A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, 19. september 2019

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 19. september kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Sigurður Marínó Þorvaldsson og Vignir Rúnar Vignisson.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri mætti kl. 17.00. Fulltrúi kennara, Kolbrún Þorsteinsdóttir mætti kl. 17.15 en fulltrúi foreldra Björk Ingvarsdóttir forfallaðist og mætti enginn í hennar stað.  

Fulltrúar leikskólans Lækjarbrekku mættu kl. 18:15 en það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri og Hjördís Inga Hjörleifsdóttir. Esther Ösp Valdimarsdóttir fulltrúi foreldra forfallaðist.  

Enginn fulltrúi ungmennaráðs mætti.

 

Þá var gengið til dagskrár

Málefni Grunn- og tónskólans


1.    
Umsókn um aukið tímamagn – TRÚNAÐARMÁL

Skólastjóri óskar eftir að breyta áður samþykktu tímamagni. Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjóra.

 

2.     Mat á starfsáætlun 2018-2019

Nú hefur starfsáætlun 2018-2019 verið yfirfarin. Fræðslunefnd tekur undir þörf á endurskoðun reglna um skólaakstur í Strandabyggð og beinir því til sveitarstjórnar í samstarfi við skólastjóra.

Sigurður Marínó Þorvaldsson yfirgefur fundinn.

 

3.     Nemendafjöldi

Nemendur eru 41, 22 drengir og 19 stúlkur.  

 

4.     Kennsluskipan

Kennt er í þremur bekkjardeildum, 1.-3. bekkur (15), 4.-6. bekkur (12) og 7.-10. bekkur (14). Samstarf er við leikskólann um íþróttakennslu. Nemendur í 1. bekk fara með 5 ára börnum í sund, ein kennslustund í viku. Íþróttakennari kennir 3-4 ára börnum einn tíma í viku í íþróttahúsinu.

 

5.     Skóladagatal 2019-2020 lokaútgáfa

Skólastjóri fer yfir skóladagatal. Skóladagatal Grunnskólans á Hólmavík samþykkt samhljóða.

 

6.     Tillaga skólastjóra að ókeypis frístundastarfi

Skólastjóri kynnir tillögu sína um ókeypis frístundastarf barna í skólanum. Börn í 1.-4. bekk eru í frístundastarfi í skólanum en nemendur í 5.-10. bekk eru í félagsheimilinu undir stjórn tómstundafulltrúa. Með ókeypis frístundastarfi felst ákveðin forvörn en einnig jafnar stöðu barna til að nýta þjónustuna. Fræðslunefnd leggur það til við sveitarstjórn að bjóða upp á gjaldfrjálsa frístund fyrir öll börn á grunnskólaaldri.

 

Sameiginleg mál leik-grunn- og tónskólans

Fulltrúar grunnskóla víkja af fundi kl. 18.17

Fulltrúar leikskóla taka sæti á fundinum kl. 18.18

 

7.     Fundur með sameiningarhóp og Tröppu – fundargerð og glærur

Efni fundarins og næstu skref rædd. Hópurinn er að vinna að tímalínu sameiningarinnar. Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd leggur til að haldið verði áfram með vinnuna með það að markmiði að sameiginleg fjárhagsáætlun verði unnin í haust 2019, fyrir árið 2020.

 

8.     Fjárhagsáætlun

Nú er verið að hanna leikskólalóðina og er fyrirséð að því ljúki á þessu ári. Mikilvægt er að fjárhagsáætlun 2020 verði unnin í samræmi við lokahönnun og kostnaðaráætlun fra Verkís. Mikilvægt er að elsti hluti leikskólans verði málaður líkt og áætlað var þegar nýji hlutinn var í byggingu.

 

Lóð grunnskólans verður hönnuð árið 2020 samkvæmt samningi við Verkís. Mikilvægt er að endurbótaáætlun sé fylgt og fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að halda áfram viðhaldi á skólabyggingunni.

 

Fræðslunefnd telur nauðsynlegt að huga að öryggismálum varðandi bílaumferð í kringum félagasheimili og íþróttahús.

 

Ekki fleira tekið fyrir í málefnum Grunnskólans og fulltrúar yfirgefa fund kl 18:56

Sigurður Marínó Þorvaldsson mætir aftur.

 

Málefni leikskólans


9. 
Skóladagatal leikskólans 2019-2020 – lokaútgáfa

Leikskólastjóri fer yfir skóladagatal.  Umræður skapast um jólafrí. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hafa leikskólann lokaðann 27. desember, 30. desember og 2. janúar og gefa starfsfólki frí á launum.

Skóladagatal Leikskólans samþykkt samhljóða.

 

10.  Mat á starfsáætlun Lækjarbrekku 2018-2019

Nú hefur starfsáætlun fyrra skólaárs verið yfirfarin. Gott starf hefur verið unnið á starfsárinu þrátt fyrir manneklu.

 

11.  Nemendafjöldi og starfsmenn.

Við leikskólann eru 9,5 stöðugildi. Tveir starfsmenn eru allan daginn á Tröllakoti og tveir eru allan daginn á Dvergakoti. Á Dvergakoti starfa einnig  þrír aðilar í 50% starfi og sérkennari er þar eftir hádegi. Einn starfsmaður er í afleysingum vegna undirbúnings og forfalla og annar starfsmaður í fullu starfi í eldhúsi. Leikskólastjóri er í fullu starfi. Nemendur eru 15 á eldri deildinni og 7 á yngri deildinni.

 

Fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl. 19.34

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón