A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 11. ágúst 2009

Ár 2009 þriðjudaginn 11. ágúst var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar.  Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00.  Valdemar Guðmundsson oddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hans sátu fundinn Rúna Stína Ásgrímsdóttir, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson og Jón Stefánsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Þetta var gert:

 

Oddviti kynnti dagskrá fundarins í  9 töluliðum, sem var eftirfarandi:

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

  • 1. Styrkbeiðni Þróunarseturs á Hólmavík og Arnkötlu 2008 vegna atvinnu-og menningarsýningar á Ströndum. Borist hefur styrkbeiðni frá Þróunarsetrinu á Hólmavík og Arnkötlu 2008 dags. 31. júlí 2009 vegna atvinnu- og menningarsýningar á Ströndum sem opnuð verður 29. ágúst n.k. Er farið þess á leit að sveitarfélagið leggi til Félagsheimilið á Hólmavík undir sýninguna og styrki auk þess verkefnið um 300.000 kr. Samþykkt var með þremur atkvæðum að heimila notkun á Félagsheimilinu undir sýninguna gegn því að húsið verði rýmt af sýningaraðila, þurfi sveitarfélagið á því að halda, og hann beri ábyrgð á húsnæðinu á meðan á sýningu stendur en sveitarfélagið sjái um þrif á húsinu og verði það metið sem styrkur til sýningarinnar ásamt húsaleigunni. Einnig var samþykkt með þremur atkvæðum að vísa beiðni um fjárstyrk til héraðsnefndar. Tveir greiddu atkvæði gegn tillögunni og höfnuðu erindinu alfarið.
  • 2. Undirskriftarlisti vegna staðsetningu beitningagáma á tanganum. Borist hefur undirskriftarlisti frá íbúum Höfðagötu 2, 7 og 13 þar sem farið er fram á að beitningagámar verði fjarlægðir vegna hávaðamengunar og slæmrar lyktar og frárennsli í götunni lagað. Búið er að laga útrásina hjá sveitarfélaginu og lögnin ekki stíflast eftir það og vitað er að Hólmadrangur lokar frárennslinu frá sér í næstu viku. Samþykkt var með fjórum greiddum atkvæðum að senda Sorpsamlagi Strandasýslu erindi um að fjarlægður verði ruslagámur af svæðinu og settir verði litlir ruslagámar fyrir hvern beitingaskúr sem hægt verði að læsa. Einn greiddi atkvæði gegn tillögunni og lét bóka að hann fordæmi svona undirskriftasöfnun sem þessa.
  • 3. Bréf frá Skipulagsstofnun um matslýsingu vegna vinnu við tillögu að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2008-2020. Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun dags. 10. júlí 2009 þar sem fjallað er um matslýsingu vegna vinnu við tillögu að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2008-2020. Lagt fram til kynningar.
  • 4. Úrdráttur úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Efling fjárlaga- og fjárhagsáætlunargerðar. Borist hefur úrdráttur úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um eflingu fjárlaga- og fjárhagsáætlunargerðar hjá hinu opinbera. Lagt fram til kynningar.
  • 5. Fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar 22. júlí 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar frá 22. júlí 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  • 6. Fundargerð leikskólanefndar Strandabyggðar 5. ágúst 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð leikskólanefndar Strandabyggðar frá 5. ágúst 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  • 7. Fundargerð skólanefndar Strandabyggðar 5. ágúst 2009. Lögð er fram til samþykktar fundargerð skólanefndar grunn- og tónskólans á Hólmavík frá 5. ágúst 2009. Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
  • 8. Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga vegna kjörbréfs þingfulltrúa 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga. Borist hefur erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dags. 15. júlí 2009 þar sem óskað er eftir að send verði kjörbréf vegna 54. Fjórðungsþings Vestfirðinga. Búið er að senda inn kjörbréf til sambandsins.
  • 9. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Borist hefur erindi frá Láru Jónsdóttur þar sem farið er þess á leit að Arna M. Ólafsdóttir fái að sækja námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Umsóknin var samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:15.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón