A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 18. maí 2010

Fundur haldinn í skólanefnd 18. maí 2010  á skrifstofu Strandabyggðar og hófst hann kl. 17.00. Mættir eru: Ester Sigfúsdóttir, Ingimundur Pálsson, Jóhann Áskell Gunnarsson, Sverrir Guðbrandsson, Steinunn Þorsteinsdóttir og Bjarni Ómar Haraldsson nýráðinn skólastjóri Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Þá sat einnig fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

1.    Ráðning aðstoðarskólastjóra.

2.    Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

1.    Ráðning aðstoðarskólastjóra. Ester Sigfúsdóttir tók ekki þátt í umræðunni vegna tengsla við umsækjanda.  Aðeins barst ein umsókn um stöðu aðstoðarskólastjóra og var umsækjandinn Hildur Guðjónsdóttir kennari við skólann.  Bjarni Ómar telur sig vel geta unnið með Hildi og hefur eingöngu góða reynslu af samstarfi við hana enda fara hugmyndir þeirra varðandi skólastarfið vel saman.  Eftir að hafa rætt um umsóknina var Hildur boðuð á fund nefndarinnar svo ræða mætti hennar áherslur og væntingar varðandi starfið.  Hildur kynnti fyrir nefndinni helstu hugmyndir sínar og lagði áherslu á að tenging skólans við listgreinar sé að hennar mati afar mikilvæg.  Aðspurð sagðist hún vera ábyrgðarfull, með mikinn metnað og eldmóð og eiga mjög gott með mannleg samskipti.  Hefur hún átt gott samstarf við aðra kennara, foreldra sem og nemendur sína.  Kom fram í hennar máli að mikill metnaður er um að gera góðan skóla enn betri og treystir sé mjög vel til starfans með Bjarna Ómari.  Telur Hildur það afar mikilvægt að hlustað sé á foreldra og tekið tillit til þeirra skoðanna, þ.e. virkt foreldrasamstarf, og eru þau Bjarni Ómar alveg sammála um þá stefnu.  Þá er afar mikilvægt að halda vel utan um starfsmenn skólans sem er mjög góður og þéttur hópur.  Nefndin þakkar Hildi og Bjarna Ómari fyrir upplýsingarnar og viðræðurnar og véku þau af fundi.  Nefndin samþykkir samhljóða að mæla með Hildi Guðjónsdóttur í starf aðstoðarskólastjóra við Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur.


2.    Önnur mál. 
a) Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók. 

b)   Borist hefur bréf frá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur þar sem hún fer þess á leit við nefndina að fá skriflegt svar með faglegum skýringum varðandi umsókn hennar um starf skólastjóra. Ester Sigfúsdóttir víkur af fundi þar sem hún tók ekki þátt í ráðningarferlinu. Nefndin þakkar Hrafnhildi fyrir bréfið og vill taka það skýrt fram að ákvörðun um tillögu til sveitarstjórnar um skólastjóra Grunn- og Tónskólans á Hólmavík hafi verið afar erfið þar sem báðir umsækjendur voru mjög svo hæfir. Sveitarstjóra er falið að svara bréfi Hrafnhildar í samræmi við umræður.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10.

 

Jóhann Áskell Gunnarsson (sign)         
Ingimundur Pálsson (sign)

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)         
Ester Sigfúsdóttir  (sign)

Sverrir Guðbrandsson  (sign)                  
Ásdís Leifsdóttir  (sign)

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón