A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, 7. apríl 2020

Fundargerð

Fundur var haldinn í fræðslunefnd þriðjudaginn 7. apríl kl. 17.00 í fjarfundi. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Sigurður Marínó Þorvaldsson og Vignir Rúnar Vignisson.

Fulltrúar beggja deilda skólans eru mættu kl. 17:00 en það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.  Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Kolbrún Þorsteinsdóttir fulltrúi grunn- og tónskóladeildar og Guðríður Stella Magnúsdóttir fulltrúi foreldra.

Fulltrúi ungmennaráðs Unnur Erna Viðarsdóttir mætti einnig kl. 17.00


Dagskrá

Sameiginleg málefni deilda

1. Endurskoða sýn á skólastefnu

Komið er að endurnýjun stefnunnar. Endurskoðun hennar er einn hluti af sameiningarferli skólanna og á að vera á dagskrá skólaárið 2020-2021. Rætt um hvernig sé best að haga vinnu við endurskoðun stefnunnar og hvenær. Ákveðið að taka málið aftur upp eftir sumarfrí.

2. Viðbragðsáætlun vegna Covid 19

Skólastjóri kynnir áætlunina sem hefur þegar verið virkjuð. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með vel unna áætlun. Rætt um stöðu barna almennt í þeim aðstæðum sem eru uppi núna og hvernig sé hægt að stuðla að félagslegri virkni við þessar aðstæður t.d. með hópverkefnum á netinu. Samstarf heimila og skóla gengur vel og foreldrar eru duglegir að vera í sambandi við kennara.


3. Starfsmannamál

Byrjað er að taka starfsmannaviðtöl. Það þarf að auglýsa bæði eftir leikskóla- og grunnskólakennurum auk íþróttakennara fyrir næsta skólaár.

 

4. Drög að skóladagatali

Skólastjóri kynnir drög að skóladagatali. Þau verða unnin áfram og sameinuð í eitt dagatal fyrir sameinaðan skóla.  Á þessu skólaári var leikskólinn lokaður milli jóla og nýjárs. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gera slíkt hið sama á næsta skólaári.


5. Starfslýsingar og skipurit sameinaðs skóla

Farið var yfir starfslýsingar. Fræðslunefnd leggur til að starfslýsingar verði unnar betur og verði svo teknar fyrir á næsta fundi fræðslunefndar til samþykktar.

Farið var yfir skipurit skólanna. Fræðslunefnd leggur til að skipuritið verði unnið betur s.s. bætt við grænfánanefnd og nemendaráð verði fært til í skipuritinu. Svo verði endurunnið skipuritið tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar til samþykktar.

 

Skólastjóra og formanni fræðslunefndar er falið að klára þessi verkefni í samvinnu við Tröppu.

 

Fundi slitið og fundargerð send í tölvupósti til staðfestingar kl. 19.30

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón