A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 5. ágúst 2009

Fundur haldinn í skólanefnd 5. ágúst 2009 á í Grunnskólanum á Hólmavík og hófst hann kl. 18:00.  Mættir eru: Ester Sigfúsdóttir formaður skólanefndar, Kristján Sigurðsson,  Bjarni Ómar Haraldsson, Sigríður Jónsdóttir, Jóhann Á. Gunnarsson og Ingimundur Pálsson.  Einnig sat fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi;

 

  1. Starfsmannamál.
  2. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 

  1. Starfsmannamál.  Þrjár umsóknir bárust um starf við liðveislu og eftir umfjöllun var ákveðið að ganga til samninga við Jóhönnu Hreinsdóttur iðjuþjálfa og hún ráðin í starfið.  Ekki var sótt um stöðu íþróttakennara en búið er að leysa það mál og mun Jóhanna Ása Einarsdóttir sjá um kennsluna að mestu leyti í vetur.  Þár er búið að ráða Stefán S. Jónsson sem tónlistarkennara í vetur og mun hann kenna yngri nemendum sem og halda utan um hljómsveitastarfið.
  2. Önnur mál.  Kristján greindi frá því að Skólaskjólið yrði starfrækt innan veggja skólans í vetur en erfitt sé að finna því pláss.  Það verði hins vegar leyst innan skólans áður en starfsemi hans hefst í haust.  Þá greindi Bjarni Ómar frá því að búið hafði verið að safna 305 þús. kr. fyrir flygli þegar Verkalýðsfélag Vestfjarða, af miklum rausnarskap, veitti 745 þús. kr. styrk til kaupanna.  Nefndin sendir Verkalýðsfélaginu sínar bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.  Stefnt er að því að kaupa flygil nú í haust og verður mikil viðhöfn þegar hann kemur.  Þá lagði Ester fram nýjar reglugerðir um skólahald, skólaakstur og aðbúnað í skóla.  Þá greindi Ásdís frá því að búið væri að semja um skólaakstur fyrir næsta skólaár og er ætlunin að setja upplýsingar um skólaaksturinn inn á Mentor vefinn sem og vef sveitarfélagsins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundagerð lesin og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 19:45.

 

Ester Sigfúsdóttir (sign)

Jóhann Á. Gunnarsson (sign)

Bjarni Ó. Haraldsson  (sign)

Sigríður Jónsdóttir  (sign)

Ingimundur Pálsson  (sign)

Kristján Sigurðsson  (sign)

Ásdís Leifsdóttir  (sign)

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón