A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 29. júní 2010

Þann 29. júní 2010 var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19 á Hólmavík og hófst hann kl. 18:15. Jón Gísli Jónsson oddviti sveitarstjórnar setti fundinn og stjórnaði honum, en auk hans sátu fundinn Jón Jónsson, Katla Kjartansdóttir, Bryndís Sveinsdóttir og Ásta Þórisdóttir sveitarstjórnarmenn. Jón Jónsson ritaði jafnframt fundargerð.

 

Jón Gísli Jónsson kynnti boðaða dagskrá fundarins í 17 liðum, sem var eftirfarandi: 

  • 1. Skýrsla oddvita.
  • 2. Kosning í nefndir og ráð.
  • 3. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar.
  • 4. Minnisblað um fund um tilflutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 21. júní 2010.
  • 5. Umsögn um rekstrarleyfi til reksturs gistiskála á vegum Árataks ehf í Broddanesskóla dags. 15. júní 2010.
  • 6. Umsögn um rekstrarleyfi vegna reksturs kaffihúss á vegum Katrínar Theodórsdóttur að Hafnarbraut 7 á Hólmavík, dags. 14. maí 2010.
  • 7. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur framkvæmdastjóra Hamingjudaga dags. 21. júní 2010 um að fá veggjalistamenn til að skreyta gamla vatnstankinn.
  • 8. Bréf frá Þorsteini Sigfússyni varðandi leyfi til silungsveiða í sjó dags. 24. júní 2010.
  • 9. Erindi frá Fiskistofu um rekstrarleyfi til kræklingaræktar á tveim stöðum í Steingrímsfirði, dags. 23. júní 2010.
  • 10. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna frá 18. júní 2010.
  • 11. Minnisblað Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur vegna Steinshúss frá 15. júní 2010.
  • 12. Tilboð frá Prentsmiðjunni Odda í endurprentun Hólmavíkurbókar dags. 16. júní 2010.
  • 13. Fundargerð Bygginga-, umferðar og skipulagsnefndar, dags. 24. júní 2010.
  • 14. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 16. júní 2010.
  • 15. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 24. júní 2010.
  • 16. Fundargerð 78. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 4. júní 2010.
  • 17. Fundargerð 119. fundar í Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði 7. júní 2010.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1. Skýrsla oddvita.

Lögð fram skýrsla oddvita og varaoddvita um störf þeirra frá síðasta fundi. Þar kemur m.a. fram að auglýst hefur verið eftir sveitarstjóra í samvinnu við Hagvang og er frestur til að sækja um til 4. júlí.

 

Sagt var frá fundi oddvitanna með Sigurði Marinó Þorvaldssyni og Snorra Jónssyni, starfsmönnum áhaldahúss, um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Þar var m.a. ákveðið að ganga sem fyrst frá gámasvæði í Skothúsvík og keyra efni í það, kanna valkosti með geymslusvæði til viðbótar, mála vegmerkingar á götur Hólmavíkur þar sem því verður við komið, fjarlægja girðingu við Hafnarbraut neðan vitans, setja þunnt malarlag á ómalbikaðar götur og fleira. Á fundinum kom einnig fram að starfsmenn áhaldahúss telja þörf á viðbótar bíl yfir sumarið þegar starfskraftar eru fleiri. Samþykkt að taka ákvörðun um bílamál í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

 

Þá kemur fram í skýrslunni að stefnt er að framkvæmdum í haust við steinkant við götuna við Borgabraut 4, en eftir er að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun sem þarf að liggja fyrir áður. Rætt hefur verið við ÍSOR um frekari könnun nú í júní á vatnsöflun fyrir sveitarfélagið.

 

Sex sjálfboðaliðar frá Seeds eru komnir til Hólmavíkur og verða í tvær vikur að störfum fyrir Strandabyggð. Þeir dvelja í Björgunarsveitarhúsinu og vinna að Hamingjudögum og tengdum verkefnum í fyrri vikunni, en að umhverfisverkefnum í seinni vikunni.

 

Rætt var um kjör sveitarstjórnar og nefnda og lagði oddviti fram tillögu þar um, sem var samþykkt samhljóða. Þá var lagt til að gerðar yrðu sérstakar samþykktir um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Strandabyggðar þar sem nákvæmlega væri kveðið á um kjör og réttindi, greiðslur vegna aksturs og fleira slíkt. Var oddvitum falið að leggja fram tillögu að slíkum samþykktum á næsta sveitarstjórnarfundi.

 

Einnig var gefið yfirlit um nokkur fyrirliggjandi verkefni í skýrslu oddvitanna.

 

2. Kosning í nefndir og ráð.

Lögð var fram tillaga um að eftirtaldir væru kosnir eða skipaðir í eftirtaldar nefndir og embætti:

 

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd:

Ásta Þórisdóttir

Lýður Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Sigurður Atlason

Viðar Guðmundsson

 

Til vara:

Valgeir Örn Kristjánsson

Ingibjörg Sigurðardóttir

Sverrir Guðbrandsson

Eysteinn Gunnarsson

Kristín S. Einarsdóttir

 

Atvinnumála- og hafnarnefnd:

Jón Eðvald Halldórsson

Jón Vilhjálmur Sigurðsson

Elfa Björk Bragadóttir

Matthías S. Lýðsson

Kristín S. Einarsdóttir

 

Til vara:

Victor Örn Victorsson

Sverrir Guðbrandsson

Bryndís Sveinsdóttir

Arnar S. Jónsson

Guðrún Guðfinnsdóttir

 

Menningarmálanefnd:

Rúna Stína Ásgrímsdóttir

Lýður Jónsson

Salbjörg Engilbertsdóttir

Ester Sigfúsdóttir

Steinunn J. Þorsteinsdóttir

 

Til vara:

Einar Indriðason

Jón Alfreðsson

Lára Guðrún Agnarsdóttir

Kristinn Schram

Guðrún Guðfinnsdóttir

 

Íþrótta- og tómstundanefnd:

Vala Friðriksdóttir

Kristján Sigurðsson

Aðalbjörg Guðbrandsdóttir

Kristjana Eysteinsdóttir

Hildur Guðjónsdóttir

 

Til vara:

Jón T. Guðlaugsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ragnheiður B. Guðmundsdóttir

Rósmundur Númason

Arnar S. Jónsson

 

Félagsmála- og jafnréttisnefnd:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Sverrir Guðmundsson

Bryndís Sveinsdóttir

Jóhanna Guðbrandsdóttir

Rósmundur Númason

 

Til vara:

Jóhann L. Jónsson

Sigurrós Þórðardóttir

Sólveig Halldórsdóttir

Jensína Pálsdóttir

Arnar S. Jónsson

 

Endurskoðandi

Kristján Jónasson hjá KPMG

 

Skoðunarmenn reikninga

Jóhann Björn Arngrímsson

Signý Ólafsdóttir

 

Til vara:

Jón Alfreðsson

Elfa Björk Bragadóttir

 

Héraðsnefnd Strandasýslu

Jón Gísli Jónsson

Jón Jónsson

 

Til vara:

Ásta Þórisdóttir

Katla Kjartansdóttir

 

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

3. Samþykktir um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar.

Lögð fram tillaga varaoddvita að samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar. Samþykktar samhljóða. Ákveðið að birta samþykktirnar á vef sveitarfélagsins.

 

4. Minnisblað um fund um tilflutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 21. júní 2010.

Fundargerð starfshóps Fjórðungssambands Vestfirðinga um tilflutning á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga 21. júní 2010 lögð fram til kynningar. Einnig var minnisblað Jóns Jónssonar frá sama fundi lagt fram til kynningar. Skipa þarf nýjan fulltrúa í starfshópinn fyrir hönd Strandabyggðar í stað Ásdísar Leifsdóttur og var Kötlu Kjartansdóttir falið að vinna í málinu.

 

Kynningarfundur fyrir sveitarstjórnir á Ströndum vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 1. júlí kl. 13:00. Samþykkt að boða Félagsmálanefnd á fundinn, auk sveitarstjórnar.

 

5. Umsögn um rekstrarleyfi til reksturs gistiskála á vegum Árataks ehf í Broddanesskóla dags. 15. júní 2010.

Lögð fram beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til reksturs gistiskála á vegum Árataks ehf í Broddanesskóla. Um er að ræða viðbót við áður útgefið rekstrarleyfi. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarleyfi verði veitt.

 

6. Umsögn um rekstrarleyfi vegna reksturs kaffihúss á vegum Katrínar Theodórsdóttur að Hafnarbraut 7 á Hólmavík, dags. 14. maí 2010.

Lögð fram beiðni um umsögn um rekstrarleyfi fyrir kaffihús á vegum Katrínar Theodórsdóttur að Hafnarbraut 7 á Hólmavík. Sótt er um tímabundið rekstrarleyfi frá 1. júní - 31. ágúst 2010. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að tímabundið rekstrarleyfi verði veitt, en vakin er athygli á að breyta þarf aðalskipulagi ef um áframhaldandi rekstur verður að ræða í húsinu.

 

7. Erindi frá Kristínu S. Einarsdóttur framkvæmdastjóra Hamingjudaga dags. 21. júní 2010 um að fá veggjalistamenn til að skreyta gamla vatnstankinn.

Lögð fram hugmynd frá Kristínu S. Einarsdóttir dags. 21. júní 2010 um að fá veggjalistamenn til að skreyta gamla vatnstankinn á Hólmavík. Skiptar skoðanir eru um hugmyndina í sveitarstjórn, en rætt um að upplýsingar um útlit og kostnað vanti til að hægt sé að taka endanlega afstöðu til málsins. Ákveðið að afla frekari gagna áður en lengra er haldið, ásamt því kanna viðhorf íbúa til verkefnisins á vefsíðu Strandabyggðar.  

 

8. Bréf frá Þorsteini Sigfússyni varðandi leyfi til silungsveiða í sjó dags. 24. júní 2010.

Lagt fram bréf frá Þorsteini Sigfússyni varðandi leyfi til silungsveiði í sjó, þar sem hann óskar eftir því við sveitarstjórn að hún heimili ekki netalagnir til silungsveiða fyrir landi Hólmavíkur (Strandabyggðar). Sveitarstjórn vill taka sér tíma til næsta fundar til að skoða málin betur og mun ekki veita ný leyfi fyrir netalögnum í landi Strandabyggðar þangað til. Jafnframt er minnt á að í gildi eru Lög um lax og silungsveiði nr. 61/2006 þar sem m.a. kemur fram í 15.gr. að ekki má leggja net nær ósi straumvatns en 1500 eða 2000 metra eftir vatnsmagni árinnar, en gangi lax í straumvatn má aldrei leggja net nær en 2000 metra. Eru íbúar Strandabyggðar hvattir til að fara eftir lögunum.

 

9. Erindi frá Fiskistofu um rekstrarleyfi til kræklingaræktar á tveim stöðum í Steingrímsfirði, dags. 23. júní 2010.

Lagt fram erindi frá Fiskistofu um rekstrarleyfi til kræklingaræktar á vegum ST2 ehf, á tveim stöðum í Steingrímsfirði, dags. 23. júní 2010. Óskað er eftir umsögn Strandabyggðar eða athugasemdum við rekstrarleyfið innan 10 daga. Sveitarstjórn fagnar þeirri nýsköpunar- og þróunarvinnu sem ST2 ehf standa fyrir í kræklingarækt í Steingrímsfirði og samþykkir að gera ekki athugasemdir við leyfisveitinguna.

 

10. Fundargerð stjórnar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna frá 18. júní 2010.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna frá 18. júní 2010.

 

11. Minnisblað Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur vegna Steinshúss frá 15. júní 2010. 

Lagt fram til kynningar minnisblað Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur vegna Steinshúss frá 15. júní 2010. 

 

12. Tilboð frá Prentsmiðjunni Odda í endurprentun Hólmavíkurbókar dags. 16. júní 2010.

Tekið fyrir tilboð frá Prentsmiðjunni Odda í endurprentun Hólmavíkurbókar dags. 16. júní 2010. Ákveðið að hafna tilboðinu að svo stöddu, en ræða við höfund Hólmavíkurbókar um framhaldið.

 

13. Fundargerð Bygginga-, umferðar og skipulagsnefndar, dags. 24. júní 2010.

Lögð fram til samþykktar fundargerð Bygginga-, umferðar og skipulagsnefndar frá 24. júní 2010. Fundargerðin samþykkt samhljóða. Fram kom að fyrirhugaður er fundur í næstu viku með byggingarfulltrúa, Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd og fulltrúum úr sveitarstjórn þar sem skipst verður á upplýsingum og rætt um starfshætti.

 

14. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 16. júní 2010.

Lögð fram til samþykktar fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar frá 16. júní 2010. Varðandi lið 1 er samþykkt að boði á vinabæjarmót í Tanum verði tekið. Að hámarki verði þrír studdir til ferðarinnar, en á mótinu verður m.a. unnið að stefnumótun til framtíðar um vinabæjarsamstarfið. Fundargerð Menningarmálanefndar samþykkt samhljóða.

 

15. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 24. júní 2010.

Frestað er að taka fyrir fundargerð Menningarmálanefndar frá 24. júní 2010.

 

16. Fundargerð 78. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 4. júní 2010.

Lögð fram til kynningar fundargerð 78. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 4. júní 2010.

 

17. Fundargerð 119. fundar í Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði 7. júní 2010.

Lögð fram til kynningar fundargerð 119. fundar í Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði frá 7. júní 2010.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 21:46.

 

Jón Gísli Jónsson (sign)                     Bryndís Sveinsdóttir (sign)

Katla Kjartansdóttir (sign)                 Ásta Þórisdóttir (sign)

Jón Jónsson (sign)
 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón