A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 18. jan. 2010

Fundur haldinn í skólanefnd 18. janúar 2010  á skrifstofu Strandabyggðar og hófst hann kl. 18:00.  Mættir eru: Ester Sigfúsdóttir formaður skólanefndar, Jóhann Á. Gunnarsson, Ingimundur Pálsson, Sverrir Guðbrandsson, Kristján Sigurðsson skólastjóri, Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri, Kristinn Scram fulltrúi foreldra, Gunnar Melsted fulltrúi kennara, Steinunn Þorsteinsdóttir og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi;

 

  1. Trúnaðarmál.
  2. Starfsmannamál - ráðning stuðningsfulltrúa.
  3. Önnur mál

 

 

Þá var gengið til dagskrár.

 

 

  1. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.
  2. Starfsmannamál - ráðning stuðningsfulltrúa.   Sótt hefur verið til sveitarstjórnar Strandabyggðar leyfi til að ráða í 50% stöðu í sérverkefni til reynslu í fjóra mánuði.  Verði reynslan góð er ekki ólíklegt að sótt verði um fasta stöðu kennsluárið 2010 - 2011 og yrði þá staðan auglýst.  Hins vegar verður ekki auglýst nú þar sem um tilraunaverkefni er að ræða í stuttan tíma.   Þá hefur borist bréf frá Kristjáni Sigurðssyni skólastjóra þar sem hann sækir um launalaust leyfi til eins árs til að sækja nám í tónmennt og stjórnun við Háskóla Íslands.  Gerir Kristján ráð fyrir að koma aftur sem aðstoðarskólastjóri að þeim tíma liðnum.  Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti leyfið.
  3. Önnur mál.  Bjarni Ómar greindi frá því að nýju tölvurnar eru að verða tilbúnar og er mikil breyting á vinnuaðstöðu  Er Sigurði Marinó Þorvaldssyni þakkað fyrir frábært og vel unnið starf, bæði hvað varðar kaup og uppsetningu á tölvunum.  Þá lagði Kristján fram skóladagatal 2010 - 2011 ásamt tímamagni fyrir Grunn- og Tónskólann á Hólmavík.  Þá greindi Bjarni Ómar frá því að hann hefði lokið námi um áramótin og var lokaverkefni hans um sameiningu Grunn- og Tónskólans.  Ætlar Bjarni Ómar að gefa sveitarstjóra og sveitarstjórn eintak af ritgerðinni sem og Héraðsbókasafninu.  Þá geta nefndarmenn fengið ritgerðina senda í tölvupósti.  Að endingu greindi Kristinn frá því að áhugi væri hjá foreldrum grunnskólabarna að fá einhvern til að fræða börn og fullorðna um einelti.  Sögðu Kristján og Bjarni Ómar að árlega væri einhver fræðsla í skólanum um þetta málefni.   Hvatt er til að hafa samband við samtökin Heimili og skóla til að fá einhvern á þeirra vegum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir, fundagerð lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:45.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón