A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð fræðslunefndar 22.júní 2022

 

Fundur var haldinn í fræðslunefnd miðvikudaginn 22. Júní kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Jón Sigmundsson, Vignir Rúnar Vignisson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Steinunn Magney Eysteinsdóttir. Guðfinna  Magney Sævarsdóttir mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll.

Fulltrúar skólans mættu kl. 17.00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Vala Friðriksdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir sem fulltrúi foreldra grunn,- tón,- og leikskóla. Fulltrúi starfsmanna leikskóla mætti kl. xx

Fulltrúi ungmennaráðs Jóhanna Rannveig Jánsdóttir mætti einnig kl. 17.00.

 

Dagskrá

1.      Kynning trúnaðaryfirlýsingar og undirritun hennar.


2.     
Starfsmannamál og kennslumagnsáætlun frá fundi fræðslunefndar 9. Apríl 2022.

Skólastjóri kynnti munnlega breytingu á starfsmannahaldi næsta skólaár.  Skólastjóri kynnti samþykkta kennslumagnsáætlun frá 9. apríl 2022 þar sem fram koma upplýsingar um samþykkt stöðugildi við sameinaðan skóla

3.      Gildandi starfsáætlun fræðslunefndar kynnt

Skólastjóri kynnti komandi starfsáætlun fyrir nýrri fræðslunefnd. Á næsta fundi þarf að samþykkja starfsáætlun fyrir næsta skólaár.


4.     
Skóladagatal 2022-2023 lagt fram til samþykktar

Skólastjóri kynnti skóladagatalið. Breytingartillaga var gerð á skóladagatali og var hún samþykkt.

 

Önnur mál

Nefndin leggur til að skoðað verði að tengja  betur systkinaafslátt á milli deilda þar sem er búið er að sameina leik og grunnskóla. Eins við kostnaðarhlutdeild við mötuneyti verði skoðað að hverfa aftur til daggjalds í stað fyrir mánaðargjalds.

 

Nefndin leggur til  að sveitastjórn gangi frá samningi eða bjóði út mötuneyti til að tryggja máltíðir fyrir leikskólabörn sem mæta snemma í ágúst.

 

Nefndin skorar á  sveitastjórn að nýta sumartímann til að sinna viðhaldi á leikskóla lóð sem og framkvæmdum  við grunnskólann, en hvoru tveggja er á fjárhagsáætlun.

 

Nefndin ræddi um sumarlokun leikskóla og möguleika til að aðlaga hana að vinnustöðum á svæðinu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.18:20

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón