A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd, 7. nóvember 2019

Fundargerð

Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 7. nóvember kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Vignir Rúnar Vignisson. Ágúst Þormar Jónsson mætti í forföllum Sigurðar Marínós Þorvaldssonar. Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir boðaði seinkun á fundinn.

Fulltrúar leikskólans Lækjarbrekku eru mættu kl. 17:00 en það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri og Hjördís Inga Hjörleifsdóttir fyrir hönd starfsmanna. Fulltrúi foreldra komst ekki á fundinn.

Fulltrúar Grunn- og tónskóla mættu kl. 17.39 en það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara. Fulltrúi foreldra er Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir.

Fulltrúi ungmennaráðs mætti ekki á fundinn.

Dagskrá

Málefni Leikskólans

1. Starfsáætlun Lækjarbrekku

Leikskólastjóri fer yfir starfsáætlunina og kynnir fyrir nefndarmönnum. Danskennsla leikskólabarna var rædd og leggur fræðslunefnd til að í sameinuðum skóla verði öllum börnum, í samráði við danskennara, boðin ókeypis danskennsla.

Rætt um skipulagsdaga leikskólans. Starfsfólk sat námskeið laugardaginn 26. október og mun starfsfólkið í staðinn vera í fríi 4. maí sem er skipulagsdagur samkvæmt skóladagatali.

Sameiginleg mál leik-grunn- og tónskólans


Fulltrúar Grunn- og tónskólans mættu kl. 17.39

2. Minnisblað frá Tröppu 30.10.2019

Lagt fram til kynningar.

Leikskólastjóri segir frá andrúmslofti í leikskólanum og viðbrögðum við því að deildarstjórastöðum fækkar.

Rætt um stuðning sveitarfélagsins við nám starfsmanna sinna og nauðsyn þess að hvetja fólk til að mennta sig.


3. Erindisbréf

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að endurgera erindisbréf fræðslunefndar.


4. Ytra mat

Árlega eru valdir nokkrir skólar og ytra mat framkvæmt. Á vorönn verður ytra mat framkvæmt á Grunn- og tónskólanum Hólmavík sem tekur á stjórnun, námi og kennslu og innra mati skólans. Skóli, skólaráð eða sveitarstjórn getur komið fram með óskir um að matsteymi skoði sérstaklega einhvern fjórða þátt í starfi. Fram kom hugmynd um að húsnæði og aðbúnaður yrði fjórði matsþátturinn. Skólastjóra er falið að kanna þörfina á að bæta inn fjórða þættinum. Skila þarf inn ósk um það fyrir 1. desember nk.

 

Leikskólastjóri hefur einnig áhuga á að láta gera ytra mat á leikskólanum. Fræðslunefnd telur þetta gott verkfæri til útbóta og leggur til við sveitarstjórn að send verði umsókn um ytra matið.

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir mætir kl. 18:15

Fulltrúar leikskólans víkja af fundi kl. 18.15

Málefni Grunn- og tónskólann

5. Starfsáætlun grunn-og tónskóla

Skólastjóri kynnir starfsáætlunina


6. Umsóknir um námsleyfi starfsmanna

Vísað til sveitarstjórnar


7. Viðbragðsáætlanir

Skólastjóri kynnir áætlun um öryggi og velferð barna


8. Niðurstöður innra mats

Skólastjóri kynnir innra mat skólans sem er byggt á viðmiðum Menntamálastofnunar.


9. Námsvísar

Skólastjóri kynnir námsvísa. Fræðslunefnd fagnar útgáfunni og leggur til að verkefnið verði kynnt betur í samfélaginu.

 

Fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 19:41

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón