A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd - 25. mars 2015

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 25. mars 2015 og hófst hann kl. 19.00  á skrifstofu Strandabyggðar.

 

Mætt voru:  Frá fræðslunefnd Ingibjörg Emilsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Sigríður G. Jónsdóttir, Vignir Örn Pálsson og Ester Sigfúsdóttir varamaður, frá leikskóla Jóhanna Rósmundsdóttir fulltrúi foreldra, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna og Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, frá Grunnskóla Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna og Dabjört Hildur Torfadóttir fulltrúi foreldra.

 

Dagskráin er svohljóðandi:

 

Málefni leikskóla:

  1. Dvalarsamningur á milli Strandabyggðar og foreldra.

Alma kynnti dvalarsamning Leikskólans Lækjarbrekku sem útbúin hefur verið og er ætlað að gera við foreldra hvers barns. Foreldrar allra nýrra barna sem vistuð verða við skólann þurfa að undirrita slíkan samning. Einnig munu foreldrar þeirra barna sem nú þegar eiga börn á leikskólanum skrifa undir samninginn.

Lagt fram til kynningar.

  1. Breytt foreldrahandbók.

Alma lagði fram uppfærða foreldrahandbók leikskólans.

Fræðslunefnd samþykkir erindið.

  1. Þróunarverkefni um málörvunar og læsisstefnu.

Alma kynnti nefndinni þróunarverkefnið og lagði fram ósk um fjármagn að upphæð 250.000 – 350.000 frá sveitarfélaginu til að koma því í framkvæmd.

Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki þessa fjárveitingu.

  1. Þróunarverkefnið Ferðin.

Starfsfólk hefur verið að vinna í þróunarverkefni í vetur frá því í október. Hópurinn hefur verið að vinna með fræðslustjóra, Guðjóni Ólafssyni,  í þessu verkefni. Alma kynnti verkefnið fyrir nefndinni. Verkefninu er ætlað að bæta innra starf leikskólans. Verkefnið er krefjandi fyrir starfsfólkið og gengur mjög vel.

Fræðslunefnd fagnar þessu verkefni.

  1. Styrkbeiðni vegna námsferðar.

Fræðslunefnd vísar erindinu til sveitarstjórnar.

  1. Skólar á grænni grein – staða.

Alma kynnti stöðu leikskólans í verkefninu. Skólinn stefnir að því að flagga í maí. Þegar fánanum hefur verið flaggað hefur leikskólinn uppfært öll markmið staðardagskrár 21.

Fræðslunefnd fagnar þessu.

  1. Viðbygging – staða.

Alma óskaði eftir upplýsingum um stöðu viðbyggingar. Formaður upplýsti um að fjárhagsáætlun geri ráð fyrir 25 milljónum í framkvæmdina á þessu ári en sú upphæð er háð lánveitingum til sveitarfélagsins. Áætlað er að framkvæmdin í heild kosti um 50 milljónir.

  1. Önnur mál
    1. Sumarlokun leikskólans varir í 5 vikur. Fræðsæunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að foreldrar geti boðið börnum sínum uppá lengra sumarleyfi, allt að 8 vikna samfellt og að leikskólagjöld falli niður í samræmi við lengd sumarleyfisins.
    2. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að foreldrar fái fæðisgjöld felld niður ef barn er fjarverandi 2 vikur samfellt eða lengur.
    3. Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að fá dvalargjölld felld niður að hálfu eða öllu leiti ef um veikindi barns er að ræða sem varir samfellt í 4 vikur eða lengur. Leikskólastjóra er heimilt að kalla eftir læknisvottorði.
    4. 22. apríl verður námskeið fyrir fræðslunefndir og fulltrúa skóla á Hólmavík.

Fulltrúar leikskólans yfirgáfu svæðið.

Málefni grunnskóla: 

Fulltrúar grunnskóla mæta á svæðið.

  1. Staða húsnæðisúttektar

Gísli Gunnlaugsson, byggingarfulltrúi tók út húsnæði Grunnskólans og fór yfir hvað þyrfti að lagfæra. Einar Indriðason kom einnig og tók út brunavarnir. Fleiri skemmdir hafa komið í ljós síðan úttekt fór fram. Skýrsla frá Gísla er væntanleg þar sem verkefni eru sett í forgangsröð.

Lagt fram til kynningar.

  1. Vinnumat kennara

Hrafnhildur kynnti vinnumat kennara sem er nýr hluti af kjarasamningum grunnskólakennara. Nýr kjarasamningar grunnskólakennara rennur út í maí 2016.

Lagt fram til kynningar.

  1. Önnur mál
    1. Skólastefna Strandabyggðar.

Hrafnhildur kynnti ferli vinnunnar fyrir nefndinni. Áætlað er að halda íbúafund með þjóðfundasniði þann 16. apríl og taka næsta skref í vinnunni. Stefnt er að því að skólastefna sveitarfélagsins verði tilbúin á skólaslitum Grunnskólans á Hólmavík 4. júní 2015.

Lagt fram til kynningar.

  1. Umræður um kvikmyndasýningar í grunnskólum.
  2. Hrafnhildur kynnti verkefnið F.R.E.D. sem er valgrein í unglingadeild. Horft er á kvikmynd og unnin eru verkefni út frá myndinni í formi útvarpsþáttar. G.H. er eini landsbyggðarskólinn í verkefninu.
  3. Staða grænfánans.

Stefnt er að því að flagga grænfánanum í 3ja sinn í maí 2015.

Fræðslunefnd fagnar því.

 

 

Fundi slitið kl. 21:32

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón