A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 30. júní 2009

Ár 2009 þriðjudaginn 30. júní var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Jón Stefánsson og Eysteinn Gunnarsson varamaður.  Einnig sat fundinn Lára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Lögð voru fram tvö mál sem afbrigði á fund, Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2008/2009 og umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir Strandagaldur vegna reksturs kaffihúss.  Samþykkt var að taka afbrigði inn á fund sem 6. mál og 7. mál.

 

Þetta var gert:

 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  6 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

  • 1. Kosning skoðunarmanna, kjörstjórnar, endurskoðanda, oddvita og varaoddvita.
  • 2. Stöðugleikasáttmáli Alþýðusambands Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins, ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • 3. Fundargerð menningarmálanefndar 22. júní 2009.
  • 4. Fundargerð skólanefndar 24. júní 2009.
  • 5. Fundargerð byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar 25. júní 2009.
  • 6. Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2008/2009.
  • 7. Beiðni um umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir Strandagaldur vegna reksturs kaffihúss.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Kosning skoðunarmanna, kjörstjórnar, endurskoðanda, oddvita og varaoddvita. Samþykkt var endurkosning skoðunarmanna, kjörstjórnar, endurskoðanda, oddvita og varaoddvita.

 

Skoðunarmenn til eins árs :

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir

Signý Ólafsdóttir

Varamenn :

Jóhann Björn Arngrímsson

Úlfar Pálsson

 

Kjörstjórn vegna alþingiskosninga :

Anna Þorbjörg Stefánsdóttir

Maríus Kárason

Bryndís Sigurðardóttir

Varamenn:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Signý Ólafsdóttir

Birna Richardsdóttir

 

Endurskoðandi :

Kristján Jónasson, KPMG

 

Oddviti :

Valdemar Guðmundsson

 

Varaoddviti :

Rúna Stína Ásgrímsdóttir

 

  • 2. Stöðugleikasáttmáli Alþýðusambands Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins, ríkisstjórnar Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
  • 3. Fundargerð menningarmálanefndar 22. júní 2009. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  • 4. Fundargerð skólanefndar 24. júní 2009. Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við skólastjórnendur. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
  • 5. Fundargerð byggingar-umferðar-og skipulagsnefndar 25. júní 2009. Lagt er til að gengið verði til samninga við Fiskmarkaðinn vegna lóðar og fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
  • 6. Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga á fiskveiðiárinu 2008/2009. Lagt er til að reglur frá fyrra ári verði óbreyttar. Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum.
  • 7. Beiðni um umsögn um umsókn um rekstarleyfi fyrir Strandagaldur vegna reksturs kaffihúss. Samþykkt var að veita jákvæða umsögn um umsóknina.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:05.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón