A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd 10. desember 2018


Fundur var haldin í fræðslunefnd mánudaginn 10. desember kl. 15:00 í Hnyðju

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir en Vignir Rúnar Vignisson, Steinunn Þorsteinsdóttir og Sigurður Marínó Þorvaldsson boðuðu forföll. Birna Karen Bjarkadóttir og Röfn Friðriksdóttir varamenn mættu í þeirra stað en ekki náðist í þriðja varamann.
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri mætti kl 15:00
Fulltrúar Grunn og tónskóla voru boðaðir kl 15:15 og það eru: fulltrúi kennara Esther Ösp Valdimarsdóttir og Björk Ingvarsdóttir fulltrúi foreldra.
Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku voru boðaðir kl 16:00 og það eru Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hjördís Inga Hjörleifsdóttir fyrir hönd starfsmanna og Esther Ösp Valdimarsdóttir fyrir hönd foreldra.
Fulltrúi ungmennaráðs Elín Victoría Gray mun einnig sitja fundinn.


Þá er gengið til dagskrár:

Málefni grunn- og tónskóla:
1. Trúnaðarmál
Skólastjóri upplýsir um málið.


Áheyrnarfulltrúar boðaðir kl 15:15


2. Samfellan og skólaskjól
Skólastjóri fer yfir stöðuna varðandi samfelluna og breytingarnar sem hafa átt sér stað. Farið var í að einfalda stundatöflu barnanna.
Skólaskjól 14:30 – 16:00 verður í grunnskólanum nema á fimmtudögum
Á fimmtudögum verður kennsla eftir hádegi og skólaskjól í frístundamiðstöð í kjallara félagsheimilis.
Nemendur í 5. -7. bekk borða hádegisverð í skólanum tvo daga í viku, mánudag og miðvikudag þegar íþróttatímar þeirra liggja að hádegi en fara annars á Café Riis. Félagsmiðstöð verður í frístundamiðstöð í kjallara félagsheimilis.
Nemendur í 8. – 10. bekk borða hádegisverð tvo daga í viku í skólanum þriðjudag og fimmtudag þegar íþróttatímar þeirra liggja að hádegi en fara annars á Café Riis. Hádegismatur í skóla verður framreiddur í setustofu. Notkun síma er bönnuð á meðan á hádegisverði stendur bæði í skóla og á Café Riis.
Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel og börnin eru sáttari. Þátttaka í skólaskjóli er mun meiri en hefur verið síðustu ár en nánast öll börn í 1.-4. bekk nýta sér þessa þjónustu.
Fræðslunefnd vill minna á að fyrirkomulag samfellunar er þannig að sífellt þarf að skoða fyrirkomulagið og vera óhrædd við að breyta og bæta starfið með hagsmuni barna í fyrirrúmi.


3. Fjárhagsáætlun
Formaður nefndarinnar fer yfir fjárhagsáætlun Grunnskólans.


4. Önnur mál Grunn- og tónskóla
Engin önnur mál að svo stöddu
Fulltrúar Grunnskólans yfirgefa fundinn kl 16:01
Fulltrúar leikskólans mæta til fundar kl 16:02
Málefni leikskóla:

5. Starfsmannamál
Þegar þarf að meta stöðuna varðandi fjölda starfsmanna og sérkennslu þarf að leita til sérfræðinga Tröppu. Starfmenn telja að vegna þörf á auknum stuðningi sé ekki lengur rými í stundatöflu starfmanna til að sinna því. Formaður upplýsir að unnið sé að því að bæta innra skipulag leikskólans með leikskólastjóra og fræðslustjóra.

6. Staða barna í leikskólanum
Starfmenn leikskólans fara yfir þörfina fyrir stuðning á leikskólanum.


7. Fjárhagsáætlun
Formaður nefndarinnar fer yfir fjárhagsáætlun og fyrirhugaðar framkvæmdir.

8. Önnur mál leikskólans.
a). Nú er leikskólinn farin að vinna að áætlunum varðandi persónuverndarlögin.
b). Vegna manneklu þá er ljóst að mögulega þarf í einhverjum tilfellum að loka deildum. Það það nauðsynlegt að gera áætlun ef til þess kemur.

Engin önnur mál að svo stöddu. Fundargerð lesin yfir og fundi slitið kl: 16.53
Ingibjörg Benediktsdóttir
Sigríður G. Jónsdóttir
Birna Karen Bjarkadóttir
Röfn Friðriksdóttir


 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón