A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 22. apríl 2008

Ár 2008 þriðjudaginn 22. apríl var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Oddviti leitaði afbrigða við boðaða dagskrá um að 12. og 13. liðurinn yrði teknir inn á dagskrá  og var það samþykkt. Oddviti kynnti þá dagskrá fundarins í 13. töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Beiðni frá Skíðafélagi Strandamanna um styrk til kaupa á skíðagöllum fyrir yngstu keppendur félagsins.
3. Uppsögn varaslökkviliðsstjóra úr slökkviliði Strandabyggðar.
4. Tillögur um endurnýjun á skólarútu Strandabyggðar.
5. Tillögur um kaup á sláttuvél fyrir Strandabyggð.
6. Tilboð frá Óskaþrifum ehf. um þrif á húsnæði í eigu Strandabyggðar.
7. Fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar dags. 21.02.2008.
8. Fundargerð Landbúnaðarnefndar Strandabyggðar dags. 14.04.2008.
9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 11.04.2008.
10. Tilboð frá IPA um heilstætt myndatilboð fyrir Strandabyggð.
11. Bókun bæjarstjórnar Bolungarvíkur dags. 27.03.2008.
12. Erindi frá Súðavíkurhreppi um námsvist barns utan lögheimilissveitarfélags.
13. Auglýsing frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2007/2008.

Þá var gengið til dagskrár.


1. Skýrsla sveitarstjóra.
 
Sagt er frá fyrirhugaðri formlegri opnun hússins að Höfðagötu 3 sem verður 24. apríl n.k. en þar verður mikil dagskrá í boði. Fyrst verður athöfn í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem afhending styrkja frá Menningarráði Vestfjarða fer fram. Þá mun vera opið hús að Höfðagötu 3 frá kl. 16:00 til 18:00 þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri til að skoða húsnæðið og þiggja kaffi og kleinur. 

Þá er sagt frá fyrirspurnum framkvæmdastjóra Hamingjudaga vegna hátíðarinnar er vörðuðu hamingjuvef, aldurstakmark á böll og skiptingu tjaldsvæðis fyrir hátíðargesti, þ.e. fjölskyldufólk og yngra fólk. 

Að endingu var bent á að tilnefna þurfi nýja menn í nefndir í stað Gunnlaugs Sighvatssonar og var samþykkt að tilnefna Þorstein Newton sem aðalmann í Atvinnumálanefnd og varamann í Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd en Snorri Jónsson færist upp sem aðalmaður. Þá er Bryndís Sveinsdóttir tilnefnd sem varamaður í Landbúnaðarnefnd. 


2. Beiðni frá Skíðafélagi Strandamanna um styrk til kaupa á skíðagöllum fyrir yngstu keppendur félagsins.
Borist hefur erindi frá Skíðafélagi Strandamanna dags. 10. apríl 2008 þar sem farið er þess á leit við Strandabyggð að styrkja kaup á skíðagöllum fyrir yngri keppendur. Samþykkt var samhljóða að veita styrk upp á 100 þús. kr.


3. Uppsögn varaslökkviliðsstjóra úr slökkviliði Strandabyggðar.
 
Borist hefur erindi frá varaslökkviliðsstjóra Strandabyggðar, Ingimundi Jóhannssyni, dags. 15. apríl 2008 þar sem hann segir af sér sem varaslökkviliðsstjóri og óskar eftir því að verða tekinn af útkallslista liðsins strax. Sveitarstjórn þakkar Ingimundi gott starf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Þá var samþykkt hjá sveitarstjórn að boða fulltrúa slökkviliðsins á sinn fund til að ræða um málefni slökkviliðsins og skipun nýs varaslökkviliðsstjóra.


4. Tillögur um endurnýjun á skólarútu Strandabyggðar. 
Verið er að skoða endurnýjun á skólarútu sem er orðið tímabært að endurnýja. Búið er að leita tilboða í nýjan Sprinter og Vario frá Mercedes Bens. Samþykkt var að leita eftir fleiri tilboðum frá öðrum bílaumboðum og jafnvel að skoða notaða rútu, eins til tveggja ára gamla.


5.  Tillögur um kaup á sláttuvél fyrir Strandabyggð. 
Leitað er eftir tilboðum í sláttuvélar fyrir Strandabyggð og er búið að kanna nokkrar tegundir. Samþykkt var að leita eftir fleiri tilboðum.


6. Tilboð frá Óskaþrifum ehf. um þrif á húsnæði í eigu Strandabyggðar. 
Borist hefur tilboð frá Óskaþrifum ehf. um þrif á áhaldahúsi, salernum á tjaldsvæði og Íþróttamiðstöð.  Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Óskaþrif ehf.


7. Fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar dags. 21.02.2008. 
Lögð er fram fundargerð Umhverfisnefndar Strandabyggðar sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 18. mars s.l.  Lögð fram til kynningar.


8. Fundargerð Landbúnaðarnefndar Strandabyggðar dags. 14.04.2008. 
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Landbúnaðarnefndar Strandabyggðar frá 14. apríl sl. Fundargerðin var samþykkt samhljóða.


9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 11.04.2008. 
Lögð er fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 11. apríl s.l.  Lagt fram til kynningar.


10. Tilboð frá IPA um heilstætt myndatilboð fyrir Strandabyggð. 
Borist hefur tilboð frá IPA um heilstætt myndatilboð fyrir Strandabyggð þar sem teknar væru myndir sem nota mætti í kynningu eða hvaða notkun sem er s.s. bæklinga o.fl. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.


11. Bókun bæjarstjórnar Bolungarvíkur dags. 27.03.2008. 
Borist hefur bókun frá bæjarstjórn Bolungarvíkur dags. 27. mars sl. þar sem farið er þess á leit við ríkisstjórnina að hún greiði laun forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða samkvæmt samningi sem gerður var á milli ríkis og sveitarfélags. Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur heilshugar undir bókunina og tekur undir kröfur bæjarstjórnar.


12. Erindi frá Súðavíkurhreppi um námsvist barns utan lögheimilissveitarfélags. 
Borist hefur erindi frá Súðavíkurhreppi þar sem farið er þess á leit að Kristján R. Jóhönnuson fái að stunda nám í Grunnskólanum í Hólmavík skólaárið 2008-2009. Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir samhljóða erindið.


13. Auglýsing frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2007/2008. 

Borist hefur auglýsing frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2007/2008. Samþykkt var samhljóða að fela sveitarstjóra að senda inn umsókn.

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón