A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 26. maí 2010

 

Ár 2010 miðvikudaginn 26. maí var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:  Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  7 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

  • 1. Ársreikningur Strandabyggðar árið 2009, fyrri umræða.
  • 2. Erindi frá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra vegna hugmynda um nýtt hljóðkerfi.
  • 3. Beiðni frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar um kaup á töskuskápum.
  • 4. Beiðni frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fjárstuðning við úgáfu bókar um 100 örnefni vítt og breitt um landið.
  • 5. Tillaga um kaup á eignarlóð að Hafnarbraut 17.
  • 6. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 10. maí 2010.
  • 7. Fundargerð Skólanefndar Grunn- og Tónskólans á Hólmavík dags. 18. maí 2010.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Ársreikningur Strandabyggðar árið 2009, fyrri umræða. Kristján Jónasson endurskoðandi mætti á fundinn og fór yfir ársreikning Strandabyggðar. Farið var yfir rekstrarreikning sveitarfélagsins en rekstrartekjur námu tæpum 327 milljónum kr. og rekstrargjöld rétt rúmum 303 milljónum króna fyrir afskriftir í A-hluta en afskriftir námu tæpum 14 milljónum króna og því hagnaður af rekstri fyrir fjármunatekjur og fjármunagjöld tæpar 10 milljónir. Rekstrarniðustaðan eftir fjármunagjöld er neikvæð um rúmar 24 milljónir kr. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir A-hluta rúmum 609 milljónir króna, þar af nema fastafjármunir tæpum 393 milljónum kr. en eigið fé nam tæpum 320 millj. kr. og langtímaskuldir tæpum 239 millj. kr. en ekki hefur verið tekið nýtt lán frá árinu 2005. Oddviti lagði til að vísa reikningum sveitarfélagsins til annarar umræðu og var það samþykkt samhljóða.
  • 2. Erindi frá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra vegna hugmynda um nýtt hljóðkerfi. Borist hefur erindi frá skólastjóra og aðstoðarskólastjóra þar sem greint er frá því að hljóðkerfi í eigu sveitarfélagsins sé orðið barns síns tíma og þörf á að nýrra og betra hljóðkerfi verði keypt. Er bent á að fjölmargir viðburðir eru ár hvert á vegum skólans sem og annarra aðila. Samþykkt var með fjórum greiddum atkvæðum að kaupa hljóðkerfi og taka lægra tilboði náist að fá kerfið afhent fyrir Hamingjudaga, en einn sat hjá.
  • 3. Beiðni frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar um kaup á töskuskápum. Borist hefur erindi frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar um nauðsyn þess að settir verði upp fleiri töskuskápar í búningsklefum. Samþykkt er samhljóða að verða við erindinu.
  • 4. Beiðni frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fjárstuðning við úgáfu bókar um 100 örnefni vítt og breitt um landið. Borist hefur erindi frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem leitað er eftir fjárstuðningi við úgáfu bókar um 100 örnefni vítt og breitt um landið. Samþykkt er samhljóða að hafna erindinu.
  • 5. Tillaga um kaup á eignarlóð að Hafnarbraut 17. Gerð er tillaga um að keypt verði eignarlóðin að Hafnarbraut 17 og eigendum gert tilboð upp á 600.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
  • 6. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar dags. 10. maí 2010. Lögð er fram til samþykktar fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar frá 10. maí 2010. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  • 7. Fundargerð Skólanefndar Grunn- og Tónskólans á Hólmavík dags. 18. maí 2010. Lögð er fram til samþykktar fundargerð Skólanefndar Grunn- og Tónskólans á Hólmavík frá 18. maí 2010. Jón Gísli Jónsson vék af fundi. Fundargerðin er samþykkt samhljóða. Jón Gísli Jónsson kom inn á fundinn.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:50.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón