A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn - 10. mars 2009

Ár 2009 þriðjudaginn 10. mars var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaoddviti setti fundinn og stjórnaði honum en auk hennar sátu fundinn, Jón Gísli Jónsson, Már Ólafsson, Jón Stefánsson og Ásta Þórisdóttir varamaður. Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Varaoddviti kynnti dagskrá fundarins í  7 töluliðum, sem var eftirfarandi:


1. Skýrsla sveitarstjóra.
2. Verksamningur v/aksturs skólabarna úr Ísafjarðardjúpi.
3. Bréf frá Orkusetri iðnaðarráðuneytis um mögulega þátttöku sveitarfélagsins í átaksverkefni til orkusparnaðar og atvinnusköpunar.
4. Minnisblað v/fundar um Vegaskrá 25. febrúar 2009.
5. Fundargerðir Atvinnumálanefndar Strandabyggðar 19. febrúar 2009 og 26. febrúar 2009.
6. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar 23. febrúar 2009.
7. Fundargerð Byggingar,-umferðar-og skipulagsnefndar Strandabyggðar 4. mars 2009.


Þá var gengið til dagskrár.


1. Skýrsla sveitarstjóra. 
Kristín S. Einarsdóttir ætlaði að koma á fund sveitarstjórnar og kynna fyrir henni hvað felist í verkefninu „Markviss ráðgjöf" en fresta verður kynningunni til næsta fundar vegna veikinda hennar.


2. Verksamningur v/aksturs skólabarna úr Ísafjarðardjúpi. 
Lagður er fram til samþykktar verksamningur við Þórð Halldórsson vegna aksturs skólabarna úr Ísafjarðardjúpi skólaárið 2008-2009. Samningur var samþykktur með þeirri breytingu að í stað verðlagsbreytingar standi breytingar á olíuverði líkt og samþykkt var upphaflega.


3. Bréf frá Orkusetri iðnaðarráðuneytis um mögulega þátttöku sveitarfélagsins í átaksverkefni til orkusparnaðar og atvinnusköpunar. 
Borist hefur bréf frá Orkusetri iðnaðarráðuneytis um mögulega þátttöku sveitarfélagsins í átaksverkefni til orkusparnaðar og atvinnusköpunar. Sveitarstjórn fagnar þessu átaki og felur sveitarstjóra að svara erindinu.


4. Minnisblað v/fundar um vegaskrá 25. febrúar 2009. 
Lagt er fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gerð nýrrar vegaskrár hjá Vegagerð ríkisins. Lagt fram til kynningar.


5. Fundargerðir Atvinnumálanefndar Strandabyggðar 19. febrúar 2009 og 26. febrúar 2009
Lagðar eru fram til samþykktar fundargerðir Atvinnumálanefndar Strandabyggðar frá 19. febrúar 2009 og 26. febrúar 2009. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðirnar.


6. Fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar 23. febrúar 2009
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Menningarmálanefndar Strandabyggðar frá 23. febrúar 2009. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina.


7. Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar 4. mars 2009.
Lögð er fram til samþykktar fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar Strandabyggðar frá 4. mars 2009. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fundargerðina.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón