþjónustusvæða. Til kynningar


Lagt fram til kynningar.

- Erindisbréf verkefnisstjóra Byggðasamlags Vestfjarða. Til kynningar

Lagt fram til kynningar.

 

9. Aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum í Strandabyggð. Úttekt á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, haust 2010


Lagt fram til kynningar. Svæðiskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum er þakkað fyrir góða úttekt og tillögur að úrbótum. Sveitarstjórn hefur fullan hug á að vinna að úrbótum á aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins.

 

10. Samráðsvettvangur í Strandabyggð um aðgerðir gegn einelti, erindi dags. 15. nóvember 2010


Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar fyrir erindið og óskar eftir frekari hugmyndum frá hópnum um útfærslu á slíkum samráðsvettvangi.  

 

11. Laugarhóll ehf., ársfundur 2010. Til kynningar.


Ásta Þórisdóttir kynnti niðurstöður ársfundarins. Sveitarfélagið Strandabyggð á tæp 3% í Laugarhóli ehf. Ársskýrslu Laugarhóls ehf. má kynna sér á skrifstofu Strandabyggðar.

 

12. Leiga á jörðinni Nauteyri, erindi frá Arnóri H. Hannessyni, dags. 9. desember 2010


Sveitarfélagið Strandabyggð þakkar fyrir erindið en hafnar beiðni um leigu á jörðinni Nauteyri. Jörðin Nauteyri er hinsvegar til sölu.  

 

13. Landamerki jarða, hnit. Erindi frá Pétri Guðmundssyni


Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Hnitsetning landamerkja á jörðum í Strandabyggð var skoðuð í tengslum við gerð aðalskipulags en kostnaður talinn of mikill. Sveitarstjóra falið að kynna sér málið frekar.

 

14. Umsókn um styrk. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu Hólmavík, dags. 24. nóvember 2010


Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar fyrir erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2011.

 

15. Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2010. Erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 22. nóvember 2010


Sveitarstjórn Strandabyggðar þakkar fyrir erindið. Sveitarstjórn samþykkir að hafna erindinu að þessu sinni.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 21:17

 

Jón Gísli Jónsson (sign),
Jón Jónsson (sign),
Ásta Þórisdóttir (sign),
Katla Kjartansdóttir (sign), 
Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón