A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd - 20. júní 2016

Fundur var haldin í fræðslunefnd miðvikudaginn 20. júní kl. 17:00 í Hnyðju

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Eftirfarandi fulltrúar Grunn- og Tónskóla komu á fundinn kl 17:10, Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri.

Hrafnhildur Skúladóttir fulltrúi foreldra og fulltrúi starfsmanna, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir mættu ekki til fundar.

Eftirfarandi fulltrúar Leikskólans Lækjarbrekku mættu kl 18:00, Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hlíf Hrólfsdóttir fulltrúi starfsmanna og Jóhanna Rósmundsdóttir fulltrúi foreldra.

 

Dagskrá er svohljóðandi:

Málefni Grunnskóla:

1. Skóladagatal Grunnskólans

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal skólaársins 2016-2017

2. Ráðningar starfsmanna

Kennarar Grunnskólans eru: Vala Friðriksdóttir, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ásta Þórisdóttir, Kristjana Eysteinsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir bætir við sig og verður umsjónarkennari og Valgeir Jens Guðmundsson kemur nýr til starfa. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir verður áfram sérkennslustjóri og Jóhanna Hreinsdóttir iðjuþjálfi. Hlíf Hrólfsdóttir mun sinna nýrri stöðu þroskaþjálfa við skólann. Stuðningsfulltrúar verða Jóhanna Rósmundsdóttir, Helga Ingvarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir og ein 50% staða er ófrágengin. Ingibjörg Fossdal og Sigrún Kolbeinsdóttir verða áfram skólaliðar.

Fræðslunefnd fagnar því að nú eru allar stöður kennara skipaðar faglærðu fólki.

3. Tölvukerfi Grunnskólans.

Á vordögum var gerð æfing vegna samræmdra prófa í tölvukerfi Grunnskólans og kom í ljós að núverandi kerfi ræður ekki við álagið. Skipta þarf um skáp þar sem kerfið innanhúss heftir eðlilega notkun við kennslu. Fræðslunefnd vill ítreka að kerfið verði lagfært fyrir byrjun skóla í haust.

Ingibjörg Alma, Jóhanna og Hlíf mæta á fundinn.

Sameiginleg mál:

4. Skólabíllinn, rekstur og kostnaður.

Fræðslunefnd og fulltrúar skólanna óska eftir því við sveitarstjórn að athuga möguleika og kostnað við kaup á nýjum bíl, útboð á skólaakstri og rekstarleigu. Mikilvægt er að gögn liggi fyrir og ákvörðun verði tekin um úrbætur fyrir næsta skólaár.

5. Staða fræðslustjóra

Ekki hefur enn verið auglýst staða fræðslustjóra. Fræðslunefnd og fulltrúar vilja ítreka að gengið verði frá auglýsingu og ráðningu fræðslustjóra. Einnig er bent á að ganga í að kanna möguleikann á samstarfi við nágrannasveitarfélög.

6. Samningur við Tröppuna

Samningur við Tröppu rennur út á þessu ári og leggja skólastjórnendur það til að sá samningur verði endurnýjaður.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir víkur af fundi.

Málefni Leikskólans Lækjarbrekku:

7. Drög að skóladagatali

Leikskólastjóri fór yfir drögin. Ákveðið var að skóladagatal liggi fyrir á næsta fundi.

8. Starfsmannaþörf næsta vetrar

Samkvæmt barnafjölda og sérkennsluþörf liggur fyrir að það þurfi 10 stöðugildi í heildina næsta skólaár. Ingibjörg Alma óskar einnig eftir því að staða sérkennslustjóra verði 100%.

Fræðslunefnd leggur til að 10 stöðugildi verði samþykkt.

9. Húsnæði leikskólans

Sveitarstjórn samþykkti stækkun við leikskólann og kemur sú bygging fyrir í fjárhagsáætlun þessa árs. Ekkert hefur borið á framkvæmdum og þykir fundarmönnum það miður. Loforð voru um bygginguna sem átti að vera tilbúin fyrir haustið 2016. Fræðslunefnd og fulltrúar leikskólans óska eftir að útboð verði sem allra fyrst svo framkvæmdir geti hafist.

10. Uppþvottavél

Uppþvottavél leikskólans er ónýt og kaupa þarf nýja. Ingibjörg Alma hefur fengið tilboð í nýja vél sem kostar 406.000,- kr. utan virðisaukaskatts. Fræðslunefnd óskar eftir því að þetta tilboð verði samþykkt.

11. Staðardagskrá 21

Það kemur fram í staðardagskrá að auka eigi menntunarstig starfsmanna. Ingibjörg Alma óskar eftir því að námssamningur verði endurskoðaður og endurmenntunaráætlun verði gerð.

Fleira ekki rætt og fundi slitið klukkan 19:20

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón