A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 29. jan. 2009

Fundur haldin í kaffistofu kennara, mættir Victor Örn Victorsson, Kristján Sigurðsson, Ester Sigfúsdóttir, Gunnar Björn Melsted, Bjarni Ómar Haraldsson, Ingimundur Pálsson, Jóhann Áskell Gunnarsson, Sverrir Guðbrandsson, Sigurrós G Þórðardóttir og Sigríður Jónsdóttir. Fundur settur af formanni kl.17:00.
 
1. mál
Tímamagn fyrir Grunnskólann skólaárið 2009-2010.
Grunnskólinn sækir um 297 vikustundir til almennrar kennslu, sérkennslu og fyrir heimanám og skólaskjól fyrir árið 2009-2010 sem er sama tímamagn og á yfirstandandi ári. Skólanefnd samþykkir tímamagnið.


2. mál
Umræður vegna sparnaðartillagna
Skólanefnd er einróma um að ekki séu forsendur fyrir því að svo komnu máli að nefndin taki afstöðu til þeirra tillagna sem komið hafa fram um sparnað og hagræðingu í rekstri Grunnskólans og Tónskólans. Nefndin sér ekki fært að taka afstöðu til þessara tillagna fyrr en að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar og þá að gögn og útreikningar liggi fyrir.

Hvað varðar hugmyndir þær sem komið hafa fram í samræmi við heimild nýrra menntalaga um einn skólastjóra sem ráðinn yrði til að stjórna grunnskóla, tónskóla og leikskóla er skólanefnd sammála því að málið verði skoðað nánar. Hinsvegar er ljóst að skólanefnd er ekki fært að hefja formlega umræðu um þetta stóra mál án nauðsynlegra upplýsinga. Því er kallað eftir því að formleg vinna hefjist sem allra fyrst við að skýra þá kosti/ókosti sem slík breyting hefði í för með sér, sé vilji sveitarstjórnar að fara þessa leið.

Skólanefnd treystir því að sveitastjórn skerði ekki grunnþjónustu nemanda grunnskólans í vinnu sinni um mögulegan sparnað.

Skólanefnd óskar eftir að sveitastjórn taki vinnuplaggið frá skólanefndinni fyrir sem fyrst og skili skriflegri skýrslu.


3. mál
Málefni Tónskólans (Tímamagn Tónskólans 2009-2010)
Tónskólinn sækir um lágmark 56 klst. á viku. Skólanefnd leggur til að tímamagn verði 60 klst. á viku. Tvær og hálf staða og u.þ.b. 10 tímar í yfirvinnu, þar sem 16 nemendur koma inn á næsta skólaári.


4. mál
Önnur mál
Almennar umræður um Norræna samspilsdaga sem verða haldnir dagana 13.-17. maí 2009.


Fundi slitið kl. 19:00.


Victor Örn Victorsson (sign)
Kristján Sigurðsson (sign)
Ester Sigfúsdóttir (sign)
Sverrir Guðbrandsson (sign)
Bjarni Ómar Haraldsson (sign)
Ingimundur Pálsson (sign)
Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)
Gunnar Björn Melsted (sign)
Sigurrós Þórðardóttir (sign)
Sigríður Jónsdóttir (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón