A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sterkar Strandir 8. desember 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2023

Fundar verkefnisstjórnar Sterkra Stranda þann 8.12.2022 kl. 15:00, fundur haldinn um
fjarfundabúnað. Mætt eru: Kristján Þ. Halldórsson (formaður), Agnes Arnardóttir, Aðalsteinn
Óskarsson, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Sigríður Jónsdóttir. Sigurður Líndal verkefnisstjóri
sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
Fjarstaddar: Guðrún Ásla Atladóttir, Helga Harðardóttir.
Kristján býður fólk velkomið. Gengið til dagskrár.

Dagskrá:
1. Staða verkefna
Kristján biður Sigurð að fara yfir stöðu styrktra verkefna. Staða verkefna nokkuð
góð heilt yfir

2. Næsta úthlutun Frumkvæðissjóðs
Ákveðið að opna fyrir umsóknir sem fyrst og veita umsóknafrest til 16. janúar.
Sigurði falið að vinna auglýsingu fyrir umsóknaferlið og senda verkefnisstjórn til
samþykktar.

3. Áform um hótel á Hólmavík
Sigríður, fulltrúi sveitarstjórnar í verkefnisstjórn, upplýsir fundarmenn um stöðu
málsins sem er enn til skoðunar.

4. Grunnskólinn
Sigríður upplýsir fundarmenn um stöðu mála í grunnskólanum eftir að mygla
fannst í skólanum.

5. Strandir.is
Að undangengnum umræðum var neðangreind ályktun samþykkt samhljóða.
Verkefnisstjóra var falið að senda hana til sveitarstjórnar og sveitarstjóra Strandabyggðar ásamt
Sýslinu verkstöð.Veffundur verkefnisstjórnar 8. desember 2022

Erindi til sveitarstjórnar og sveitarstjóra Strandabyggðar ásamt Sýslinu verkstöð.
Varðar vefinn Strandir.is

Á íbúaþingi í Strandabyggð í júní 2020 var eitt af áherslumálefnum íbúa að koma upp vef til
kynningar á byggðarlaginu og ásamt með möguleikum á söluvef fyrir vörur úr héraði. Sýslið
verkstöð, frumkvöðlar á svæðinu, tóku í kjölfar íbúaþingsins við keflinu og komu upp vefnum
Strandir.is. Vefurinn er að mati verkefnisstjórnar Sterkra Stranda vel heppnaður og hefur mætt
þörfum íbúa byggðarlagsins með ágætum.
Í samræmi við áherslur íbúa og í kjölfar vandaðra umsókna hefur verkefnið Sterkar Strandir
úthlutað vefnum styrkjum til hönnunar og starfsemi vefsins svo sem hér segir:
• 2020 úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða (samkeppni á landsvísu) 8.700.000
• 2022 úthlutun úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda 380.000
Alls hefur verið úthlutað 9.080.000 krónum til vefsins Strandir.is af 39.900.000 krónum sem til
ráðstöfunar hafa verið. Það eru tæp 23% af því fé sem til úthlutunar hefur verið í Strandabyggð
í verkefninu Sterkar Strandir á árunum 2020-2022. Af því má ráða að úthlutunarnefnd
Öndvegissjóðs og verkefnisstjórn Sterkra Stranda hafa lagt áherslu á framgang verkefnisins.
Það er leitt ef sú mikla og vandaða vinna sem lögð hefur verið í vefinn ónýtist með því að
rekstrargrundvöllur vefsins veikist með boðuðum slitum á samstarfi Strandabyggðar og Sýslsins
um Strandir.is. Verkefnisstjórn hvetur aðila til að leita frekara samstarfs og leiða til að styrkja
grundvöll vefsins þannig að verkefnið megi áfram miðla efni úr Strandabyggð og af Ströndum
í heild.

6. Önnur mál
Rætt var um samstarf sveitarfélagsins og verkefnisins Sterkra Stranda. Senn hefst síðasta ár
verkefnisins og því mjög mikilvægt að Strandabyggð og íbúar samfélagsins nýti tækifæri sem
kunna að felast í verkefninu sem allra best. Sigurði og Kristjáni var falið að móta bókun og
erindi til sveitarstjórnar þar sem óskað verður eftir fundi verkefnisstjórnar Sterkra Stranda með
sveitarstjórn um samstarfið. Bókunin verði afgreidd/samþykkt í tölvupósti í verkefnisstjórn
áður en erindið fer til sveitarstjórnar.

Fleira ekki gjört. Fundi slitið 16:01

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón