A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 4.október 2018

Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 4. október kl. 17:00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn voru boðaðir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Egill Victorsson og Vignir Rúnar Vignisson.
Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku voru mættir boðaðir kl 17:00 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Laufey Heiða Reynisdóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.
Fulltrúar Grunn og tónskóla voru boðaðir kl 18:00 og það eru: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúi kennara og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra boðaði forföll og Salbjörg Engilbertsdóttir kom í hennar stað. Ekki náðist að boða fulltrúa ungmennaráðs.


Dagskrá er svohljóðandi:

Málefni Leikskóla:

1. Skólanámskrá til kynningar
Lagt fram til kynningar að þessu sinni. Skólanámskrá verður lögð fram aftur á nýju ári í febrúar.

2. Viðbragðsáætlanir skoðaðar
Mikilvægt er að uppfæra nöfn og tengilið í viðbragðsáætlun Almannavarna. Fyrirhuguð æfing vegna bruna verður í leikskólanum í næstu viku. Rýmingaráætlun er virk og uppfærð. Skoða þarf hvaða leiðir verða notaðar þegar kemur upp sú aðstæða að senda þarf skilaboð fljótt á alla foreldra, komi upp eldur eða annað neyðartilvik í leikskólanum. Einnig þarf að vera ákveðin staður verður notaður til að fara með börnin á sé kalt í veðri.

3. Fjárhagsáætlun
Nú er verið að hanna leikskólalóðina og nágrenni. Mikilvægt er að fjárhagsáætlun verði í samræmi við lokahönnun og kostnaðaráætlun. Hönnun á að vera klár nú í vetur og hægt verður að byrja framkvæmdir strax og snjóa leysir. Mikilvægt er að elsti hluti leikskólans verði málaður líkt og áætlað var þegar nýji hluti var í byggingu.

4. Önnur mál leiksólans
Egill Victorsson víkur af fundi.
Bréf foreldra vegna þjónustu leikskólans og bréf foreldraráðs um sama málefni.
Fræðslunefnd telur mikilvægt að allar breytingar séu gerðar í samvinnu með foreldrum og alltaf með hagsmuni barna að leiðarljósi. Leikskólastjóri og áheyrnarfulltrúi starfsmanna gera grein fyrir núverandi fyrirkomulagi og útskýra að alltaf er hagur barns hafður í fyrirrúmi í öllu starfi. Mikilvægt er að starfsreglur leikskólans varðandi hvíldartíma komi fram í foreldrahandbók og foreldrum kynnt þessar reglur þegar börn byrja skólagöngu í leikskólanum. Yngri börn ganga fyrir að sofa úti í vagni. Í þeim tilfellum þar sem um er að ræða eldri börn og ekki pláss fyrir vagna getur verið möguleiki fyrir foreldra að koma með vagn daglega til að hægt sé að veita þessa þjónustu. Leikskólastjóri mun uppfæra foreldrahandbók með þessum reglum.
Egill Victorsson kemur aftur inn á fundinn.

Ekki fleira rætt að þessu sinni um málefni leikskólans. Fulltrúar leikskólans víkja af fundi og fulltrúar grunnskólans mæta til fundar kl:18:08


Málefni Grunnskóla:

5. Niðurstöður lesferils kynntar
Lesfimi próf eru lögð fyrir þrisvar á ári. Nú í september var prófið lagt fyrir og allir foreldrar ættu að hafa fengið niðurstöður. Alltaf er sett af stað áætlun sem er miðuð af niðurstöðum.
Markmið skólans er að allir nemendur nái framförum milli mælinga en náist það ekki er sett fram viðbragðsáætlun
Mikilvægt er að bregðast fljótt við og það er mikilvægt að skóli og heimili taki höndum saman um að aðstoða hvern nemanda eins vel og hægt er. Lestraræfingin er lykilþáttur í því.
Kennarar hafa farið yfir niðurstöður og sett hefur verið fram eftirfarandi áætlun:
- Nemendur í öllum bekkjum lesa reglulega upphátt fyrir kennara eða aðstoðarmenn
- Ýmsar aðferðir verði notaðar, yndislestur, samlestur, lestur fyrir félaga, lesið fyrir nemendur í nesti, leikið með stafi, hljóð, orð, málfræði, ritun, orðskilning og lesskilning.
- Foreldrar verði hvattir til að láta börn sín lesa heima og hlusta á þau.
- Benda á möguleika á aðstoð við heimalestur/heimanám í frístund eftir 14:30.
Færni í lestri er undirstaða annars náms.

6. Viðbragðsáætlanir skoðaðar
Nú er unnið að læsisstefnu, jafnréttisáætlun og öryggisáætlun. Öryggishandbók Menntamálaráðuneytisins er í notkunn á meðan og er hún aðgengileg á heimasíðu skólans. Á næsta fundi er gert ráð fyrir að læsisstefna og jafnréttisáætlanir verð kynntar.


7. Fjárhagsáætlun
Lóð grunnskólans verður hönnuð á næsta ári samkvæmt samningi við Verkís.
Mikilvægt er að endurbótaáætlun um viðhald sé fylgt. Byggingafulltrúi mun hitta skólastjóra á næstu dögum og uppfæra núverandi skjal og forgangsraða. Fræðslunefnd vill ítreka mikilvægi þess að halda áfram viðhaldi við skólabygginguna.
Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að huga að öryggismálum, varðandi bílaumferð í kringum félagsheimili og íþróttahús.

8. Önnur mál grunnskólans
Engin önnur mál og fundargerð lesin yfir.

Fundi slitið kl: 19:05

Ingibjörg Benediktsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Egill Victorsson
Steinunn Þorsteinsdóttir
Vignir Rúnar Vignisson
 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón