A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 8. apríl 2021

Fundargerð
Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 8. apríl kl. 17.00 í fjarfundi. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Sigurður Marinó Þorvaldsson.
Fulltrúar skólans mættu kl. 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara grunn- og tónskóladeildar og Anna Björg Þórarinsdóttir er mætt fyrir hönd foreldra leikskóladeildar.
Fulltrúi ungmennaráðs Jóhanna Rannveig Jansdóttir mætti einnig kl. 17.00


Dagskrá:

1. Lesferill og aðrar skimanir MMS
Skólastjóri kynnir niðurstöður lesferla. Lesferilsprófin eru tekin í september og janúar. Miklar framfarir eru í heildina frá september til janúar. Fjórir árgangar yfir landsmeðaltali, einn árgangur í meðaltali og annar alveg við meðaltal. Fjórir árgangar undir landsmeðaltali en þar eru líka framfarir milli prófana.
Frammistaða hvers nemanda er skoðuð þar sem við viljum að allir nái framförum.
Ekki er mögulegt að setja þessar niðurstöður upp myndrænt til kynningar vegna þess hve sumir bekkir eru fámennir.


2. Sameiginleg starfsmannastefna skólans - drög
Skólastjóri kynnir drög að starfsmannastefnu skólans. Starfsmannastefna Strandabyggðar var höfð til hliðsjónar við gerð þessarar stefnu. Stefnan verður kynnt á starfsmannafundi fyrir öllu starfsfólki skólans og þeim boðið að gera athugasemdir. Starfsmenn eiga einnig eftir að koma að vali einkunnarorða. Stefnt að því að starfsmannastefna komi til staðfestingar á næsta fundi.


3. Skóladagatal 2021-2022 drög

Skólastjóri fer yfir drög að skóladagatali sem eru enn í vinnslu. Unnið er með nágrannaskólum okkar að tímasetja sameiginlega viðburði. Skóladagatalið er einnig samræmt milli leik- og grunnskóladeildar.
Rætt um styttingu vinnuvikunnar áhrif hennar á gerð skóladagatals og nýja kjarasamninga sem gerðir voru í ársbyrjun sem kveða á um lengra orlof hjá starfsmönnum leikskólans.
Skólastjóri heldur áfram að vinna að gerð skóladagatalsins.

 

4. Áætlað kennslumagn skólaárið 2021-2022
Gert er ráð fyrir tæplega 27 stöðugildum á næsta skólaári. Sis mat er framundan á næstunni sem er greining á þörf fyrir sérkennslu, þjálfun og umönnun. Eftir það mat þarf að endurskoða kennslumagnið og gera breytingar.


5. Samræmd könnunarpróf
Samræmt próf í íslensku var tekið 8. mars sl. Nemendur misstu tengingu við prófið ítrekað. Öðrum prófum var frestað í kjölfar þessara tæknivandamála og boðið var upp á próf á pappír. Einnig var nemendum boðið að endurtaka íslenskuprófið sitt. Íslenskuprófið kom mjög vel út miðað við landsmeðaltal en beðið er eftir niðurstöðum úr öðrum prófum.


6. Starfsmannamál

Flæði starfsmanna milli deilda gengur almennt vel en alltaf er áskorun að leysa veikindi og forföll. Byrjað er að taka starfsmannaviðtöl og verður í framhaldinu auglýst eftir starfsfólki.

Fundargerð lesin yfir. Fundi slitið kl. 18.45

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón