A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd 29. febrúar 2016

Fræðslunefndarfundur haldin í Hnyðju 29. febrúar 2016 kl 17:00. Mættir eru Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson, Sigríður Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir sem einnig ritar fundargerð.

Fulltrúar Grunnskólans á Hólmavík: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Hrafnhildur Skúladóttir fulltrúi foreldra.

Dagskrá er svohljóðandi:

 1. Móttökuáætlun nemenda úr leikskóla
  Hrafnhildur G. kynnir móttökuáætlun nemenda úr leikskóla og stefnt er að því að gera slíka áætlun fyrir alla nýja nemendur.

 2. Nýtt námsmat við lok grunnskóla
  Nýtt námsmatskerfi verður tekið upp nú í vor og hafa starfsmenn skólans kynnt sér það. Í vor mun nýtt námsmat verða notað við útskrift 10. bekkinga og á næstu árum mun þetta kerfi verða notað við alla bekki. Fljótlega verður kynning fyrir foreldra barna í 10. bekk. Hægt er að kynna sér námsmatskerfið á http://vefir.nams.is/namsmat/namsmat.html
   
 3. Auglýsingar vegna starfa við grunnskóla
  Nú í mars munu starfsmannaviðtöl fara fram og stefnt verður að því að auglýsa laus störf fljótlega í framhaldinu.
   
 4. Ytra mat- innra mat
  Hrafnhildur kynnir ytra og innra mat sem stöðugt er unnið að.
   
 5. Staða fræðslustjóra
  Rædd var þörfin fyrir fræðslustjóra og er ljóst að hún er mikil. Skólastjórar ásamt formanni fræðslunefndar munu hitta sveitarstjóra og fara yfir málið. Einnig var ræddur möguleikinn á samstarfi við nágrannasveitarfélög.
   
 6.  Samfelldur dagur barns
  Fyrirkomulagið var rætt og allir aðilar telja mikilvægt að hafa eins lítið bil á milli skóla og tómstunda eins og hægt er.

 7.  Námfús, samstarf við leikskóla
  Fræðslunefnd leggur til að leikskólastjóri fái aðgang að Námfús og þar verður hægt að senda sms á alla foreldra í vondum veðrum. Lagt er til að skólastjórnendur tali sig saman um málið.
   
 8. Málefni Tónskóla, óskir um tónlistakennslu
  Nokkrar fyrirspurnir hafa komið um nám við skólann frá foreldrum í sveitarfélögum í nágrenninu. Fræðslunefnd telur mikilvægt að sveitarfélög geri samning um tónlistarkennslu sín á milli.
   
 9. Erindi frá stuðningsfulltrúum.
  Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða vel þann möguleika að ráða stuðningsfulltrúa allt árið og nýta starfskrafta sem hafa áhuga á, við önnur störf hjá sveitarfélaginu. Sem dæmi við tómstundaskóla barna á sumrin eða skólaskjól. Mikilvægt er að slíkt verði gert í samstarfi við skólastjóra og tómstundafulltrúa.

 

Ekki voru önnur mál að svo stöddu. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl 18:40

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón