A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd 24. janúar 2012

Menntasvið 24. janúar 2012


Fundur var haldin hjá fræðslunefnd 24. janúar 2012 kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Mættir Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ragnar Bragason, Kristinn Schram og Ingibjörg Sigurðar.

Fjallað var um erindisbréf nefndarinnar.


Á fundinn mættu Ingibjörg Alma leikskólastjóri, Hlíf fulltrúi starfsmanna og Árný Huld fulltrúi foreldra
í stað Ragnheiðar Birnu.


Á dagskrá:

1. Kosning varaformans og ritara. Steinunn Þorteinsdóttir var kosin varaformaður og Ingibjörg Sigurðardóttir ritari. Ingibjörg Sigurðardóttir ritar nú fundargerð.

2. Fjárhagsáætlun leikskólans
Ingibjörg Alma kynnti áætlunina.

3. Starfsmannamál
Leikskólinn er fullmannaður, sem er mjög ánægjulegt.


4. Önnur mál:
a) Mánudaginn 6. febrúar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Skólinn verður opinn fyrir foreldra og aðstandendur í kaffi og morgunmat og fl.

b) Rætt um vegrið og umferð í kringum leikskólann. Rætt um hvort möguleiku væri að
hækka hurðahún á útidyrahurð til að tryggja að börn fari ekki út á undan foreldrum.


c) Á biðlista eru fjögur börn og er fyrirséð að þau komist ekki að fyrr en að loknu sumarfrí


Ekki fleira tekið fyrir.
Fundagerð lesin upp og samþykkt, fundi slitið kl 18:30

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón