A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefndarfundur 5. ágúst 2021

Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 5. ágúst kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir og Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Vignir Rúnar Vignisson og Sigurður Marínó Þorvaldsson boðuðu forföll en í stað þeirra mættu Guðjón H. Sigurgeirsson og Kristín Sigmundsdóttir. Fulltrúi skólans mætti kl. 17:00, en það var Hrafnhildur Þorsteinsdóttir staðgengill skólastjóra. Aðrir fulltrúar mættu ekki.

Dagskrá

  1. Mat á starfsáætlun leik- og grunnskóla 2020-2021.

Farið var yfir mat á áætlunum.

Rætt um að uppfæra þurfi skólahjúkrunarfræðing í grunnskóla í kjölfar starfsmannabreytinga.

Rætt um símenntun ófaglærðra starfsmanna skólanna og telur fræðslunefnd æskilegt að sameiginleg áætlun verði útbúin fyrir sameinaðan skóla.

Einnig var rætt um eineltisáætlun og eineltisteymið í grunnskólanum og hvernig leikskólinn styðst við það.

Fræðslunefnd leggur til að sameiginlegt eineltisteymi verði sett á laggirnar með fulltrúum beggja skóla.

 
   2. Sýn og stefna 
 

Sýn og stefna sameinaðs skóla þarf að leggja lokahönd á. Einkunnarorð og nafn á sameinuðum skóla voru tekin fyrir á skólaþingi í apríl 2021. Ný sýn og stefna verður kynnt nefndinni þegar hún er fullbúin.

 
   3. Skóladagatal lokaútgáfa

Rætt um skóladagatal grunnskóla. Vetrarfrísdagar eru settir upp 4 yfir skólaárið, 2 fyrir áramót og 2 eftir áramót. Fræðslunefnd leggur til að fjöldi vetrarfrísdaga verði fækkað aftur niður í 2 og foreldrar hafðir með í ráðum við ákvörðun á fjölda þeirra t.d. með spurningakönnun fyrir skólaárið 2022-2023.

 

Fræðslunefnd bendir á að dans vantar inn á bæði skóladagatölin.

 

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal grunnskóla að öðru leyti.

 

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal leikskóla.

 

Fundargerð lesin yfir og fundi slitið 19.29.

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón