A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 8. júní 2017

Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 08. júní í kl. 17:00 í Hnyðju

 

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Victorsson, Guðjón Sigurgeirsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

 

Fulltrúar Grunnskólans eru boðaðir kl 17:00 en það eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og fulltrúi foreldra Ágúst Þormar Jónsson.

 

Fullrúar leikskólans Lækjarbrekku eru boðaðir kl 18:00 og það eru Aðalbjörg Sigurvaldadóttir leikskólastjóri, Berglind Maríusdóttir fyrir hönd starfsmanna og fulltrúar foreldra boðuðu forföll.

 

Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

Málefni Grunnskóla:

 1. Kjarasamningar kennara
  Unnið hefur verið að mati á starfsumhverfi kennara sem varðar bókun 1 í kjarasamningum. Markmiðið er að bæta vinnu- og starfsumhverfi kennara. Nú hefur skýrslu verið skilað inn til Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands. Unnið verður að umbótaáætlun í kjölfarið.
   
 2. Trappa kynning
  Nú hefur verið undirritaður samningur við Tröppu um faglega ráðgjöf um fræðslumál. Skólastjóri, formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri funduðu með Tröppu um næstu skref. Fræðslunefnd fagnar undirritun samningsins.
   
 3. Starfsmannamál
  Þrír starfsmenn hafa fengið ársleyfi við skólann. Engin sótti um íþróttakennarastöðu og engin um tónlistakennarastöðu. Þrír sóttu um listgreinakennara og tveir um umsjónakennara.
  Auglýsa þarf aftur stöðu íþrótta- og tónlistarkennara. 

 4. Önnur mál
  a) Formaður segir frá kynningu um samfelldann dag sem hún ásamt formanni íþrótta-, tómstunda- og menninganefndar fóru á á Ísafirði.

  Fulltrúar Grunnskólans víkja af fundi kl 18:01
  Fulltrúar Leikskólans Lækjarbrekku koma á fundinn kl 18:02

  Málefni leikskólans Lækjarbrekku:

 5. Skóladagatal, breytingar
  Í stað starfsdags 4. september er óskað eftir því að hann verði færður til 9. október. Þá er það hálfur starfdagur vegna námskeiða.
   
 6. Önnur mál
  a) Starfsmannamál
  Ekki hefur verið ráðið í stöðu matráðs og fyrirhugað er að auglýsa aftur.
  Með stækkuðu húsnæði er meiri þörf á ræstingu og er það ósk starfsfólks að leikskólinn verði ræstur eftir lokun. Matráður myndi sjá áfram um hluta af þrifum eins og þvotti, þrif á gluggum, veggjum og fl. því ekki er tími til að komast yfir í núverandi ástandi. Leikskólastjóri er að vinna í nánari útfærslu á þessari verkaskiptingu.

  b) Leikkólastjóri greinir frá því að á tímabilinu 11. ágúst til 31. maí eru 202 vinnudagar og á þeim tíma eru 204,5 dagar taldir til fjarvista starfsfólks, þar á meðal veikinda.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 18:59

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón