A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 27. apríl 2009

Fundur haldinn í skólanefnd 27. apríl 2009 í Grunnskólanum á Hólmavík.

Mættir eru: Gunnar Melsted fulltrúi kennara,  Victor Örn Victorsson skólastjóri,  Kristján Sigurðsson aðstoðarskólastjóri, Ester Sigfúsdóttir formaður skólanefndar, Stefán Jónsson skólanefnd, Bjarni Ómar Haraldsson deildarstjóri tónskólans, Jóhann Á. Gunnarsson skólanefnd, Sigríður Jónsdóttir fulltrúi foreldra, Ingimundur Pálsson skólanefnd og Steinunn Þorsteinsdóttir ritari skólanefndar.

 

Fundur settur kl. 17:00.

 

1.mál.

            Starfsáætlun fyrir skólaárið 2009-2010.

Skóladagatalið lagt fyrir og Victor fór yfir það og það samþykkt.

 

2.mál.

            Umsókn um ársleyfi skólastjóra.

Lagt fyrir umsókn um launalaust ársleyfi frá Victori. Umræður um það og ákveðið að auglýsa eftir skólastjóra.

 

3.mál.

            Málefni tónskólans.

Norrænir samspilsdagar kynntir og lögð fram drög að dagskrá þeirra.  12 norrænir tónlista nemendur og 5 fararstjórar hafa boðað komu sína og 14 - 20 nemendur 6-10 bekkjar í tónskólanum hafa skráð sig til þátttöku.

Vortónleikar verða haldnir 28 og 29 apríl.  Og einnig eru stigspróf framundan.

Keyptir voru tveir 12 tommu fullvaxnir lampa gítarmagnarar á 255.000 fyrir söfnunarfé nemenda.

 

4.mál.

            Skoðunarkönnun foreldra.

Gróflega er búið að fara yfir svör foreldra við heimsendri skoðunarkönnun, um viðhorf foreldra við skólastarfi og fleira.  Verður sú skýrsla send foreldrum í tölvupósti og einnig lokaskýrsla þegar henni verður lokið.

 

5.mál.

            Nemendur í 8, 9 og 10. bekk tóku þátt í stærðfræðikeppni  Vesturlands og náðu mjög góðum árangri.  Í 8 bekk, Arnór Jónsson 1. sæti og  Dagrún Kristinsdóttir 3.sæti .  Í 9 bekk Agnes Björg Kristjánsdóttir 7.sæti.  Í 10 bekk  Dagrún Jónsdóttir 7.sæti. Stóra upplestrakeppnin fór að þessu sinni fram á Borðeyri og kom sigurvegarinn frá Hólmavík, Sara Jóhannsdóttir í 7. bekk.  Síðast en ekki síst viljum við færa eldri borgurunum kærar þakkir fyrir danskennsluna í vetur með von um áframhaldandi samstarfi á næsta skólaári.

 

Fundagerð lesin og samþykkt.

 

Fundi slitið kl. 18:30.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón