A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd 18. júlí 2013

Fundargerð Fræðslunefndar

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd 18. júlí n.k. og hófst hann kl. 20.00 í Grunnskóla

Hólmavíkur.

Mættir : Viðar Guðmundsson, Ester Sigfúsdóttir, Ragnar Bragason, Ingibjörg Sigurðardóttir.

 

Málefni grunnskóla:

Boðuð kl. 20.30: Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Emilsdóttir

aðstoðarskólastjóri  og Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi kennara

1. Ráðningar fyrir næsta skólaár

Kolbrún Þorsteinsdóttir verður með umsjón 1.-2. bekk og Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir umsjón 5. bekk, þær hafa báðar óskað eftir 80-85% starfshlutfalli vegna náms.

Anna Birna Gunnlaugsdóttir verður með umsjón í 10 bekk og kennir tungumál frá 5. – 10. bekk.

Eiríkur Valdimarsson verður með umsjón í 8. og 9. bekk, og kennir náttúrufræði í 5.-10. bekk

Lára Jónsdóttir verður með umsjón 6.-7. bekk og kennir stærðfræði í 8.-9. bekk.

Íris Björg Guðbjartsdóttir verður með umsjón 3.-4. bekk.

Búið er að ráða 3 stuðningsfulltrúa, Dagrún Magnúsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir og Jón Arnar

Ólafsson.

Hildur Heimisdóttir og Michael Roger Wagsjö hafa verið ráðin til starfa í tónskólanum.

Ráðningar samþykktar.


2. Upphaf skóladags næsta vetur.

Nefndin leggur til að skólabyrjun verði  8:30. 


3. Skólaakstur næsta vetur

Einn umsækjandi er um skólaakstur, Hlynur Þór Ragnarsson.

Fyrirsjáanlegt er að akstur í vetur verður mun lengri og þarf að bregðast við því strax.Ljóst er að óánægja er með núverandi skólabíl og leggur nefndin til að keyptur verði einn stór og annar lítill og leiðinni verði skipt, þar sem leiðin er orðin of löng tímalega séð.


4. Endurnýjun á tölvukosti skólans

Hulda sagði að tölvur til kennslu væru svo lélegar að búið er að fella út kennslu í upplýsingatækni  í vetur verði tölvukosturinn ekki bættur hið snarasta.

Nefndin hvetur sveitastjórn til að kippa þessu í liðinn strax.


5. Erindi frá félagsmálastjóra varðandi sálfræðiþjónustu

Nefndin samþykkir erindið, fagnandi.


6. Önnur mál.

Nefndin óskar upplýsinga um stöðu endurbóta á skólalóð.

 

Fundi slitið klukkan 22.08

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón