A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 9. júní 2009

 

Ár 2009 þriðjudaginn 9. júní var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu fundinn Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Bryndís Sveinsdóttir varamaður.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Varaoddviti kynnti dagskrá fundarins í  12 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

  • 1. Skýrsla sveitarstjóra.
  • 2. Beiðni um framlag vegna Steinshúss.
  • 3. Styrkbeiðni vegna skákhátíðar í Árneshreppi.
  • 4. Styrkbeiðni vegna búningakaupa meistaraflokks Geislans.
  • 5. Frumvarp til vegalaga.
  • 6. Fundargerð skólanefndar 2. júní 2009.
  • 7. Fundargerð leikskólanefndar 3. júní 2009.
  • 8. Fundargerð félagsmálaráðs 4. júní 2009.
  • 9. Fundargerð menningarmálanefndar 12. og 26. maí 2009.
  • 10. Fundargerð byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar 4. júní 2009.
  • 11. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga 3. apríl og 25. maí 2009.
  • 12. Fundargerð skólanefndar MÍ 23. febrúar og 27. apríl 2009.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Skýrsla sveitarstjóra. Í skýrslu sveitarstjóra er greint frá því að búið er að ákveða hvaða leið skuli verða farin vegna breytinga á vegstæði á Kópnesbraut og hvar sá vegur kemur til með að liggja. Því er talið óhætt að auglýsa gamla barnaskólann til sölu þar sem væntanlegir kaupendur geta séð hvernig vegurinn kemur til með að liggja við húsið. Samþykkt er að auglýsa nýja skipulagið svo íbúar geti kynnt sér fyrirhugað vegstæði.
  • 2. Beiðni um framlag vegna Steinshúss. Rúna Stína Ásgrímsdóttir vék af fundi. Borist hefur erindi frá Þórarni Magnússyni þar sem hann fer þess á leit að fá 3ja millj. kr. styrk svo klára megi að gera fræðimannsíbúðina. Jón Gísli Jónsson lagði til að styrkja Steinshús um 250 þús. kr. og var það fellt með tveimur atkvæðum gegn tveimur. Rúna Stína Ásgrímsdóttir kom aftur á fundinn.
  • 3. Styrkbeiðni vegna skákhátíðar í Árneshreppi. Borist hefur erindi frá Hróknum dags. 29. maí 2009 þar sem farið er þess á leit að fá styrk að fjárhæð 50 þús. kr. vegna fyrirhugaðrar skákhátíðar í Árneshreppi en halda á þar minningarmót um Guðmund Jónsson helgina 19. til 21. júní. Rúna Stína Ásgrímsdóttir lagði til að styrkja mótið um 10 þús. kr. og var það samþykkt samhljóða.
  • 4. Styrkbeiðni vegna búningakaupa meistaraflokks Geislans. Már Ólafsson vék af fundi. Borist hefur erindi frá meistaraflokki Geislans dag. 28. maí 2009 þar sem leitað er eftir styrk til búningakaupa. Samþykkt var samhljóða að styrkja kaupin um 20 þús. kr. Már Ólafsson kom aftur á fundinn.
  • 5. Frumvarp til vegalaga. Borist hefur samþykkt frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 27. maí 2009 vegna frumvarps til vegalaga þar sem sambandið leggur áherslu á við sveitarfélög að ganga ekki til samninga við Vegagerðina um ábyrgð á viðhaldi vega fyrr en örugg og fullnægjandi fjármögnun liggur fyrir. Lagt fram til kynningar.
  • 6. Fundargerð skólanefndar 2. júní 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð skólanefndar frá 2. júní 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  • 7. Fundargerð leikskólanefndar 3. júní 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð leikskólanefndar frá 3. júní 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  • 8. Fundargerð félagsmálaráðs 4. júní 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð félagsmálaráðs frá 4. júní 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  • 9. Fundargerð menningarmálanefndar 12. og 26. maí 2009. Lagðar eru fram til samþykktar fundargerðir menningarmálanefndar frá 12. og 26. maí 2009. Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
  • 10. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar 4. júní 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá 4. júní 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  • 11. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga 3. apríl og 25. maí 2009. Lagðar eru fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga 3. apríl og 25. maí 2009. Lagt fram til kynningar.
  • 12. Fundargerð skólanefndar MÍ 23. febrúar og 27. apríl 2009. Lagðar eru fram fundargerðir skólanefndar MÍ 23. febrúar og 27. apríl 2009. Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:25.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón