A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 18. feb. 2009

Ár 2009 miðvikudaginn 18. febrúar var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn, Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  9 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2009 ásamt 3ja ára áætlun 2010-2012, seinni umræða.
2. Beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi.
3. Beiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu um fjárstuðning á árinu 2009.
4. Beiðni frá Leikfélagi Hólmavíkur um fjárstyrk fyrir árið 2009.
5. Kynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Markviss ráðgjöf ásamt tilboði um tilraunaverkefni á umræddri ráðgjöf.
6. Erindi frá stjórn Þróunarseturs á Hólmavík um málefni setursins.
7. Erindi frá stjórn HSS um fyrirkomulag ákvarðanatöku um Unglingalandsmót UMFÍ.
8. Fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
9. Fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2009 ásamt 3ja ára áætlun 2010-2012, seinni umræða. 
Lögð er fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2009, endurskoðaðri áætlun 2008 og þriggja ára áætlun 2010-2012. Í fjárhagsáætlun 2009 sem lögð er fram til seinni umræðu er gert ráð fyrir að  rekstur sveitarfélagsins skili tekjuafgangi upp á rúmar 29 millj. kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði en hallarekstri upp á rúmar 23 millj. kr. með fjármagnsliðum og afskriftum. 

Er lagt til, í ljósi efnahagsaðstæðna í landinu, að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki ekki utan hækkun á mötuneytisgjaldi hjá leikskólanum á Lækjarbrekku en gjaldið hefur ekki tekið neinum breytingum frá árinu 2000. Þá er gert ráð fyrir miklu aðhaldi í rekstri en hann verði óbreyttur að öðru leyti, að ekki verði nýjar lántökur á árinu og fjárfestingar verði 12 millj. kr. Þá er beiðni leikskólastjóra um launað námsleyfi skólaárið 2009-2010 hafnað að svo stöddu með fjórum greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti. 

Fjárhagsáætlun ársins 2009, endurskoðuð áætlun ársins 2008 og þriggja ára áætlun áranna 2010-2012 voru lagðar fram til samþykktar og voru þær samþykktar með fjórum greiddum atkvæðum en einn greiddi atkvæði á móti. 


2. Beiðni frá Sýslumanninum á Hólmavík um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi. 
Borist hefur erindi frá Sýslumanninum á Hólmavík dags. 10. febrúar 2009 þar sem farið er þess á leit að sveitarstjórn veiti umsögn um umsókn um rekstrarleyfi til handa Kaupfélagi Steingrímsfjarðar vegna reksturs söluskála að Höfðatúni, Hólmavík. Sveitarstjórn samþykkir rekstrarleyfið fyrir sitt leyti.


3. Beiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu um fjárstuðning á árinu 2009. 
Borist hefur beiðni frá Félagi eldri borgara í Strandasýslu dags. 8. febrúar 2009 um fjárstuðning á árinu 2009.  Samkvæmt samþykkt í fjárhagsáætlun ársins 2009 er veittur styrkur að fjárhæð 175.000 kr. 


4. Beiðni frá Leikfélagi Hólmavíkur um fjárstyrk fyrir árið 2009. 
Borist hefur beiðni frá Leikfélagi Hólmavíkur dags. 12. febrúar 2009 um fjárstyrk fyrir árið 2009. Samkvæmt samþykkt í fjárhagsáætlun ársins 2009 er veittur styrkur að fjárhæð 200.000 kr.


5. Kynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Markviss ráðgjöf ásamt tilboði um tilraunaverkefni á umræddri ráðgjöf.
 
Borist hefur erindi frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þar sem kynnt er Markviss ráðgjöf ásamt tilboði um tilraunaverkefni á umræddri ráðgjöf. Samþykkt var að boða Kristínu S. Einarsdóttur til að kynna verkefnið fyrir sveitarstjórn.


6. Erindi frá stjórn Þróunarseturs á Hólmavík um málefni setursins. 
Borist hefur erindi frá stjórn Þróunarseturs á Hólmavík dags. 10. febrúar 2009 þar sem þátttakendur í Þróunarsetrinu á Hólmavík setja fram sínar áherslur um næstu skref til að fjölga megi skrifstofum í húsnæðinu. Samþykkt var að fjölga skrifstofum um eina til að byrja með fjórum greiddum atkvæðum en einn sat hjá. Þá kom fram tillaga um að tilnefna Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur í hússtjórn að Höfðagötu 3 og var það samþykkt samhljóða.


7. Erindi frá stjórn HSS um fyrirkomulag ákvarðanatöku um Unglingalandsmót UMFÍ.
Borist hefur erindi frá stjórn HSS dags. 5. febrúar 2009 um fyrirkomulag ákvarðanatöku um Unglingalandsmót UMFÍ þar sem stjórnin vill koma á framfæri óánægju sinni hvernig staðið hafi verið við ákvarðanatöku um að falla frá því að halda Unglingalandsmót á Hólmavík 2010. Sveitarstjóra falið að senda stjórn HSS bréf í samræmi við umræður.


8. Fundargerðir Skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.
 
Borist hafa 5 fundargerðir Skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði. Lagt fram til kynningar.


9. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. 
Borist hefur fundargerð heilbrigðisnefndar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 6. febrúar 2009. Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:25.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón